Innlent

Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum

Hólmfríður Gísladóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
Gufusprengingar á gossprungunni.
Gufusprengingar á gossprungunni. Vísir/Vilhelm

„Það er svolítið erfitt að sjá heildarmyndina,“ segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, um þróun gossins á Reykjanesskaga í nótt. Ekkert hafi verið flogið yfir gosið og þá setji leiðinlegt veður strik í reikninginn.

Gosið sé þó enn að malla.

„Í gærkvöldi var búið að draga verulega úr virkninni miðað við í hádeginu eða um eftirmiðdaginn. Í suðurendanum, þar sem voru þessar gufusprengingar, hefur verið frekar dautt í nótt og svo eru þetta stakir gígar í norðurátt.“

Bjarki segir gjósa í um tíu gígum en það sé erfitt að sjá eins og er hvort þeir séu eitthvað tengdir á sprungunni.

Áfram spáir suðvestanátt og að sögn Bjarka hefur orðið vart við gasmengun á Vestfjörðum og á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×