Erlent

Við veljum okkur vini eftir lykt

Við veljum okkur vini sem lykta eins og við. Iðnvæðingunni er um að kenna að maðurinn er nánast eina spendýrið sem er ómeðvitað um lyktina af samborgurum sínum. Þetta eru niðurstöður nýrrar vísindakönnunar.

Erlent

Þóttist vera fórnar­lamb og gæti hlotið dauða­refsingu

Vörubílstjóri sem keyrði vörubíl sem fannst yfirgefinn í Texas á mánudag með 53 látið farandfólk innanborðs segist ekki hafa vitað af bilaðri loftræstingu. Upphaflega faldi vörubílstjórinn sig nálægt vörubílnum og þóttist vera einn af farandfólkinu en var handtekinn stuttu síðar. Verði hann sakfelldur gæti hann hlotið dauðarefsingu.

Erlent

Logan Paul gengur til liðs við WWE

Samfélagsmiðlastjarnan Logan Paul hefur skrifað undir samning við World Wrestling Entertainment (WWE). Hann ætlar að glíma við fjölbragðaglímukappann The Miz undir lok júlimánaðar á Summerslam.

Erlent

Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar

Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun.

Erlent

Úkraínuforseti segir ESB aðild ekki mega dragast í mörg ár

Forseti Úkraínu segir aðildarferli landsins að Evrópusambandinu ekki mega taka einhver ár eða áratugi. Tuttugu og einn almennur borgari féll, þeirra á meðal tvö börn, og tæplega fjörutíu manns særðust í eldflaugaárás Rússa á fjölbýlishús og sumarbúðir í Odessa héraði í gærkvöldi.

Erlent

Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi

Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi.

Erlent

Nýr for­sætis­ráð­herra og enn einar kosningarnar fram­undan

Yair Lapid hefur tekur við embætti forsætisráðherra Ísraels, en hann tekur við af Naftali Bennett sem gegnt hafði stöðunni í um eitt ár. Lapid er leiðtogi eins af miðjuflokkunum á ísraelska þinginu og mun hann leiða landið fram að þingkosningum sem boðaðar hafa verið 1. nóvember næstkomandi.

Erlent

Vinkona Ásdísar Ránar á topp tíu lista FBI

Ruja Ignatova, stofnandi rafmyntarinnar OneCoin, hefur verið sett á topp tíu lista bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) yfir mest eftirsóttu glæpamenn heims. Ekki hefur sést til Ignatova síðan árið 2017.

Erlent

Rússar hafa nánast lagt Luhansk hérað undir sig

Rússar eru við það að ná fullum yfirráðum yfir síðustu borginni í Luhansk héraði eftir harða bardaga undanfarnar vikur. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem dugi til að þeir vinni stríðið í Úkraínu.

Erlent

Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun

Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið.

Erlent

Græn­þvottur stór­fyrir­tækja opin­beraður

Ný skýrsla opinberar misvísandi framsetningu stórfyrirtækja á umhverfisáhrifum umbúða sinna eða framleiðslu. Í skýrslunni er til dæmis fjallað um fyrirtæki Kim Kardashian, Skims og gosdrykkjaframleiðandann Coca-cola.

Erlent

Pútín vísar fullyrðingum Johnson til föðurhúsanna

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fullyrti í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki ráðist inn í Úkraínu ef hann væri kona. Pútín hefur nú vísað staðhæfingu Johnson til föðurhúsanna og látið kné fylgja kviði.

Erlent

Ted Cruz brjálaður út í brúðurnar

Bandaríski þingmaðurinn Ted Cruz er ekki par sáttur við brúðuna Elmo eftir að sjónvarpsþátturinn Sesamstræti deildi myndbandi af Elmo þar sem hann segist hafa fengið bólusetningu við Covid-19. Þingmaðurinn segir Elmo ekki hafa neina vísindalega þekkingu sem styðji bólusetningar barna undir fimm ára aldri.

Erlent