Erlent

Vaktin: Hand­taka eigin stjórn­mála­mann fyrir njósnir

Enn hóta Rússar því undir rós að grípa til kjarnorkuvopna en Reuters hefur eftir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að Rússar hyggist styrkja herafla sinn með tilliti til mögulegra hernaðarógna og -áhættu. Forsetinn segir nýjar Sarmat eldflaugar Rússa, sem eru bæði langdrægar og geta borið allt að tíu kjarnorkusprengjur, verða teknar í notkun fyrir árslok.

Erlent

Nóbelsmedalía Muratov slegin á 13 milljarða króna

Nóbelsmedalía rússneska blaðamannsins Dmitry Muratov var seld á uppboði í gær og slegin á 103,5 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 13,5 milljarða króna. Féð mun renna til UNICEF, til að aðstoða börn sem hafa flúið heimili sín í Úkraínu.

Erlent

Flotborg rís við Maldíveyjar

Í tíu mínútna bátsferð frá höfuðborg Maldíveyja rís flotborg, en flotborgin á að geta hýst tuttugu þúsund manns ásamt þjónustu við þá borgarbúa sem þar setjast að. Flotborgin er andsvar stjórnvalda Maldíveyja og verktaka frá Hollandi við hækkun sjávarmáls.

Erlent

Skoða að leggja eldsneytisskatt til hliðar

Joe Biden, Bandaríkjaforseti, og ráðgjafar hans liggja nú yfir því hvort ráðlegt sé að afnema tímabundið eldsneytisskatt til þess að berjast gegn hækkandi eldsneytisverði og verðbólgu í Bandaríkjunum.

Erlent

Frægur veitinga­staður sökk

Jumbo-veitingastaðurinn sögufrægi er sokkinn. Veitingastaðurinn var svokallaður fljótandi veitingastaður sem staðsettur var um árabil við höfnina í Hong Kong.

Erlent

Skiluðu tönninni úr þjóð­hetju Kongó

Yfirvöld í Belgíu skiluðu í morgun tönn úr kongósku þjóð- og sjálfstæðishetjunni Patrice Lumumba í hendur aðstandenda Lumumba og yfirvalda í Austur-Kongó. Mikið hefur verið fjallað um tönnina í Belgíu síðustu ár, sem eru einu jarðnesku leifar Lumumba sem vitað er um.

Erlent

Efasemdir um kosningar gufuðu upp þegar þeir sigruðu sjálfir

Frambjóðendur í forvali Repúblikanaflokksins sem hafa fullyrt fullum fetum að brögð sé í tafli í kosningum í Bandaríkjunum höfðu engar slíkar efasemdir um úrslitin þegar þeir unnu sjálfir sigra í síðustu viku. Vantraust á kosningum hefur aukist mikið vestan hafs eftir samsæriskenningar Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans.

Erlent

Óskarsverðlaunahafi handtekinn á Ítalíu

Kanadíski kvikmyndaleikstjórinn og Óskarsverðlaunahafinn Paul Haggis var handtekinn vegna gruns um kynferðisofbeldi á Ítalíu í gær. Haggis er sagður neita sök en hann er nú í stofufangelsi.

Erlent

Vill ekki skipta sér opinberlega af máli Assange

Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu ætlar ekki að óska þess opinberlega að Bandaríkjastjórn láti mál sitt gegn Ástralanum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, niður falla. Bresk stjórnvöld eru tilbúin að framselja hann vestur um haf.

Erlent

Frakkar hafi kosið gegn breyttum eftir­launa­aldri

Erfitt gæti reynst að mynda starf­hæfan meiri­hluta á franska þinginu eftir kosningar í gær. Slæmt gengi miðju­flokka for­setans er að mati stjórn­mála­fræðings á­fellis­dómur yfir helsta stefnu­máli hans um að hækka eftir­launa­aldur í Frakk­landi.

Erlent

Vaktin: Segir Rússa halda Afríku í gíslingu

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segist eiga von á því að Rússar muni auka árásir sínar á Úkraínu og jafnvel önnur Evrópulönd í vikunni, í kjölfar ákvörðunar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að mæla með því að Úkraína fái formlega stöðu umsóknarríkis.

Erlent

Japanskur dómstóll slær á vonir samkynja para

Dómstóll í Osaka í Japan hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann gegn hjónaböndum samkynja para gangi ekki í berhögg við stjórnarskrá landsins. Japan er eina G7 ríkið sem heimilar ekki einstaklingum af sama kyni að ganga í hjónaband.

Erlent

Meirihlutinn í Frakklandi kolfallinn

Meirihluti Ensemble, flokks Emmanuels Macron, er kolfallinn samkvæmt fyrstu tölum úr seinni umferð frönsku þingkosninganna. Flokkurinn missir um þriðjung fylgis og er langt frá þeim 289 sætum sem þarf til að ná meirihluta. Hægriflokkur Le Pen vinnur sögulegan sigur og vinstribandalag Mélenchon uppsker ríkulega.

Erlent

Shakira sökuð um stórfelld skattsvik

Fátt getur nú komið í veg fyrir að kólumbíska söngstjarnan Shakira verði ákærð fyrir milljarða skattsvik á Spáni. Söngkonan segist ekki ætla að semja um greiðslu sektar til að ljúka málinu, en verði hún fundin sek á hún nokkurra ára fangelsisvist yfir höfði sér.

Erlent

Lík­legt að vinstri­menn felli meiri­hluta Macron

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag þegar seinni umferð frönsku þingkosninganna fer fram. Vinstrimenn eru í mikilli sókn og ógna þingmeirihluta Emmanuel Marcron Frakklandsforseta, sem virðist ætla að tapa talsverðu fylgi.

Erlent