Norskur ráðherra segir af sér fyrir klíkuskap Kjartan Kjartansson skrifar 23. júní 2023 11:18 Anette Trettebergstuen þegar hún tók við lyklavöldum í menningar- og jafnréttisráðuneytinu í október 2021. Hún sagði af sér með skömm í dag. Vísir/EPA Anette Trettebergstuen sagði af sér sem menningar- og jafnréttisráðherra Noregs í dag. Jonas Gahr Størel, forsætisráðherra, segir hana hafa gert stórt mistök þegar hún skipaði vini og fyrrverandi flokkssystkini í stjórnir stofnana ríkisins. Málið snýst um tilnefningar Trettebergstuen á þremur vinum sínum í stjórnir norsku óperunnar, þjóðminjasafnsins og Þjóðarleikhússins í Björgvin. Hún lýsti manni sem hún tilnefndi í stjórn þjóðminjasafnsins sem nánum vini sínum. Fram hefur komið að hún hafi tilnefnt hann þrátt fyrir að henni væri ljóst að hún væri vanhæf. Trettebergstuen viðurkenndi mistök sín og sagðist axla ábyrgð á þeim á blaðamannafundi í dag. Hún afsakaði sig meðal annars með því að hún hefði ekki vitað að hún mætti ekki tilnefna fólk til embætta þegar hún væri vanhæf, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Støre sagði ákvörðun Trettebergstuen um að segja af sér rétta. Hún hefði brotið reglur og sýnt vanþekkingu á reglum um vanhæfi. Hún hefði tilnefnt fólk sem hún tengdist þrátt fyrir viðvaranir ráðuneytis hennar. Spurningar hafa einnig vaknað um hæfi Trettebergstuen þegar hún tilnefndi tvö fyrrverandi flokkssystkini sín úr Verkamannaflokknum til stjórnarsetu í Norskum getraunum í apríl í ár og í fyrra. Ráðherrann taldi sig ekki vanhæfan í tilfelli þeirra. Fyrr í þessari viku kom á daginn að Tonje Brenna, menntamálaráðherra sem er einnig úr Verkamannaflokknum, hefði veitt góðvini sínum stjórnarsæti. Hún lýsti sig síðar vanhæfa og baðst afsökunar. Støre sagði mál Brenna og Terrebergstuen eðlisólík í dag. Það sem gerði mál Trettebergstuen meðal annars svo alvarlegt væri að launin fyrir stjórnarsetu sem hún úthlutaði nema í sumum tilfellum 90.000 norskum krónum. rúmlega 1,1 milljón íslenskra króna. Noregur Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Málið snýst um tilnefningar Trettebergstuen á þremur vinum sínum í stjórnir norsku óperunnar, þjóðminjasafnsins og Þjóðarleikhússins í Björgvin. Hún lýsti manni sem hún tilnefndi í stjórn þjóðminjasafnsins sem nánum vini sínum. Fram hefur komið að hún hafi tilnefnt hann þrátt fyrir að henni væri ljóst að hún væri vanhæf. Trettebergstuen viðurkenndi mistök sín og sagðist axla ábyrgð á þeim á blaðamannafundi í dag. Hún afsakaði sig meðal annars með því að hún hefði ekki vitað að hún mætti ekki tilnefna fólk til embætta þegar hún væri vanhæf, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Støre sagði ákvörðun Trettebergstuen um að segja af sér rétta. Hún hefði brotið reglur og sýnt vanþekkingu á reglum um vanhæfi. Hún hefði tilnefnt fólk sem hún tengdist þrátt fyrir viðvaranir ráðuneytis hennar. Spurningar hafa einnig vaknað um hæfi Trettebergstuen þegar hún tilnefndi tvö fyrrverandi flokkssystkini sín úr Verkamannaflokknum til stjórnarsetu í Norskum getraunum í apríl í ár og í fyrra. Ráðherrann taldi sig ekki vanhæfan í tilfelli þeirra. Fyrr í þessari viku kom á daginn að Tonje Brenna, menntamálaráðherra sem er einnig úr Verkamannaflokknum, hefði veitt góðvini sínum stjórnarsæti. Hún lýsti sig síðar vanhæfa og baðst afsökunar. Støre sagði mál Brenna og Terrebergstuen eðlisólík í dag. Það sem gerði mál Trettebergstuen meðal annars svo alvarlegt væri að launin fyrir stjórnarsetu sem hún úthlutaði nema í sumum tilfellum 90.000 norskum krónum. rúmlega 1,1 milljón íslenskra króna.
Noregur Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira