Myndefni sýnir gífurlega eyðileggingu í Mississippi Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2023 10:40 Gervihnattamyndir sýna glögglega hvernig hvirfilbylurinn fór yfir bæinn Rolling Fork í Mississippi um helgina. Myndin til vinstri var tekin eftir hamfarirnir en myndin til hægri var tekin nokkrum vikum áður. AP/Maxar Hvirfilbylir ollu gídurlegum skemmdum víða í Mississippi og Alabama í Bandaríkjunum en minnst 25 eru látnir og fjölmargir eru særðir. Eyðileggingin er hvað mest í bænum Rolling Fork í Mississippi þar sem myndefni sýnir hvernig stærðarinnar hvirfilbylur fór þvert í gegnum bæinn. Rolling Fork er í Sharkeysýslu en þessi stóri hvirfilbylur olli einnig miklum skemmdum í Silver City í Humpreysýslu. AP fréttaveitan segir Sharkey- og Humpreysýslur, þar sem skemmdirnar eru mestar, vera fátækar sýslur. Margir íbúar eigi erfitt með að ná endum saman en fólk hefur kallað eftir aðstoð við að koma sér aftur á lappirnar eftir hamfarirnar. „Þetta verður löng endurbygging, að reyna að byggja upp á nýtt og komast yfir eyðilegginguna,“ sagði Wayne Williams við AP. Hann er smíðakennari í Rolling Ford. Myndefni frá Rolling Ford sýnir glögglega hve öflugur hvirfilbylurinn hefur verið, en hann reif upp heilu húsin og flutningabíla á loft. Samkvæmt frétt Washington Post er hvirfilbylurinn talinn hafa lent og skafið nærri því hundrað kílómetra slóð í jörðina. Veðurstofa Bandaríkjanna segir minna en eitt prósent hvirfilbylja sem lenda í Bandaríkjunum fara lengra en áttatíu kílómetra. Búið er að opna fjöldahjálparstöðvar en tiltölulega stutt er síðan veðrið lék íbúa Rolling Fork einnig grátt. Árið 2019 fóru umfangsmikil flóð yfir bæinn og þurftu margir að yfirgefa heimili sín. Drónamyndbandið hér að neðan sýnir vel hve umfangsmiklar skemmdirnar eru. Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Gríðarleg eyðilegging í Mississippi Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir kraftmikinn hvirfilbyl sem herjaði á Missisippi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þúsundir eru án rafmagns og stendur leit að fólki í húsarústum yfir. Óveðrið er hið mannskæðasta í tólf ár. 25. mars 2023 20:04 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Rolling Fork er í Sharkeysýslu en þessi stóri hvirfilbylur olli einnig miklum skemmdum í Silver City í Humpreysýslu. AP fréttaveitan segir Sharkey- og Humpreysýslur, þar sem skemmdirnar eru mestar, vera fátækar sýslur. Margir íbúar eigi erfitt með að ná endum saman en fólk hefur kallað eftir aðstoð við að koma sér aftur á lappirnar eftir hamfarirnar. „Þetta verður löng endurbygging, að reyna að byggja upp á nýtt og komast yfir eyðilegginguna,“ sagði Wayne Williams við AP. Hann er smíðakennari í Rolling Ford. Myndefni frá Rolling Ford sýnir glögglega hve öflugur hvirfilbylurinn hefur verið, en hann reif upp heilu húsin og flutningabíla á loft. Samkvæmt frétt Washington Post er hvirfilbylurinn talinn hafa lent og skafið nærri því hundrað kílómetra slóð í jörðina. Veðurstofa Bandaríkjanna segir minna en eitt prósent hvirfilbylja sem lenda í Bandaríkjunum fara lengra en áttatíu kílómetra. Búið er að opna fjöldahjálparstöðvar en tiltölulega stutt er síðan veðrið lék íbúa Rolling Fork einnig grátt. Árið 2019 fóru umfangsmikil flóð yfir bæinn og þurftu margir að yfirgefa heimili sín. Drónamyndbandið hér að neðan sýnir vel hve umfangsmiklar skemmdirnar eru.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Gríðarleg eyðilegging í Mississippi Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir kraftmikinn hvirfilbyl sem herjaði á Missisippi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þúsundir eru án rafmagns og stendur leit að fólki í húsarústum yfir. Óveðrið er hið mannskæðasta í tólf ár. 25. mars 2023 20:04 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Gríðarleg eyðilegging í Mississippi Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir kraftmikinn hvirfilbyl sem herjaði á Missisippi í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Þúsundir eru án rafmagns og stendur leit að fólki í húsarústum yfir. Óveðrið er hið mannskæðasta í tólf ár. 25. mars 2023 20:04