Nettröll níddust á föður sex ára drengs sem lést Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2023 11:45 Nettröll og andstæðingar bólusetninga níddust á Billy Ball og sökuðu hann um að bera ábyrgð á dauða sex ára sonar hans. Getty Blaðamaður sem missti sex ára son sinn í janúar hefur orðið vinsælt skotmark fólks á netinu sem segist sannfært um að bóluefni gegn Covid hafi dregið barnið til dauða. Þetta fólk hefur níðst á manninum og sakað hann um að bera ábyrgð á dauða barnsins, jafnvel þó það hafi alls ekki dáið vegna bóluefna. Billy Ball skrifaði grein um raunir sínar sem birt var á vef Atlantic í gær. Hann segir son sinn hafa dáið í slysi sem líklega megi rekja til sjaldgæfrar heilabólgu. Í þeirri grein segir Ball að hann hefði ekki getað ímyndað sér að líða verr eftir dauða sonar síns, þar til áðurnefndir andstæðingar bólusetningar fundu hann á netinu. „Lol. Húrra fyrir sprautunni. Ekki satt?“ skrifaði einni þeirra. Annar skrifaði: „Sú ákvörðun þín að láta bólusetja son þinn leiddi til dauða hans.“ Þá skrifaði einn til viðbótar: „Þetta er allt þér að kenna. Morð af fyrstu gráðu.“ Gat ekki ímyndað sér álíka níð Ball segist sérhæfa sig í að skrifa um upplýsingaóreiðu og samfélagsmiðla og að hann þekki hvernig samfélagsmiðlar virka. Hvernig algóritmar þeirra nærast á reiði og sundrung og það hvernig nafnleynd og skjólið á bakvið tölvuskjáinn leiði til þess að fólk geti sýnt sínar verstu hliðar á netinu. Hann hafi hins vegar aldrei getað ímyndað sér að fólk gæti níðst á syrgjandi foreldri. Hann segist hafa fengið þúsundir skilaboða og færslna á samfélagsmiðlum þar sem hann er sakaður um að bera ábyrgð á dauða barns síns. Ball birti minningargrein um son sinn á Twitter, þar sem fjölskylda hans hafði sett á laggirnar fjáröflun fyrir listadeild í skóla í hverfi þeirra í nafni sonarins. Á einungis nokkrum dögum höfðu andstæðingar bólusetninga „rænt“ fjáröfluninni. Þau sökuðu hann um að hafa myrt son sinn, tóku myndina af drengnum og skrifuðu hræðilega hluti á hana og notuðu til að dreifa ógeðfelldum boðskap þeirra. Sá boðskapur féllst að mestu leyti í því að saka Ball um að bera ábyrgð á dauða barnsins, eins og áður hefur komið fram, og segja að draga þyrfti hann til ábyrgðar og jafnvel dæma í fangelsi. Einn netverji sagði að önnur börn Ball gætu orðið næst, ef hann hefði einnig látið bólusetja þau. Reyndi að ræða við fólkið Ball reyndi að malda í móinn og bað þetta fólk til að fara eitthvað annað með samsæriskenningar sínar en það bar engan árangur. Þvert á móti gerði það hegðun fólksins verri, samkvæmt Ball. Að endingu lokaði hann síðum sínum á samfélagsmiðlum. Þá var hæðst að honum fyrir það að flýja. „Þitt eina starf sem foreldri var að vernda börnin þín. Þér mistókst það herfilega,“ skrifaði einn netverji samkvæmt Ball. Fékk litla hjálp frá samfélagsmiðlum Ball reyndi að tilkynna áreitið til starfsmanna Facebook og Twitter en í flestum tilfellum fékk hann engin svör. Ef hann fékk svör þá voru þau oftar en ekki frá Facebook og á þá leið að hann gæti blokkað viðkomandi, þar sem þeir væru ekki að brjóta gegn reglum samfélagsmiðilsins. „Facebook gæti verið í basli með það hvort ritskoða eigi geirvörtur, en að kvelja syrgjandi foreldri er í góðu lagi,“ skrifar Ball. Hann segir að forsvarsmenn samfélagsmiðla fyrirtækja verði að taka ákvörðun um hvernig miðlarnir eigi að vera. Hvort þeir eigi að vera vettvangur þar sem fólk getur haldið sambandi við aðra eða vettvangur þar sem versta hegðun fólks er ekki eingöngu ásættanleg, heldur ýtt undir hana. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira
Billy Ball skrifaði grein um raunir sínar sem birt var á vef Atlantic í gær. Hann segir son sinn hafa dáið í slysi sem líklega megi rekja til sjaldgæfrar heilabólgu. Í þeirri grein segir Ball að hann hefði ekki getað ímyndað sér að líða verr eftir dauða sonar síns, þar til áðurnefndir andstæðingar bólusetningar fundu hann á netinu. „Lol. Húrra fyrir sprautunni. Ekki satt?“ skrifaði einni þeirra. Annar skrifaði: „Sú ákvörðun þín að láta bólusetja son þinn leiddi til dauða hans.“ Þá skrifaði einn til viðbótar: „Þetta er allt þér að kenna. Morð af fyrstu gráðu.“ Gat ekki ímyndað sér álíka níð Ball segist sérhæfa sig í að skrifa um upplýsingaóreiðu og samfélagsmiðla og að hann þekki hvernig samfélagsmiðlar virka. Hvernig algóritmar þeirra nærast á reiði og sundrung og það hvernig nafnleynd og skjólið á bakvið tölvuskjáinn leiði til þess að fólk geti sýnt sínar verstu hliðar á netinu. Hann hafi hins vegar aldrei getað ímyndað sér að fólk gæti níðst á syrgjandi foreldri. Hann segist hafa fengið þúsundir skilaboða og færslna á samfélagsmiðlum þar sem hann er sakaður um að bera ábyrgð á dauða barns síns. Ball birti minningargrein um son sinn á Twitter, þar sem fjölskylda hans hafði sett á laggirnar fjáröflun fyrir listadeild í skóla í hverfi þeirra í nafni sonarins. Á einungis nokkrum dögum höfðu andstæðingar bólusetninga „rænt“ fjáröfluninni. Þau sökuðu hann um að hafa myrt son sinn, tóku myndina af drengnum og skrifuðu hræðilega hluti á hana og notuðu til að dreifa ógeðfelldum boðskap þeirra. Sá boðskapur féllst að mestu leyti í því að saka Ball um að bera ábyrgð á dauða barnsins, eins og áður hefur komið fram, og segja að draga þyrfti hann til ábyrgðar og jafnvel dæma í fangelsi. Einn netverji sagði að önnur börn Ball gætu orðið næst, ef hann hefði einnig látið bólusetja þau. Reyndi að ræða við fólkið Ball reyndi að malda í móinn og bað þetta fólk til að fara eitthvað annað með samsæriskenningar sínar en það bar engan árangur. Þvert á móti gerði það hegðun fólksins verri, samkvæmt Ball. Að endingu lokaði hann síðum sínum á samfélagsmiðlum. Þá var hæðst að honum fyrir það að flýja. „Þitt eina starf sem foreldri var að vernda börnin þín. Þér mistókst það herfilega,“ skrifaði einn netverji samkvæmt Ball. Fékk litla hjálp frá samfélagsmiðlum Ball reyndi að tilkynna áreitið til starfsmanna Facebook og Twitter en í flestum tilfellum fékk hann engin svör. Ef hann fékk svör þá voru þau oftar en ekki frá Facebook og á þá leið að hann gæti blokkað viðkomandi, þar sem þeir væru ekki að brjóta gegn reglum samfélagsmiðilsins. „Facebook gæti verið í basli með það hvort ritskoða eigi geirvörtur, en að kvelja syrgjandi foreldri er í góðu lagi,“ skrifar Ball. Hann segir að forsvarsmenn samfélagsmiðla fyrirtækja verði að taka ákvörðun um hvernig miðlarnir eigi að vera. Hvort þeir eigi að vera vettvangur þar sem fólk getur haldið sambandi við aðra eða vettvangur þar sem versta hegðun fólks er ekki eingöngu ásættanleg, heldur ýtt undir hana.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Facebook Twitter Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Sjá meira