Innlent Fórnarlamb stunguárásar útskrifað af sjúkrahúsi Karlmaður sem stunginn var með hnífi á Akureyri um helgina var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Einn hefur réttarstöðu sakbornings í málinu og miðar rannsókn ágætlega, að sögn lögreglu. Innlent 6.8.2024 13:56 Fundu tóman bílaleigubíl og ræsa út leitarhunda Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda. Innlent 6.8.2024 13:51 Ríkið komið um borð í milljarðaverkefni í Eyjafirði Uppbygging líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði á að leysa þann vanda sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir við söfnun, móttöku og vinnslu dýraleifa. Ísland hefur um árabil fengið bágt fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar í þeim efnum. Um milljarðaverkefni er að ræða sem gæti orðið fyrsti vísir að uppbyggingu stórhafnar á Dysnesi. Innlent 6.8.2024 12:32 Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. Innlent 6.8.2024 12:29 Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. Innlent 6.8.2024 11:52 Skjálftavirkni meiri en landris hægara Skjálftavirkni á Reykjanesi hefur aukist en hægt á landrisi. Enn eru taldar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á svæðinu á næstu dögum. Innlent 6.8.2024 11:36 Leitað að ferðamönnum í Kerlingarfjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um viðamikla leit sem staðið hefur yfir í Kerlingarfjöllum frá því í gærkvöldi eftir að boð bárust um að ferðamenn væru fastir inni í helli á svæðinu. Innlent 6.8.2024 11:27 „Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. Innlent 6.8.2024 11:19 Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. Innlent 6.8.2024 10:13 Handleggsbrotnum bjargað af Baulu Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi vegna slasaðs ferðamanns á Baulu. Aðstæður voru erfiðar og þrátt fyrir að búið væri að finna manninn um klukkan tvö í nótt tókst þyrlu ekki að koma að fyrr en um klukkan fjögur. Innlent 6.8.2024 06:34 Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. Innlent 6.8.2024 06:24 Björgunarsveitir sækja slasaðan ferðamann á Baulu Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld vegna ferðamanns sem hafði slasast á fjallinu Baulu í Borgarfirði. Innlent 6.8.2024 00:11 Útkall vegna ferðamanna sem segjast lokaðir inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafi fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. Innlent 5.8.2024 23:04 Fundinn heill á húfi Maðurinn, sem lögregla lýsti eftir fyrr í kvöld, er fundinn heill á húfi. Innlent 5.8.2024 22:11 „Brá verulega að heyra að fangaverðir hefðu slasast“ Dómsmálaráðherra var verulega brugðið að heyra af árás á fangaverði á föstudaginn. Hún vonar að bygging nýs fangelsis að Litla-Hrauni hefjist eins fljótt og hægt er á nýju ári. Aðrar mögulegar úrbætur verði skoðaðar í millitíðinni til að unnt sé að tryggja öryggi fanga, starfsfólks og aðstandenda. Innlent 5.8.2024 19:01 Dómsmálaráðherra brugðið og umferðin eftir Verslunarmannahelgi Dómsmálaráðherra var verulega brugðið að heyra af árás á fangaverði á föstudaginn. Hún vonar að bygging nýs fangelsis að Litla-Hrauni hefjist fljótlega á nýju ári. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.8.2024 18:01 Öflugar gufusprengingar hafi orðið í Hveradölum Öflugar gufusprengingar hafa orðið í einum hvernum við skíðaskálann í Hveradölum á Hellisheiði í sumar sem hefur kastað leir og drullu upp í hlíðina fyrir ofan. Innlent 5.8.2024 16:56 Eyðilögðum tjöldum pakkað saman á gervigrasinu Um 500 manns gistu Herjólfshöll í Vestmannaeyjum en ákveðið var að skjóta yfir Þjóðhátíðargesti þaki í höllinni vegna þess hve mörg tjöld urðu fyrir tjóni vegna veðursins. Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir vel hafa gengið og að gestir hafi gengið vel um. Innlent 5.8.2024 16:47 Ekið á búfé og keyrt ofan í læk Frá hádegi í gær til hádegis í dag hafa sex ökumenn verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og níu fyrir ölvun við akstur á Suðurlandi en mikil umferð er á vegum þar vegna ferðalanga á leið sinni heim í bæinn eftir verslunarmannahelgina. Innlent 5.8.2024 16:18 Helgin fór prýðilega fram í Eyjum Um fimm hundruð manns leituðu skjóls í Herjólfshöll í nótt vegna veðurs. Annars fór nóttin að mestu vel fram á Þjóðhátíð í Eyjum að sögn lögreglustjóra. Innlent 5.8.2024 13:53 Óánægja með ætlað niðurrif á sögulegu húsi á Húsavík Miklar umræður hafa skapast á Húsavík um hvort Helguskúr, frægt hús við höfnina, verði fjarlægður. Húsið geymir sjávarútvegssafn og var byggt árið 1958. Innlent 5.8.2024 13:49 Fimm hundruð í Herjólfshöll í nótt og óöld í Bangladess Fimm hundruð leituðu skjóls í Herjólfshöll í nótt vegna veðurs. Hátíðarhöld hafa farið vel fram um helgina að sögn lögreglu. Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á nokkrum stöðum á landinu, þar sem verslunarmannahelgi hefur verið haldin hátíðleg. Innlent 5.8.2024 12:05 Starbucks kemur ekki til Íslands Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt. Innlent 5.8.2024 09:39 Ofurölvi vistaður í fangaklefa Tilkynnt var um ofurölvi aðila utan við skemmtistað í miðbænum. Ekki reyndist unnt að koma viðkomandi heim og þurfti því að leyfa honum að gita í fangaklefa þangað til runnið væri af honum. Innlent 5.8.2024 07:47 Ólafur Vignir píanóleikari látinn Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er látinn. Fjölskylda Ólafs greinir frá andlátinu í tilkynningu: Innlent 4.8.2024 22:32 Á bólakafi í Hólmsá Björgunarsveitir voru fyrr í dag kallaðar út til aðstoðar ferðamanni sem hafði fest bíl sinn í Hólmsá. Innlent 4.8.2024 19:51 Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. Innlent 4.8.2024 19:37 Talsverð rigning í kvöld en styttir upp á morgun Búist er við talsverðri rigningu í kvöld á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Það styttir upp snemma í fyrramálið á frídegi verslunarmanna. Innlent 4.8.2024 19:05 Óveður um land allt og óeirðir í Bretlandi Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu í kvöld og fram eftir morgundegi. Í kvöldfréttunum verður rætt við Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, í beinni útsendingu en veðrið hefur leikið Þjóðhátíðargesti grátt. Innlent 4.8.2024 18:01 Hljóp til að bjarga lífi sínu undan fljúgandi brettum á brennunni Ansi óhugnanlegt myndband frá tendrun brennunnar í Herjólfsdal í gærnótt hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Sökum mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar hrundi brennan ofan í dalinn í stað þess að hrynja inn á sig með þeim afleiðingum að bretti þutu á fleygiferð niður brekkuna. Dagur Arnarsson, handboltamaður og sjálfboðaliði á Þjóðhátíð, þurfti að hlaupa fyrir lífi sínu undan brettunum með tilþrifum. Innlent 4.8.2024 16:52 « ‹ 149 150 151 152 153 154 155 156 157 … 334 ›
Fórnarlamb stunguárásar útskrifað af sjúkrahúsi Karlmaður sem stunginn var með hnífi á Akureyri um helgina var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Einn hefur réttarstöðu sakbornings í málinu og miðar rannsókn ágætlega, að sögn lögreglu. Innlent 6.8.2024 13:56
Fundu tóman bílaleigubíl og ræsa út leitarhunda Björgunarsveitir hafa fundið það sem þau telja fyrstu vísbendinguna sem hægt er að vinna eftir, í leit að tveimur ferðamönnum sem talið er að séu fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum. Bílaleigubíll sem skráður er á tvo ferðamenn fannst við tjaldstæði. Enginn á svæðinu kannast við að bera ábyrgð á bílnum. Kallað hefur verið til leitarhunda. Innlent 6.8.2024 13:51
Ríkið komið um borð í milljarðaverkefni í Eyjafirði Uppbygging líforkuvers á Dysnesi í Eyjafirði á að leysa þann vanda sem íslenska ríkið hefur staðið frammi fyrir við söfnun, móttöku og vinnslu dýraleifa. Ísland hefur um árabil fengið bágt fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar í þeim efnum. Um milljarðaverkefni er að ræða sem gæti orðið fyrsti vísir að uppbyggingu stórhafnar á Dysnesi. Innlent 6.8.2024 12:32
Víkka út leitarsvæðið án nokkurra nýrra vísbendinga Leitin að ferðamönnunum sem gengið var út frá að væru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum hefur enn engan árangur borið. Búið er að leita á þeirri staðsetningu sem gefin var upp í upphaflegu tilkynningunni án þess að nokkrar vísbendingar hafi fundist. Nú er verið að víkka út leitarsvæðið. Innlent 6.8.2024 12:29
Margir urðu brekkunni að bráð Þrátt fyrir ansi slæmt veður skemmtu langflestir sér vel á Þjóðhátíð í ár að sögn formanns Þjóðhátíðarnefndar. Fimmtán þúsund manns voru í Vestmannaeyjum um helgina og lenti brekkan í Herjólfsdal illa í því sunnudagskvöldið. Innlent 6.8.2024 11:52
Skjálftavirkni meiri en landris hægara Skjálftavirkni á Reykjanesi hefur aukist en hægt á landrisi. Enn eru taldar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á svæðinu á næstu dögum. Innlent 6.8.2024 11:36
Leitað að ferðamönnum í Kerlingarfjöllum Í hádegisfréttum fjöllum við um viðamikla leit sem staðið hefur yfir í Kerlingarfjöllum frá því í gærkvöldi eftir að boð bárust um að ferðamenn væru fastir inni í helli á svæðinu. Innlent 6.8.2024 11:27
„Ekki skemmtilegt að koma svona til baka fyrsta vinnudag eftir sumarfrí“ Umfangsmikil eignaspjöll voru unnin á Húnaskóla á Blönduósi í nótt. Allar rúður voru brotnar í eldhúsi og smíðastofu grunnskólans og þar framin töluverð skemmdarverk. Lögregla rannsakar nú málið. Innlent 6.8.2024 11:19
Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. Innlent 6.8.2024 10:13
Handleggsbrotnum bjargað af Baulu Björgunarsveitir voru kallaðar út í gærkvöldi vegna slasaðs ferðamanns á Baulu. Aðstæður voru erfiðar og þrátt fyrir að búið væri að finna manninn um klukkan tvö í nótt tókst þyrlu ekki að koma að fyrr en um klukkan fjögur. Innlent 6.8.2024 06:34
Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. Innlent 6.8.2024 06:24
Björgunarsveitir sækja slasaðan ferðamann á Baulu Björgunarsveitir voru kallaðar út fyrr í kvöld vegna ferðamanns sem hafði slasast á fjallinu Baulu í Borgarfirði. Innlent 6.8.2024 00:11
Útkall vegna ferðamanna sem segjast lokaðir inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafi fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. Innlent 5.8.2024 23:04
Fundinn heill á húfi Maðurinn, sem lögregla lýsti eftir fyrr í kvöld, er fundinn heill á húfi. Innlent 5.8.2024 22:11
„Brá verulega að heyra að fangaverðir hefðu slasast“ Dómsmálaráðherra var verulega brugðið að heyra af árás á fangaverði á föstudaginn. Hún vonar að bygging nýs fangelsis að Litla-Hrauni hefjist eins fljótt og hægt er á nýju ári. Aðrar mögulegar úrbætur verði skoðaðar í millitíðinni til að unnt sé að tryggja öryggi fanga, starfsfólks og aðstandenda. Innlent 5.8.2024 19:01
Dómsmálaráðherra brugðið og umferðin eftir Verslunarmannahelgi Dómsmálaráðherra var verulega brugðið að heyra af árás á fangaverði á föstudaginn. Hún vonar að bygging nýs fangelsis að Litla-Hrauni hefjist fljótlega á nýju ári. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 5.8.2024 18:01
Öflugar gufusprengingar hafi orðið í Hveradölum Öflugar gufusprengingar hafa orðið í einum hvernum við skíðaskálann í Hveradölum á Hellisheiði í sumar sem hefur kastað leir og drullu upp í hlíðina fyrir ofan. Innlent 5.8.2024 16:56
Eyðilögðum tjöldum pakkað saman á gervigrasinu Um 500 manns gistu Herjólfshöll í Vestmannaeyjum en ákveðið var að skjóta yfir Þjóðhátíðargesti þaki í höllinni vegna þess hve mörg tjöld urðu fyrir tjóni vegna veðursins. Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir vel hafa gengið og að gestir hafi gengið vel um. Innlent 5.8.2024 16:47
Ekið á búfé og keyrt ofan í læk Frá hádegi í gær til hádegis í dag hafa sex ökumenn verið stöðvaður fyrir of hraðan akstur og níu fyrir ölvun við akstur á Suðurlandi en mikil umferð er á vegum þar vegna ferðalanga á leið sinni heim í bæinn eftir verslunarmannahelgina. Innlent 5.8.2024 16:18
Helgin fór prýðilega fram í Eyjum Um fimm hundruð manns leituðu skjóls í Herjólfshöll í nótt vegna veðurs. Annars fór nóttin að mestu vel fram á Þjóðhátíð í Eyjum að sögn lögreglustjóra. Innlent 5.8.2024 13:53
Óánægja með ætlað niðurrif á sögulegu húsi á Húsavík Miklar umræður hafa skapast á Húsavík um hvort Helguskúr, frægt hús við höfnina, verði fjarlægður. Húsið geymir sjávarútvegssafn og var byggt árið 1958. Innlent 5.8.2024 13:49
Fimm hundruð í Herjólfshöll í nótt og óöld í Bangladess Fimm hundruð leituðu skjóls í Herjólfshöll í nótt vegna veðurs. Hátíðarhöld hafa farið vel fram um helgina að sögn lögreglu. Í hádegisfréttum tökum við stöðuna á nokkrum stöðum á landinu, þar sem verslunarmannahelgi hefur verið haldin hátíðleg. Innlent 5.8.2024 12:05
Starbucks kemur ekki til Íslands Berjaya Food International hefur tryggt sér rekstrarrétt til að opna og reka Starbucks-kaffihús á Íslandi. Áður hafði komið fram að tilkynningin væri liður í gjörningalistaverki en það reyndist ekki vera satt. Innlent 5.8.2024 09:39
Ofurölvi vistaður í fangaklefa Tilkynnt var um ofurölvi aðila utan við skemmtistað í miðbænum. Ekki reyndist unnt að koma viðkomandi heim og þurfti því að leyfa honum að gita í fangaklefa þangað til runnið væri af honum. Innlent 5.8.2024 07:47
Ólafur Vignir píanóleikari látinn Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er látinn. Fjölskylda Ólafs greinir frá andlátinu í tilkynningu: Innlent 4.8.2024 22:32
Á bólakafi í Hólmsá Björgunarsveitir voru fyrr í dag kallaðar út til aðstoðar ferðamanni sem hafði fest bíl sinn í Hólmsá. Innlent 4.8.2024 19:51
Ekkert tilkynnt kynferðisbrot og minna af fíkniefnum Karl Gauti Hjaltason lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að lögregla hafi enn ekki fengið kynferðisbrot á borð til sín. Sömu sögu er að segja um alvarlegar líkamsárásir og minna er um fíkniefni. Innlent 4.8.2024 19:37
Talsverð rigning í kvöld en styttir upp á morgun Búist er við talsverðri rigningu í kvöld á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum. Það styttir upp snemma í fyrramálið á frídegi verslunarmanna. Innlent 4.8.2024 19:05
Óveður um land allt og óeirðir í Bretlandi Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu landinu í kvöld og fram eftir morgundegi. Í kvöldfréttunum verður rætt við Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, í beinni útsendingu en veðrið hefur leikið Þjóðhátíðargesti grátt. Innlent 4.8.2024 18:01
Hljóp til að bjarga lífi sínu undan fljúgandi brettum á brennunni Ansi óhugnanlegt myndband frá tendrun brennunnar í Herjólfsdal í gærnótt hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Sökum mikils vinds og óhagstæðrar vindáttar hrundi brennan ofan í dalinn í stað þess að hrynja inn á sig með þeim afleiðingum að bretti þutu á fleygiferð niður brekkuna. Dagur Arnarsson, handboltamaður og sjálfboðaliði á Þjóðhátíð, þurfti að hlaupa fyrir lífi sínu undan brettunum með tilþrifum. Innlent 4.8.2024 16:52