Myndefni sýnir gífurlega eyðileggingu í Mississippi Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2023 10:40 Gervihnattamyndir sýna glögglega hvernig hvirfilbylurinn fór yfir bæinn Rolling Fork í Mississippi um helgina. Myndin til vinstri var tekin eftir hamfarirnir en myndin til hægri var tekin nokkrum vikum áður. AP/Maxar Hvirfilbylir ollu gídurlegum skemmdum víða í Mississippi og Alabama í Bandaríkjunum en minnst 25 eru látnir og fjölmargir eru særðir. Eyðileggingin er hvað mest í bænum Rolling Fork í Mississippi þar sem myndefni sýnir hvernig stærðarinnar hvirfilbylur fór þvert í gegnum bæinn. Rolling Fork er í Sharkeysýslu en þessi stóri hvirfilbylur olli einnig miklum skemmdum í Silver City í Humpreysýslu. AP fréttaveitan segir Sharkey- og Humpreysýslur, þar sem skemmdirnar eru mestar, vera fátækar sýslur. Margir íbúar eigi erfitt með að ná endum saman en fólk hefur kallað eftir aðstoð við að koma sér aftur á lappirnar eftir hamfarirnar. „Þetta verður löng endurbygging, að reyna að byggja upp á nýtt og komast yfir eyðilegginguna,“ sagði Wayne Williams við AP. Hann er smíðakennari í Rolling Ford. Myndefni frá Rolling Ford sýnir glögglega hve öflugur hvirfilbylurinn hefur verið, en hann reif upp heilu húsin og flutningabíla á loft. Samkvæmt frétt Washington Post er hvirfilbylurinn talinn hafa lent og skafið nærri því hundrað kílómetra slóð í jörðina. Veðurstofa Bandaríkjanna segir minna en eitt prósent hvirfilbylja sem lenda í Bandaríkjunum fara lengra en áttatíu kílómetra. Búið er að opna fjöldahjálparstöðvar en tiltölulega stutt er síðan veðrið lék íbúa Rolling Fork einnig grátt. Árið 2019 fóru umfangsmikil flóð yfir bæinn og þurftu margir að yfirgefa heimili sín. Drónamyndbandið hér að neðan sýnir vel hve umfangsmiklar skemmdirnar eru. Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Gríðarleg eyðilegging í Mississippi Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir kraftmikinn hvirfilbyl sem herjaði á Missisippi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þúsundir eru án rafmagns og stendur leit að fólki í húsarústum yfir. Óveðrið er hið mannskæðasta í tólf ár. 25. mars 2023 20:04 Mest lesið Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Rolling Fork er í Sharkeysýslu en þessi stóri hvirfilbylur olli einnig miklum skemmdum í Silver City í Humpreysýslu. AP fréttaveitan segir Sharkey- og Humpreysýslur, þar sem skemmdirnar eru mestar, vera fátækar sýslur. Margir íbúar eigi erfitt með að ná endum saman en fólk hefur kallað eftir aðstoð við að koma sér aftur á lappirnar eftir hamfarirnar. „Þetta verður löng endurbygging, að reyna að byggja upp á nýtt og komast yfir eyðilegginguna,“ sagði Wayne Williams við AP. Hann er smíðakennari í Rolling Ford. Myndefni frá Rolling Ford sýnir glögglega hve öflugur hvirfilbylurinn hefur verið, en hann reif upp heilu húsin og flutningabíla á loft. Samkvæmt frétt Washington Post er hvirfilbylurinn talinn hafa lent og skafið nærri því hundrað kílómetra slóð í jörðina. Veðurstofa Bandaríkjanna segir minna en eitt prósent hvirfilbylja sem lenda í Bandaríkjunum fara lengra en áttatíu kílómetra. Búið er að opna fjöldahjálparstöðvar en tiltölulega stutt er síðan veðrið lék íbúa Rolling Fork einnig grátt. Árið 2019 fóru umfangsmikil flóð yfir bæinn og þurftu margir að yfirgefa heimili sín. Drónamyndbandið hér að neðan sýnir vel hve umfangsmiklar skemmdirnar eru.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Gríðarleg eyðilegging í Mississippi Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir kraftmikinn hvirfilbyl sem herjaði á Missisippi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þúsundir eru án rafmagns og stendur leit að fólki í húsarústum yfir. Óveðrið er hið mannskæðasta í tólf ár. 25. mars 2023 20:04 Mest lesið Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Gríðarleg eyðilegging í Mississippi Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir kraftmikinn hvirfilbyl sem herjaði á Missisippi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þúsundir eru án rafmagns og stendur leit að fólki í húsarústum yfir. Óveðrið er hið mannskæðasta í tólf ár. 25. mars 2023 20:04