Erlent Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. Erlent 26.3.2022 16:05 Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. Erlent 26.3.2022 15:01 Vaktin: Kjarnakljúfur varð fyrir tjóni eftir sprengjuárás Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. Erlent 26.3.2022 07:20 Fullyrða að Rússar hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka Vestrænir embættismenn telja að uppreisnarsveit rússneskra hermanna hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka. Atvikið sé merki um að starfsandi og samstaða innan hers Rússa fari sífellt versnandi. Erlent 25.3.2022 21:21 Einlæg og barnsleg gleði þegar einræðisherra skaut upp eldflaug Kim Jong-un einræðisherra Norður- Kóreu og meðreiðarsveinar hans ætluðu hreinlega að rifna úr stolti þegar risastórri eldflaug var skotið upp í landinu í gær. Önnur eins tær gleði er sjaldséð í heimi stjórnmálanna. Erlent 25.3.2022 21:01 Uppgjafartónn og ofsóknaræði runnið á rússneska ráðamenn Uppgjafartónn og ofsóknaræði er runnið á æðstu ráðamenn Rússlands sem segja Vesturlönd hafa sameinast um að gereyða Rússlandi. Vestrænir leiðtogar heita því að standa saman þar stríðinu ljúki með sneypuför Putins. Nú er talið að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafi fallið í árás Rússa á leikhús í Mariupol. Erlent 25.3.2022 19:21 Vaktin: Pútín fangelsar þá sem dreifa „falsfréttum“ Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. Erlent 25.3.2022 15:00 Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas Rússar segjast að mestu hafa náð markmiðum sínum í Úkraínu og skaða her ríkisins verulega. Nú ætli þeir að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas-hérað að fullu. Erlent 25.3.2022 14:42 Rússar segja Vesturlönd hafa lýst allsherjarstríði á hendur Rússlandi að hætti nasista Utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði við Rússland að hætti nasista með það að markmiði að tortíma landinu. Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að Putin Rússlandsforseti geti ekki lengur beitt aðgangi Evrópu að rússneskri orku sem vopni í samskiptum við bandalagið. Erlent 25.3.2022 11:58 „Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta“ Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um að setja á fót starfshóp sem er ætlað að finna leiðir til að draga úr þörf Evrópuríkjanna á að kaupa orku frá Rússlandi. Erlent 25.3.2022 11:12 Sammælast um vopnahlé í Tigray-héraði Stjórnvöld í Eþíópíu lýstu í morgun yfir ótímabundið vopnahlé af mannúðarástæðum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins þar sem stríð hefur geisað frá árinu 2020. Ástæðan er að gefa íbúum á stríðssvæðunum færi á að taka á móti hjálpargögnum. Erlent 25.3.2022 09:44 Sjálfboðaliðar í Úkraínu: Kemst í vígaham þegar hann hugsar um að kýla Tucker Carlson Fyrrverandi hermaður sem tekur þátt í átökunum í Úkraínu segist að hluta til finnast eins og hann sé í „æðislegu og mjög hættulegu fríi“. James Vasquez, starfaði í her Bandaríkjanna og rekur smíðafyrirtæki í Connecticut. Erlent 25.3.2022 09:25 Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. Erlent 25.3.2022 07:56 Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. Erlent 25.3.2022 06:31 Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. Erlent 24.3.2022 23:14 Trump í mál við Clinton og flokksstjórn Demókrata Donald Trump hefur höfðað mál gegn Hillary Clinton, flokksstjórn Demókrataflokksins og tuttugu og sex öðrum einstaklingum vegna ásakana um tengingu hans við Rússland í kosningabaráttunni árið 2016 og fer fram á milljónir dollara í skaðabætur. Erlent 24.3.2022 22:46 Byrjað að rýma á Asóreyjum Yfirvöld á Asóreyjum hafa byrjað að flytja fólk á brott sem býr nálægt ströndinni en óttast er að eldgos gæti hafist á eyjunum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á eyjunum síðustu daga. Erlent 24.3.2022 22:05 Árásarmaðurinn í Malmö vildi verða kennari Árásarmaðurinn sem myrti tvo kennara í Malmö á mánudag vildi sjálfur verða kennari. Starfsfólk skólans hafði margsinnis tilkynnt um einkennilega hegðun hans áður en árásin átti sér stað. Erlent 24.3.2022 21:43 Vilhjálmur prins biðst afsökunar á viðbjóðslegu þrælahaldi Breta Vilhjálmur Bretaprins hefur beðið íbúa Jamaica afsökunar á þrælahaldi Breta á eyjunum undir þrjú hundruð ára stjórn þeirra. Prinsinn og Katrín eiginkona hans eru nú í heimsókn í samveldisríkjum í Karabíska hafinu. Erlent 24.3.2022 21:01 Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu. Erlent 24.3.2022 20:01 Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. Erlent 24.3.2022 19:21 Vaktin: Úkraínumenn berjast gegn hersveitum Rússa Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag en þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Erlent 24.3.2022 14:25 „Við erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að styðja Úkraínu“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir leiðtoga bandalagsins hafa ákveðið að auka viðbúnað þess á öllum sviðum. Á láði, leiði og í lofti. Þeir hafi sömuleiðis samþykkt aukna aðstoð við Úkraínumenn til að hjálpa þeim að verjast innrás Rússa. Erlent 24.3.2022 14:05 Stoltenberg mun ekki taka við sem seðlabankastjóri Noregs Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, mun ekki taka við stöðu seðlabankastjóra Noregs í október líkt og til stóð. Erlent 24.3.2022 13:35 Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. Erlent 24.3.2022 11:45 Leiðtogar Vesturlanda herða á skrúfunni á Rússum Framkvæmdastjóri NATO gefur sterklega til kynna að ef Rússar beiti efnavopnum í Úkraínu gæti það verið túlkað sem árás á NATO-ríki og viðbrögðin yrðu eftir því. Forseti Úkraínu ávarpar sérstakan neyðarfund leiðtoga heims í dag og skorar á almenning alls staðar að fara út á götur í dag og mótmæla innrás Rússa í heimaland hans. Erlent 24.3.2022 11:43 Taldir ætla að króa fjórðung úkraínska hersins af í Donbas Þó hægt hafi á sóknum Rússa á mörgum vígstöðvum Úkraínu, og þeir hafi jafnvel þurft að hörfa undan gagnárásum Úkraínumanna í grennd við Kænugarð og Mykolaiv, hafa Rússar sótt fram í Donbas-héraði. Sú sókn hefur gengið hægt og rólega en hún hefur gengið. Erlent 24.3.2022 11:26 Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. Erlent 24.3.2022 10:47 Stærstu eldflaug Norður-Kóreu skotið á loft Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skaut í morgun stærstu eldflaug sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa hingað til framleitt á loft. Eldflaugin flaug í þúsunda kílómetra hæð og lenti í sjónum undan ströndum Japans, innan lögsögu ríkisins. Erlent 24.3.2022 10:04 „Tígris-teymið“ skoðar viðbrögð vegna efna- og kjarnorkuvopnaárása Hvíta húsið hefur kallað saman teymi sérfræðinga á sviði þjóðaröryggismála til að skoða möguleg viðbrögð við því ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti grípur til þess að nota efna, lífefna eða kjarnorkuvopn í Úkraínu. Erlent 24.3.2022 06:51 « ‹ 297 298 299 300 301 302 303 304 305 … 334 ›
Öflugar loftárásir gerðar á Lviv Kröftugar loftárásir hafa verið gerðar á borgina Lviv í Úkraínu í dag. Sprengjurnar féllu mjög skammt frá borginni. Blaðamaður segir mikinn reykmökk svífa yfir og loftvarnarflautur óma hátt. Íbúar eru beðnir um að halda kyrru heima fyrir. Erlent 26.3.2022 16:05
Óttast að borgin verði „næsta Mariupol“ Íbúar borgarinnar Chernihiv í vesturhluta Úkraínu eru hræddir um að árásir á borgina fari að versna til muna. Ástandið er ekki orðið jafn slæmt og í Mariupol en versnar ört. Matur er af skornum skammti og fjölmargir íbúar byrja daginn á því að bíða í röð eftir vatni. Erlent 26.3.2022 15:01
Vaktin: Kjarnakljúfur varð fyrir tjóni eftir sprengjuárás Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. Erlent 26.3.2022 07:20
Fullyrða að Rússar hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka Vestrænir embættismenn telja að uppreisnarsveit rússneskra hermanna hafi keyrt yfir herforingja úr eigin röðum á skriðdreka. Atvikið sé merki um að starfsandi og samstaða innan hers Rússa fari sífellt versnandi. Erlent 25.3.2022 21:21
Einlæg og barnsleg gleði þegar einræðisherra skaut upp eldflaug Kim Jong-un einræðisherra Norður- Kóreu og meðreiðarsveinar hans ætluðu hreinlega að rifna úr stolti þegar risastórri eldflaug var skotið upp í landinu í gær. Önnur eins tær gleði er sjaldséð í heimi stjórnmálanna. Erlent 25.3.2022 21:01
Uppgjafartónn og ofsóknaræði runnið á rússneska ráðamenn Uppgjafartónn og ofsóknaræði er runnið á æðstu ráðamenn Rússlands sem segja Vesturlönd hafa sameinast um að gereyða Rússlandi. Vestrænir leiðtogar heita því að standa saman þar stríðinu ljúki með sneypuför Putins. Nú er talið að minnsta kosti þrjú hundruð manns hafi fallið í árás Rússa á leikhús í Mariupol. Erlent 25.3.2022 19:21
Vaktin: Pútín fangelsar þá sem dreifa „falsfréttum“ Boris Johnson sagði við BBC Newsnight í gærkvöldi að hann væri ekki bjartsýnn á að Vladimir Pútín vildi frið í Úkraínu. Hann teldi frekar að Rússlandsforseti myndi endurtaka leikinn frá Grozny, það er að segja umkringja borgir landsins og eyðileggja þær með sprengjuárásum. Erlent 25.3.2022 15:00
Rússar segjast hafa náð markmiðum sínum og einbeita sér að Donbas Rússar segjast að mestu hafa náð markmiðum sínum í Úkraínu og skaða her ríkisins verulega. Nú ætli þeir að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas-hérað að fullu. Erlent 25.3.2022 14:42
Rússar segja Vesturlönd hafa lýst allsherjarstríði á hendur Rússlandi að hætti nasista Utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hafa lýst yfir allsherjarstríði við Rússland að hætti nasista með það að markmiði að tortíma landinu. Bandaríkin og Evrópusambandið ætla að vinna saman að því að Putin Rússlandsforseti geti ekki lengur beitt aðgangi Evrópu að rússneskri orku sem vopni í samskiptum við bandalagið. Erlent 25.3.2022 11:58
„Við verðum að tryggja að fjölskyldur í Evrópu komist í gegnum þennan vetur og næsta“ Bandaríkjamenn og Evrópusambandið hafa komist að samkomulagi um að setja á fót starfshóp sem er ætlað að finna leiðir til að draga úr þörf Evrópuríkjanna á að kaupa orku frá Rússlandi. Erlent 25.3.2022 11:12
Sammælast um vopnahlé í Tigray-héraði Stjórnvöld í Eþíópíu lýstu í morgun yfir ótímabundið vopnahlé af mannúðarástæðum í Tigray-héraði í norðurhluta landsins þar sem stríð hefur geisað frá árinu 2020. Ástæðan er að gefa íbúum á stríðssvæðunum færi á að taka á móti hjálpargögnum. Erlent 25.3.2022 09:44
Sjálfboðaliðar í Úkraínu: Kemst í vígaham þegar hann hugsar um að kýla Tucker Carlson Fyrrverandi hermaður sem tekur þátt í átökunum í Úkraínu segist að hluta til finnast eins og hann sé í „æðislegu og mjög hættulegu fríi“. James Vasquez, starfaði í her Bandaríkjanna og rekur smíðafyrirtæki í Connecticut. Erlent 25.3.2022 09:25
Mikil bleiking í Kóralrifinu mikla Loftmyndir af Kóralrifinu mikla undan ströndum Ástralíu sýna að svokölluð bleiking er hafin á 1.200 kílómetra löngu svæði. Slíkir atburðir verða æ algengari en bleikingin veldur dauða kórallana. Erlent 25.3.2022 07:56
Úkraínumenn snúa vörn í sókn Vísbendingar eru uppi um að Úkraínumönnum sé að takast að snúa vörn í sókn á sumum svæðum og setja áætlanir Rússa í enn frekara uppnám. Yfirvöld í Úkraínu segja þeim hafa tekist að hrekja Rússa til baka, meðal annars norður af Kænugarði. Erlent 25.3.2022 06:31
Leiðtogarnir sýndu samstöðu en tóku engin ný skref Leiðtogar NATO, Evrópusambandsins og G7 ríkjanna funduðu í Brussel í dag um stöðuna milli Úkraínu og Evrópu. Aðildaríki Atlantshafsbandalagsins samþykktu að auka viðbúnað og hernaðaraðstoð til Úkraínu en í heildina að sjá var lítið um breytingar. Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegast að fundurinn verði notaður til að þrýsta á kínversk stjórnvöld. Erlent 24.3.2022 23:14
Trump í mál við Clinton og flokksstjórn Demókrata Donald Trump hefur höfðað mál gegn Hillary Clinton, flokksstjórn Demókrataflokksins og tuttugu og sex öðrum einstaklingum vegna ásakana um tengingu hans við Rússland í kosningabaráttunni árið 2016 og fer fram á milljónir dollara í skaðabætur. Erlent 24.3.2022 22:46
Byrjað að rýma á Asóreyjum Yfirvöld á Asóreyjum hafa byrjað að flytja fólk á brott sem býr nálægt ströndinni en óttast er að eldgos gæti hafist á eyjunum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á eyjunum síðustu daga. Erlent 24.3.2022 22:05
Árásarmaðurinn í Malmö vildi verða kennari Árásarmaðurinn sem myrti tvo kennara í Malmö á mánudag vildi sjálfur verða kennari. Starfsfólk skólans hafði margsinnis tilkynnt um einkennilega hegðun hans áður en árásin átti sér stað. Erlent 24.3.2022 21:43
Vilhjálmur prins biðst afsökunar á viðbjóðslegu þrælahaldi Breta Vilhjálmur Bretaprins hefur beðið íbúa Jamaica afsökunar á þrælahaldi Breta á eyjunum undir þrjú hundruð ára stjórn þeirra. Prinsinn og Katrín eiginkona hans eru nú í heimsókn í samveldisríkjum í Karabíska hafinu. Erlent 24.3.2022 21:01
Zelenskyy gagnrýnir Vesturlönd fyrir skort á vopnum Úkraínuforseti sakar Rússa um að nota fosfórsprengjur í stríðinu í Úkraínu og gagnrýnir Vesturlönd fyrir að útvega Úkraínumönnum ekki flugvélar og skriðdreka. Innrás Rússa sé aðeins byrjunin á árásum þeirra á Evrópuþjóðir nái þeir sínu fram gagnvart Úkraínu. Erlent 24.3.2022 20:01
Rússar uppskera gerbreytt og öflugra NATO með innrásinni Framkvæmdastjóri NATO segir innrás Rússa í Úkraínu hafa breytt stefnu bandalagsins varanlega en leiðtogar þess ákváðu í dag að efla herafla sinn í austur Evrópu verulega. Rússar áskilja sér rétt til notkunar kjarnorkuvopna. Erlent 24.3.2022 19:21
Vaktin: Úkraínumenn berjast gegn hersveitum Rússa Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag en þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Erlent 24.3.2022 14:25
„Við erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að styðja Úkraínu“ Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir leiðtoga bandalagsins hafa ákveðið að auka viðbúnað þess á öllum sviðum. Á láði, leiði og í lofti. Þeir hafi sömuleiðis samþykkt aukna aðstoð við Úkraínumenn til að hjálpa þeim að verjast innrás Rússa. Erlent 24.3.2022 14:05
Stoltenberg mun ekki taka við sem seðlabankastjóri Noregs Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, mun ekki taka við stöðu seðlabankastjóra Noregs í október líkt og til stóð. Erlent 24.3.2022 13:35
Bein útsending: Stoltenberg greinir frá hertum refsiaðgerðum NATO gegn Rússlandi Sögulegur sameiginlegur neyðarfundur leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna, sjö helstu iðnríkja (G-7) og Evrópusambandsins hófst í Brussel klukkan átta í morgun. Erlent 24.3.2022 11:45
Leiðtogar Vesturlanda herða á skrúfunni á Rússum Framkvæmdastjóri NATO gefur sterklega til kynna að ef Rússar beiti efnavopnum í Úkraínu gæti það verið túlkað sem árás á NATO-ríki og viðbrögðin yrðu eftir því. Forseti Úkraínu ávarpar sérstakan neyðarfund leiðtoga heims í dag og skorar á almenning alls staðar að fara út á götur í dag og mótmæla innrás Rússa í heimaland hans. Erlent 24.3.2022 11:43
Taldir ætla að króa fjórðung úkraínska hersins af í Donbas Þó hægt hafi á sóknum Rússa á mörgum vígstöðvum Úkraínu, og þeir hafi jafnvel þurft að hörfa undan gagnárásum Úkraínumanna í grennd við Kænugarð og Mykolaiv, hafa Rússar sótt fram í Donbas-héraði. Sú sókn hefur gengið hægt og rólega en hún hefur gengið. Erlent 24.3.2022 11:26
Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. Erlent 24.3.2022 10:47
Stærstu eldflaug Norður-Kóreu skotið á loft Ríkisstjórn Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, skaut í morgun stærstu eldflaug sem verkfræðingar einræðisríkisins hafa hingað til framleitt á loft. Eldflaugin flaug í þúsunda kílómetra hæð og lenti í sjónum undan ströndum Japans, innan lögsögu ríkisins. Erlent 24.3.2022 10:04
„Tígris-teymið“ skoðar viðbrögð vegna efna- og kjarnorkuvopnaárása Hvíta húsið hefur kallað saman teymi sérfræðinga á sviði þjóðaröryggismála til að skoða möguleg viðbrögð við því ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti grípur til þess að nota efna, lífefna eða kjarnorkuvopn í Úkraínu. Erlent 24.3.2022 06:51