Hver er pylsusalinn í landráðaham? Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júní 2023 12:03 Yevgeny Prigozhin í Rostov í Rússlandi í gær. Wagner málaliðahópurinn hefur nú beint spjótum sínum að rússneskum stjórnvöldum. Vísir/AP Yevgeny V. Prigozhin, leiðtogi Wagner málaliðahópsins og viðskiptajöfurinn sem löngum hefur verið þekktur sem „kokkur Pútíns“ berst nú leynt og ljóst gegn rússneska ríkinu. Erlendir miðlar hafa keppst við að gera litríkri ævi leiðtoga málaliðahópsins skil í dag. Prigozhin fæddist í Sankti Pétursborg sem þá hét Leníngrad árið 1961. Hann fékk fangelsisdóm tvítugur árið 1981 fyrir þjófnað og aðra glæpi og sat inni í fangelsi í níu ár, til ársins 1990 þegar Sovétríkin voru við það að líða undir lok. Eftir að honum var sleppt opnaði hann pylsuvagn sem á endanum varð að veitingahúsa-og verslanakeðju. Í einum af örfáum viðtölum sem Prigozhin hefur veitt hefur hann lýst því hvernig hann hafi blandað sitt eigið sinnep í eldhúsi heima hjá fjölskyldunni. The Guardian hefur eftir ónefndum viðskiptajöfri og vini Prigozhin að hann hafi sett markmiðið töluvert hærra en að reka bara skyndibitakeðju. „Hann leitaði alltaf að hærra settu fólki til þess að vingast við. Og hann var góður í því,“ hefur miðillinn eftir vini hans. Kynntist Pútín í gegnum veitingahúsið Prigozhin átti hlut í verslanakeðju og árið 1995 opnaði hann sitt frægasta veitingahús í Sankti Pétursborg í samstarfi við breska hótelstjórann Tony Gear. Veitingahúsið hét „Gamla tollhúsið“ þar sem að starfsemi tollsins hafði áður verið þar til húsa. Fyrst um sinn voru stripparar meðal starfsfólks til þess að trekkja að viðskiptavini en maturinn þótti gríðarlega góður og fjöldi viðskiptavina jókst. Staðurinn var um leið markaðssettur sem fínasti veitingahús Rússlands. Fyrr en varði fóru merkustu stjörnur Rússlands að sækja staðinn heim, auk stjórnmálamanna. Borgarstjóri Sankti Pétursborgar Anatoly Sobchak varð reglulegur gestur og með honum í för var aðstoðarborgarstjórinn Vladimír Pútín. The Guardian segir að hótelstjórinn Tony Gear hafi ekki viljað láta hafa neitt eftir sér um fyrrverandi yfirmann sinn Prigozhin. Áður hefur hann sagt að Prigozhin hafi verið strangur yfirmaður og meðal annars notað sérstaka ljóskastara til þess að athuga hvort ryk væri undir borðum veitingastaðarins. Á fyrstu árum Vladimírs Pútíns sem Rússlandsforseta eftir að hann tók við völdum af Borís Jeltsín árið 2000 var forsetinn gjarn á að funda með erlendum erindrekum á Gamla tollhúsinu, veitingahúsi Prigozhin. Á þessum árum var Prigozhin jafnframt fyrirferðarmikill í veitingaþjónustu og gerði hann risasamninga við rússneska ríkið í upphafi aldarinnar um að skaffa veitingar við hin ýmsu tilefni. Í umfjöllun breska blaðsins er þess getið að oft megi sjá Prigozhin bregða fyrir í bakgrunni á gömlum myndum af fundum Pútíns. Þar á meðal má sjá Prigozhin fyrir aftan Karl Bretakonung árið 2003 sem þá var í heimsókn í Rússlandi auk þess sem má sjá leiðtoga Wagner málaliðahópsins í bakgrunni á gömlum myndum af fundum Pútíns og George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta. „Pútín sá að ég var ekki of góður til þess að færa þeim réttina sjálfur,“ hefur Prigozhin áður sagt um upphaf sambands síns við Pútín. Prigozhin hélt áfram að þéna gríðarlegar upphæðir vegna veitingareksturs síns og árið 2012 gerði hann til að mynda risasamninga við rússnesk yfirvöld um að sjá um veitingar í rússneskum skólum. Eins og hundur í leit að pening Árið 2014 opnuðust nýjar dyr fyrir Prigozhin þegar Rússar innlimuðu Krímskaga og réðust inn í austurhluta Úkraínu. Pútín þvertók fyrir það að um rússneska hermenn væri að ræða, þrátt fyrir að sönnunargögn sýndu fram á annað. Í umfjöllun Guardian kemur fram að rússnesk yfirvöld hafi þá leitað leiða til þess að fela slóð sína. Þar hafi málaliðahópar líkt og málaliðahópurinn Wagner undir stjórn Prigozhin komið inn. Margt er á huldu varðandi upphaf Wagner hópsins en talið er að hann hafi verið stofnaður við þessa atburði. „Ég held að Prigozhin hafi lagt þetta til við Pútín og hann hafi samþykkt það að svona gæti þetta virkað,“ hefur breski miðillinn eftir fyrrverandi starfsmanni rússneska varnarmálaráðuneytisins. Hann segir Wagner málaliðahópinn þannig hafa verið hugarfóstur Prigozhin allt frá upphafi. Prigozhin og Pútín árið 2010, á meðan allt lék í lyndi. Vísir/AP Prigozhin var í kjölfarið afhent töluverður hluti af landi í Molkino í suðurhluta Rússlands. Þar hófu fyrirtæki tengd honum að koma upp búðum þar sem hermenn á vegum málaliðahópsins voru þjálfaðir en opinber skýring stjórnvalda á búðunum voru að þar væri um að ræða sumarbúðir. „Hann er eins og hundur sem er alltaf í leit að peningum,“ hefur breski miðillinn eftir starfsmanni rússneska ráðuneytisins. Þar kemur fram að skjótur frami Prigozhin á sviði varnarmála ríkisins hafi fljótlega farið að fara í taugarnar á persónum í rússneska varnarmálaráðuneytinu. Sýrland skilaði sínu Ákvörðun Pútíns um inngrip Rússa í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi árið 2015 hafði gríðarleg áhrif á feril Prigozhin og Wagner málaliðahópsins. Prigozhin græddi vel á sölu veitinga og annarra vista auk þess sem málaliðar hans í Wagner hópnum fengu bardagareynslu. Málaliðahópurinn hefur verið sakaður um að hafa framið ótal stríðsglæpi í landinu. Opinberlega hafa rússnesk yfirvöld aldrei viðurkennt veru hópsins í landinu en í frétt Guardian kemur fram að talið sé að hópurinn hafi orðið þar fyrir miklu mannfalli. Þá hefur Prigozhin ekki einungis fjármagnað málaliða í hinum raunverulega hópi, heldur einnig hópa sem hafa gert árásir á hin ýmsu tölvukerfi um allan heim. Þannig eru hópar á hans vegum auk fyrirtækja talin hafa staðið að baki aðgerðum Rússa í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016 þar sem þau beittu sér fyrir því að fá Donald Trump Bandaríkjaforseta kosinn. Gríðarleg leynd allt þar til innrásin hófst Gríðarleg leynd ríkti um margra ára skeið um aðkomu Prigozhin að Wagner málaliðahópnum og annarra aðgerða í Sýrlandi, Úkraínu og í netheimum. Árið 2018 tók Wagner málaliðahópurinn að sér frekari verkefni í tíu ríkjum í Afríku. Prigozhin þvertók fyrir að vera tengdur hópnum og beitti ofbeldi og ógnunum til þess að koma í veg fyrir að fréttir væru fluttar af starfsemi hópsins heima fyrir. Þannig voru þrír rússneskir blaðamenn til að mynda aflífaðir í dularfullri árás sem virtist vel skipulögð þar sem þeir gerðu sér för til Mið-Afríkulýðveldisins árið 2018 til að rannsaka starfsemi málaliðanna. Marat Gabidullin, einn yfirmanna á vegum Wagner hópsins, eyddi þremur mánuðum í höfuðstöðvum hópsins í Sankti Pétursborg. Guardian hefur eftir honum að Prigozhin hafi óspart nýtt sér ótta við stjórn hópsins. Hann hafi sýnt hermönnum hópsins vissa samúð en oft sýnt skrifstofufólki lítilsvirðingu. „Hann var gríðarlega strangur. Prigozhin fór oft yfir strikið gagnvart starfsfólki sínu. Hann var mjög dónalegur og bölvaði fólki gjarnan og gerði lítið úr því á almannafæri.“ Árið 2018 var Prigozhin enn ekki með neina opinbera stöðu á sviði varnarmála í Rússlandi. Þrátt fyrir þetta sat hann reglulega fundi með hátt settum aðilum, meðal annars Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Sá þvertók fyrir að Prigozhin væri með mikil völd á bakvið tjöldin. „Hann rekur veitingaþjónustu, það er starfið hans. Hann er veitingahúsarekandi í Sankti Pétursborg,“ sagði Pútín um Prigozhin árið 2018 og líkti fullyrðingum um Prigozhin við fullyrðingar um George Soros, ungverska auðjöfurinn sem gjarnan hefur verið tengdur við samsæriskenningar um meint ítök í stjórnmálum á vesturlöndum. Leyndinni aflétt af „verndara lítilmagnans“ Eftir allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra var leyndarhulunni svipt af tengslum Prigozhin við Wagner málaliðahópinn. Lýsti hann því sjálfur yfir í september í fyrra að hann hefði stofnað hópinn árið 2014. Í aðdraganda þeirrar játningar hafði myndband af Prigozhin, þar sem mátti sjá hann ávarpa risastóran hóp af föngum, farið eins og eldur í sinu um netheima. Þar hét Prigozhin föngunum því að myndu þeir lifa af fyrstu sex mánuðina í bardögum í Úkraínu myndu þeir losna undan fangelsisdómum sínum og fá gríðar háar upphæðir að launum. Segir í frétt Guardian að talið sé að Prigozhin hafi fengið allt að 38 þúsund rússneska fanga til þess að taka upp vopn fyrir málaliðahópinn. Hópurinn hefur barist fyrir hönd Rússlands í Úkraínu, meðal annars í Bakhmut borg. Undanfarnar vikur hefur hann gagnrýnt rússnesk stjórnvöld harkalega og sagt þau ekki styðja við hermenn sína en nú virðist allt vera farið í skrúfuna eftir meintar loftárásir rússneskra yfirvalda gegn Wagner hópnum. Miðillinn hefur eftir stjórnmálafræðingnum Ivan Krastev að Prigozhin hafi orðið andlit þeirra sem eru andvígir rússneskri stjórnmálaelítu og Vladimír Pútín. Margir sem hann þekki hafi um margra ára skeið líst honum sem verndara lítilmagnans. Félagi Prigozhin frá tíunda áratugnum, rússneskur auðjöfur, segir að hann muni ekki láta staðar numið í þeirri valdaránstilraun sem hann hafi nú hrint af stað í Rússlandi. „Hann veit að það hata hann margir innan stjórnkerfisins og veit að ef hann hættir við þá gæti það þýtt að það verði hans endalok. Hann á engra kosta völ, hann mun ekki hætta við.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fréttaskýringar Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Prigozhin fæddist í Sankti Pétursborg sem þá hét Leníngrad árið 1961. Hann fékk fangelsisdóm tvítugur árið 1981 fyrir þjófnað og aðra glæpi og sat inni í fangelsi í níu ár, til ársins 1990 þegar Sovétríkin voru við það að líða undir lok. Eftir að honum var sleppt opnaði hann pylsuvagn sem á endanum varð að veitingahúsa-og verslanakeðju. Í einum af örfáum viðtölum sem Prigozhin hefur veitt hefur hann lýst því hvernig hann hafi blandað sitt eigið sinnep í eldhúsi heima hjá fjölskyldunni. The Guardian hefur eftir ónefndum viðskiptajöfri og vini Prigozhin að hann hafi sett markmiðið töluvert hærra en að reka bara skyndibitakeðju. „Hann leitaði alltaf að hærra settu fólki til þess að vingast við. Og hann var góður í því,“ hefur miðillinn eftir vini hans. Kynntist Pútín í gegnum veitingahúsið Prigozhin átti hlut í verslanakeðju og árið 1995 opnaði hann sitt frægasta veitingahús í Sankti Pétursborg í samstarfi við breska hótelstjórann Tony Gear. Veitingahúsið hét „Gamla tollhúsið“ þar sem að starfsemi tollsins hafði áður verið þar til húsa. Fyrst um sinn voru stripparar meðal starfsfólks til þess að trekkja að viðskiptavini en maturinn þótti gríðarlega góður og fjöldi viðskiptavina jókst. Staðurinn var um leið markaðssettur sem fínasti veitingahús Rússlands. Fyrr en varði fóru merkustu stjörnur Rússlands að sækja staðinn heim, auk stjórnmálamanna. Borgarstjóri Sankti Pétursborgar Anatoly Sobchak varð reglulegur gestur og með honum í för var aðstoðarborgarstjórinn Vladimír Pútín. The Guardian segir að hótelstjórinn Tony Gear hafi ekki viljað láta hafa neitt eftir sér um fyrrverandi yfirmann sinn Prigozhin. Áður hefur hann sagt að Prigozhin hafi verið strangur yfirmaður og meðal annars notað sérstaka ljóskastara til þess að athuga hvort ryk væri undir borðum veitingastaðarins. Á fyrstu árum Vladimírs Pútíns sem Rússlandsforseta eftir að hann tók við völdum af Borís Jeltsín árið 2000 var forsetinn gjarn á að funda með erlendum erindrekum á Gamla tollhúsinu, veitingahúsi Prigozhin. Á þessum árum var Prigozhin jafnframt fyrirferðarmikill í veitingaþjónustu og gerði hann risasamninga við rússneska ríkið í upphafi aldarinnar um að skaffa veitingar við hin ýmsu tilefni. Í umfjöllun breska blaðsins er þess getið að oft megi sjá Prigozhin bregða fyrir í bakgrunni á gömlum myndum af fundum Pútíns. Þar á meðal má sjá Prigozhin fyrir aftan Karl Bretakonung árið 2003 sem þá var í heimsókn í Rússlandi auk þess sem má sjá leiðtoga Wagner málaliðahópsins í bakgrunni á gömlum myndum af fundum Pútíns og George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta. „Pútín sá að ég var ekki of góður til þess að færa þeim réttina sjálfur,“ hefur Prigozhin áður sagt um upphaf sambands síns við Pútín. Prigozhin hélt áfram að þéna gríðarlegar upphæðir vegna veitingareksturs síns og árið 2012 gerði hann til að mynda risasamninga við rússnesk yfirvöld um að sjá um veitingar í rússneskum skólum. Eins og hundur í leit að pening Árið 2014 opnuðust nýjar dyr fyrir Prigozhin þegar Rússar innlimuðu Krímskaga og réðust inn í austurhluta Úkraínu. Pútín þvertók fyrir það að um rússneska hermenn væri að ræða, þrátt fyrir að sönnunargögn sýndu fram á annað. Í umfjöllun Guardian kemur fram að rússnesk yfirvöld hafi þá leitað leiða til þess að fela slóð sína. Þar hafi málaliðahópar líkt og málaliðahópurinn Wagner undir stjórn Prigozhin komið inn. Margt er á huldu varðandi upphaf Wagner hópsins en talið er að hann hafi verið stofnaður við þessa atburði. „Ég held að Prigozhin hafi lagt þetta til við Pútín og hann hafi samþykkt það að svona gæti þetta virkað,“ hefur breski miðillinn eftir fyrrverandi starfsmanni rússneska varnarmálaráðuneytisins. Hann segir Wagner málaliðahópinn þannig hafa verið hugarfóstur Prigozhin allt frá upphafi. Prigozhin og Pútín árið 2010, á meðan allt lék í lyndi. Vísir/AP Prigozhin var í kjölfarið afhent töluverður hluti af landi í Molkino í suðurhluta Rússlands. Þar hófu fyrirtæki tengd honum að koma upp búðum þar sem hermenn á vegum málaliðahópsins voru þjálfaðir en opinber skýring stjórnvalda á búðunum voru að þar væri um að ræða sumarbúðir. „Hann er eins og hundur sem er alltaf í leit að peningum,“ hefur breski miðillinn eftir starfsmanni rússneska ráðuneytisins. Þar kemur fram að skjótur frami Prigozhin á sviði varnarmála ríkisins hafi fljótlega farið að fara í taugarnar á persónum í rússneska varnarmálaráðuneytinu. Sýrland skilaði sínu Ákvörðun Pútíns um inngrip Rússa í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi árið 2015 hafði gríðarleg áhrif á feril Prigozhin og Wagner málaliðahópsins. Prigozhin græddi vel á sölu veitinga og annarra vista auk þess sem málaliðar hans í Wagner hópnum fengu bardagareynslu. Málaliðahópurinn hefur verið sakaður um að hafa framið ótal stríðsglæpi í landinu. Opinberlega hafa rússnesk yfirvöld aldrei viðurkennt veru hópsins í landinu en í frétt Guardian kemur fram að talið sé að hópurinn hafi orðið þar fyrir miklu mannfalli. Þá hefur Prigozhin ekki einungis fjármagnað málaliða í hinum raunverulega hópi, heldur einnig hópa sem hafa gert árásir á hin ýmsu tölvukerfi um allan heim. Þannig eru hópar á hans vegum auk fyrirtækja talin hafa staðið að baki aðgerðum Rússa í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2016 þar sem þau beittu sér fyrir því að fá Donald Trump Bandaríkjaforseta kosinn. Gríðarleg leynd allt þar til innrásin hófst Gríðarleg leynd ríkti um margra ára skeið um aðkomu Prigozhin að Wagner málaliðahópnum og annarra aðgerða í Sýrlandi, Úkraínu og í netheimum. Árið 2018 tók Wagner málaliðahópurinn að sér frekari verkefni í tíu ríkjum í Afríku. Prigozhin þvertók fyrir að vera tengdur hópnum og beitti ofbeldi og ógnunum til þess að koma í veg fyrir að fréttir væru fluttar af starfsemi hópsins heima fyrir. Þannig voru þrír rússneskir blaðamenn til að mynda aflífaðir í dularfullri árás sem virtist vel skipulögð þar sem þeir gerðu sér för til Mið-Afríkulýðveldisins árið 2018 til að rannsaka starfsemi málaliðanna. Marat Gabidullin, einn yfirmanna á vegum Wagner hópsins, eyddi þremur mánuðum í höfuðstöðvum hópsins í Sankti Pétursborg. Guardian hefur eftir honum að Prigozhin hafi óspart nýtt sér ótta við stjórn hópsins. Hann hafi sýnt hermönnum hópsins vissa samúð en oft sýnt skrifstofufólki lítilsvirðingu. „Hann var gríðarlega strangur. Prigozhin fór oft yfir strikið gagnvart starfsfólki sínu. Hann var mjög dónalegur og bölvaði fólki gjarnan og gerði lítið úr því á almannafæri.“ Árið 2018 var Prigozhin enn ekki með neina opinbera stöðu á sviði varnarmála í Rússlandi. Þrátt fyrir þetta sat hann reglulega fundi með hátt settum aðilum, meðal annars Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Sá þvertók fyrir að Prigozhin væri með mikil völd á bakvið tjöldin. „Hann rekur veitingaþjónustu, það er starfið hans. Hann er veitingahúsarekandi í Sankti Pétursborg,“ sagði Pútín um Prigozhin árið 2018 og líkti fullyrðingum um Prigozhin við fullyrðingar um George Soros, ungverska auðjöfurinn sem gjarnan hefur verið tengdur við samsæriskenningar um meint ítök í stjórnmálum á vesturlöndum. Leyndinni aflétt af „verndara lítilmagnans“ Eftir allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra var leyndarhulunni svipt af tengslum Prigozhin við Wagner málaliðahópinn. Lýsti hann því sjálfur yfir í september í fyrra að hann hefði stofnað hópinn árið 2014. Í aðdraganda þeirrar játningar hafði myndband af Prigozhin, þar sem mátti sjá hann ávarpa risastóran hóp af föngum, farið eins og eldur í sinu um netheima. Þar hét Prigozhin föngunum því að myndu þeir lifa af fyrstu sex mánuðina í bardögum í Úkraínu myndu þeir losna undan fangelsisdómum sínum og fá gríðar háar upphæðir að launum. Segir í frétt Guardian að talið sé að Prigozhin hafi fengið allt að 38 þúsund rússneska fanga til þess að taka upp vopn fyrir málaliðahópinn. Hópurinn hefur barist fyrir hönd Rússlands í Úkraínu, meðal annars í Bakhmut borg. Undanfarnar vikur hefur hann gagnrýnt rússnesk stjórnvöld harkalega og sagt þau ekki styðja við hermenn sína en nú virðist allt vera farið í skrúfuna eftir meintar loftárásir rússneskra yfirvalda gegn Wagner hópnum. Miðillinn hefur eftir stjórnmálafræðingnum Ivan Krastev að Prigozhin hafi orðið andlit þeirra sem eru andvígir rússneskri stjórnmálaelítu og Vladimír Pútín. Margir sem hann þekki hafi um margra ára skeið líst honum sem verndara lítilmagnans. Félagi Prigozhin frá tíunda áratugnum, rússneskur auðjöfur, segir að hann muni ekki láta staðar numið í þeirri valdaránstilraun sem hann hafi nú hrint af stað í Rússlandi. „Hann veit að það hata hann margir innan stjórnkerfisins og veit að ef hann hættir við þá gæti það þýtt að það verði hans endalok. Hann á engra kosta völ, hann mun ekki hætta við.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fréttaskýringar Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira