Twitter gefur eftir og hleypir fulltrúum ESB í höfuðstöðvarnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2023 13:06 Elon Musk, eigandi Twitter, hefur hingað til ekki verið á því að beygja sig undir lög og reglur. Digital Services Act er meðal annars ætlað að uppræta barnaklám á miðlunum. Getty/Chesnot Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Twitter hafa samþykkt að fara að nýrri löggjöf Evrópusambandsins sem skikkar fyrirtækin til að grípa til ýmissa ráðstafana til að sporna við falsfréttum, áróðri og glæpastarfsemi á miðlunum. Sendinefnd frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fékk á dögunum að fara inn í höfuðstöðvar Twitter til að framkvæma æfingu með starfsmönnum Twitter, sem gekk út á að athuga hvernig tekið væri á ofangreindu. Thierry Breton, sem hefur umsjón með eftirfylgni laganna hjá framkvæmdastjórninni, fagnaði ákvörðun fyrirtækisins að fara að lögum og taka þátt í æfingunni en varaði tæknifyrirtækin jafnframt við því að lögunum yrði framfylgt af fyllstu hörku strax og þau taka gildi í ágúst. Alls hafa 44 fyrirtæki, þeirra á meðal Meta og Google, tekið þátt í áætlun Evrópusambandsins sem miðar að því að undirbúa þau undir gildistöku laganna. Ráðamenn höfðu áður varað Elon Musk, eiganda Twitter, við því að ef fyrirtækið færi ekki að lögum í Evrópu ætti það á hættu að verða bannað þar eða sektað um allt að 6 prósent af tekjum á heimsvísu. Breton, sem var meðal þeirra sem heimsóttu Twitter, sagði fyrirtækið enn eiga langan veg fyrir höndum. Það virtist hins vegar vera að taka málið alvarlega. Umfjöllun Guardian. Bandaríkin Evrópusambandið Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira
Sendinefnd frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fékk á dögunum að fara inn í höfuðstöðvar Twitter til að framkvæma æfingu með starfsmönnum Twitter, sem gekk út á að athuga hvernig tekið væri á ofangreindu. Thierry Breton, sem hefur umsjón með eftirfylgni laganna hjá framkvæmdastjórninni, fagnaði ákvörðun fyrirtækisins að fara að lögum og taka þátt í æfingunni en varaði tæknifyrirtækin jafnframt við því að lögunum yrði framfylgt af fyllstu hörku strax og þau taka gildi í ágúst. Alls hafa 44 fyrirtæki, þeirra á meðal Meta og Google, tekið þátt í áætlun Evrópusambandsins sem miðar að því að undirbúa þau undir gildistöku laganna. Ráðamenn höfðu áður varað Elon Musk, eiganda Twitter, við því að ef fyrirtækið færi ekki að lögum í Evrópu ætti það á hættu að verða bannað þar eða sektað um allt að 6 prósent af tekjum á heimsvísu. Breton, sem var meðal þeirra sem heimsóttu Twitter, sagði fyrirtækið enn eiga langan veg fyrir höndum. Það virtist hins vegar vera að taka málið alvarlega. Umfjöllun Guardian.
Bandaríkin Evrópusambandið Twitter Samfélagsmiðlar Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Sjá meira