Navalní meinað um skriffæri í fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2023 09:14 Skjáskot af Alexei Navalní úr streymi frá réttarhöldum sem hófust yfir honum vegna ásakana um öfgastarfsemi á mánudag. Bandamenn hans segja hann sæta illri meðferð í fangelsi. Vísir/EPA Hæstiréttur Rússlands vísaði frá kröfu Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, um að hann fengi aðgang að skriffærum til jafns við aðra fanga í dag. Navalní afplánar ellefu og hálfs árs fangelsisdóm en áratugir gætur bæst við refsingu hans á næstunni. Í kæru sem Navalní lagði fram færði hann rök fyrir því að fangelsisyfirvöld hefðu ekki rétt á að banna honum að fá blað og penna sem fangar fá almennt í Melekhovo-fangelsinu þar sem honum er haldið eingöngu vegna þess að honum er haldið í einangrunarklefa með engu borði eða vegna þess að hann eigi ekki að hafa tíma fyrir skriftir, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ég bið ekki um meiri mat, ég bið ekki um jólatré í klefann minn. Við erum að tala um grundvallarmannréttindi að hafa penna og blað í klefanum til þess að skrifa bréf eða kvörtun til dómstólsins,“ sagði Navalní við meðferð málsins. Fangelsisdómurinn sem Navalní afplánar er vegna fjársvika og fleiri brota sem hann segir rússnesk stjórnvöld hafi soðið saman til þess að þagga niður í honum. Réttarhöld í nýju máli stjórnvalda gegn honum hófust á mánudag. Það varðar starfsemi andspillingasamtaka Navalní sem stjórnvöld skilgreindu sem ólögleg öfgasamtök nýlega. Navalní gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsisvist til viðbótar þegar hann verður fundinn sekur. Navalní hefur verið öflugasti leiðtogi vanmáttugrar stjórnarandstöðu í Rússlandi á undanförnum árum. Samtök hans hafa afhjúpað spillingu æðstu ráðamanna ríkisins og hjálpað kjósendum að nýta atkvæði sín sem best til þess að koma flokki Vladímírs Pútín frá völdum. Þá hefur Navalní skipulagt fjöldamótmæli sem stjórnvöld hafa iðulega bannað. Rússland Mál Alexei Navalní Mannréttindi Tengdar fréttir Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Í kæru sem Navalní lagði fram færði hann rök fyrir því að fangelsisyfirvöld hefðu ekki rétt á að banna honum að fá blað og penna sem fangar fá almennt í Melekhovo-fangelsinu þar sem honum er haldið eingöngu vegna þess að honum er haldið í einangrunarklefa með engu borði eða vegna þess að hann eigi ekki að hafa tíma fyrir skriftir, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ég bið ekki um meiri mat, ég bið ekki um jólatré í klefann minn. Við erum að tala um grundvallarmannréttindi að hafa penna og blað í klefanum til þess að skrifa bréf eða kvörtun til dómstólsins,“ sagði Navalní við meðferð málsins. Fangelsisdómurinn sem Navalní afplánar er vegna fjársvika og fleiri brota sem hann segir rússnesk stjórnvöld hafi soðið saman til þess að þagga niður í honum. Réttarhöld í nýju máli stjórnvalda gegn honum hófust á mánudag. Það varðar starfsemi andspillingasamtaka Navalní sem stjórnvöld skilgreindu sem ólögleg öfgasamtök nýlega. Navalní gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsisvist til viðbótar þegar hann verður fundinn sekur. Navalní hefur verið öflugasti leiðtogi vanmáttugrar stjórnarandstöðu í Rússlandi á undanförnum árum. Samtök hans hafa afhjúpað spillingu æðstu ráðamanna ríkisins og hjálpað kjósendum að nýta atkvæði sín sem best til þess að koma flokki Vladímírs Pútín frá völdum. Þá hefur Navalní skipulagt fjöldamótmæli sem stjórnvöld hafa iðulega bannað.
Rússland Mál Alexei Navalní Mannréttindi Tengdar fréttir Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Rétta yfir Navalní á bak við luktar dyr í fangelsi Lokuð réttarhöld yfir Alexei Navalní, einum helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, hófust í hámarksöryggisfangelsinu þar sem hann er fangi á mánudag. Navalní á áratugalanga fangelsisvist yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. 21. júní 2023 09:06