Harry og Elton viðstaddir fyrirtöku hópmálssóknar gegn Daily Mail Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2023 10:58 Það kom mörgum á óvart þegar Harry birtist í Lundúnum í gær en hann hefur ekki komið til Bretlands frá því að Elísabet II var borin til grafar. epa/Neil Hall Harry Bretaprins og Elton John voru meðal viðstaddra þegar dómstóll í Lundúnum tók fyrir hópmálsókn gegn Associated Newspapers, sem á meðal annars og gefur út Daily Mail. Harry og John eru meðal nokkurra þekktra einstaklinga sem eiga aðild að málsókninni en einnig má efna leikkonurnar Elizabeth Hurley og Sadie Frost. Dómstóllinn mun hlýða á málflutning í fjóra daga og ákveða að því loknu hvort málið verður tekið fyrir eða því vísað frá. Lögmenn Associated Press hafa neitað öllum ásökunum á hendur fyrirtækinu og óskað eftir frávísun. David Sherborne, lögmaður sóknaraðilanna, sagði þá alla hafa verið fórnarlömb ólögmætra aðgerða starfsmanna Daily Mail og Mail on Sunday eða útsendara þeirra. Þeir hefðu meðal annars hlustað á skilaboð á símsvörum, hlerað landlínur og beitt ólögmætum aðgerðum til að komast yfir upplýsingar á borð við sjúkrahúsgögn og símreikninga. Brotin hefðu átt sér stað á árunum 1993 til 2011 og mögulega til 2018. Í málsgögnum sem lögð voru fram fyrir hönd Harry er meðal annars fjallað um það tjón sem prinsinn varð fyrir þegar hann fylltist ofsóknarbrjálæði í kjölfar umfjöllunar miðlanna um atriði sem enginn nema nánustu aðstandendur gátu vitað um. Umfjöllunin hefði orðið til þess að skapa vantraust í garð þeirra sem hann treysti áður og valdið vinslitum. Þá var greint frá því fyrir dómnum að landlína John og eiginmanns hans hefði verið hleruð og að það hefði haft djúpstæð áhrif á þá að hugsa til þess að persónuleg samtöl þeirra á milli hefðu verið tekin upp og spiluð af ókunnugum, án tillit til þess hvort blöðin gerðu sér mat úr símtölunum. Hjónin hefðu enn fremur ekki séð fæðingarvottorð fyrsta barnsins síns áður en miðlarnir höfðu komist yfir eintak. Fyrir hönd Hurley sagði Seaborne að brotist hefði verið inn í síma hennar og hlustunarbúnaður settur á glugga á heimili hennar. Þá hefði bifreið Hugh Grant, fyrrverandi kærasta Hurley, verið hleraður. BBC fjallar ítarlega um málið. Bretland Harry og Meghan Fjölmiðlar Kóngafólk Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Harry og John eru meðal nokkurra þekktra einstaklinga sem eiga aðild að málsókninni en einnig má efna leikkonurnar Elizabeth Hurley og Sadie Frost. Dómstóllinn mun hlýða á málflutning í fjóra daga og ákveða að því loknu hvort málið verður tekið fyrir eða því vísað frá. Lögmenn Associated Press hafa neitað öllum ásökunum á hendur fyrirtækinu og óskað eftir frávísun. David Sherborne, lögmaður sóknaraðilanna, sagði þá alla hafa verið fórnarlömb ólögmætra aðgerða starfsmanna Daily Mail og Mail on Sunday eða útsendara þeirra. Þeir hefðu meðal annars hlustað á skilaboð á símsvörum, hlerað landlínur og beitt ólögmætum aðgerðum til að komast yfir upplýsingar á borð við sjúkrahúsgögn og símreikninga. Brotin hefðu átt sér stað á árunum 1993 til 2011 og mögulega til 2018. Í málsgögnum sem lögð voru fram fyrir hönd Harry er meðal annars fjallað um það tjón sem prinsinn varð fyrir þegar hann fylltist ofsóknarbrjálæði í kjölfar umfjöllunar miðlanna um atriði sem enginn nema nánustu aðstandendur gátu vitað um. Umfjöllunin hefði orðið til þess að skapa vantraust í garð þeirra sem hann treysti áður og valdið vinslitum. Þá var greint frá því fyrir dómnum að landlína John og eiginmanns hans hefði verið hleruð og að það hefði haft djúpstæð áhrif á þá að hugsa til þess að persónuleg samtöl þeirra á milli hefðu verið tekin upp og spiluð af ókunnugum, án tillit til þess hvort blöðin gerðu sér mat úr símtölunum. Hjónin hefðu enn fremur ekki séð fæðingarvottorð fyrsta barnsins síns áður en miðlarnir höfðu komist yfir eintak. Fyrir hönd Hurley sagði Seaborne að brotist hefði verið inn í síma hennar og hlustunarbúnaður settur á glugga á heimili hennar. Þá hefði bifreið Hugh Grant, fyrrverandi kærasta Hurley, verið hleraður. BBC fjallar ítarlega um málið.
Bretland Harry og Meghan Fjölmiðlar Kóngafólk Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira