Samgöngustarfsmenn í allsherjarverkfall vegna verðbólgunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2023 08:40 Gera má ráð fyrir verulegum samgöngutruflunum í Þýskalandi í dag. AP/Michael Probst Þjóðverjar búa sig undir verulegar raskanir á samgöngum í dag þegar starfsmenn almenningssamgangna leggja niður störf í 24 klukkustundir til að krefjast hærri launa vegna hækkandi verðbólgu. „Kjarabarátta án afleiðinga er bitlaus,“ sagði Frank Werneke, formaður Verdi, næststærstu verkalýðssamtaka Þýskalands, í samtali við Phoenix. Hann sagði aðgerðirnar myndu hafa áhrif á fjölda fólks en það væri betra að knýja fram samninga með aðgerðum í einn dag frekar en draga þær á langinn í margar vikur. Verkfallsaðgerðirnar ná til starfsmanna lesta, flugvalla og hafna. Verdi semur fyrir 2,5 milljónir starfsmanna hins opinbera en félagið EVG 230 þúsund starfsmenn lesta og hópferðabifreiða. Félögin gera kröfur um 10,5 til 12 prósenta launahækkanir. Viðsemjendur félaganna hafa neitað að koma til móts við kröfurnar og hafa í staðinn boðið 5 prósenta hækkun og tvær eingreiðslur up pá 1.000 og 1.500 evrur, aðra á þessu ári og hina á næsta. Deutsche Bahn hefur aflýst öllum lengri ferðum í dag og mörgum styttri. Forsvarsmenn DB segja aðgerðirnar ónauðsynlegar og hafa hvatt verkalýðsfélögin til að setjast aftur að samningaborðinu. Samtök flugvalla segja aðgerðirnar óréttlætanlegar og segja þær munu hafa áhrif á um 380 þúsund flugfarþega. Verðbólga í Þýskalandi stendur nú í 8,7 prósentum og atvinnurekendur segja launakröfur verkalýðsfélaganna olíu á verðbólgubálið. Félögin saka fyrirtækin hins vegar um að ætla félagsmönnum sínum að axla byrðarnar af hækkandi verðlagi. Þýskaland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira
„Kjarabarátta án afleiðinga er bitlaus,“ sagði Frank Werneke, formaður Verdi, næststærstu verkalýðssamtaka Þýskalands, í samtali við Phoenix. Hann sagði aðgerðirnar myndu hafa áhrif á fjölda fólks en það væri betra að knýja fram samninga með aðgerðum í einn dag frekar en draga þær á langinn í margar vikur. Verkfallsaðgerðirnar ná til starfsmanna lesta, flugvalla og hafna. Verdi semur fyrir 2,5 milljónir starfsmanna hins opinbera en félagið EVG 230 þúsund starfsmenn lesta og hópferðabifreiða. Félögin gera kröfur um 10,5 til 12 prósenta launahækkanir. Viðsemjendur félaganna hafa neitað að koma til móts við kröfurnar og hafa í staðinn boðið 5 prósenta hækkun og tvær eingreiðslur up pá 1.000 og 1.500 evrur, aðra á þessu ári og hina á næsta. Deutsche Bahn hefur aflýst öllum lengri ferðum í dag og mörgum styttri. Forsvarsmenn DB segja aðgerðirnar ónauðsynlegar og hafa hvatt verkalýðsfélögin til að setjast aftur að samningaborðinu. Samtök flugvalla segja aðgerðirnar óréttlætanlegar og segja þær munu hafa áhrif á um 380 þúsund flugfarþega. Verðbólga í Þýskalandi stendur nú í 8,7 prósentum og atvinnurekendur segja launakröfur verkalýðsfélaganna olíu á verðbólgubálið. Félögin saka fyrirtækin hins vegar um að ætla félagsmönnum sínum að axla byrðarnar af hækkandi verðlagi.
Þýskaland Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Sjá meira