Rússar sprengdu sögulegar byggingar í Odessa Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2023 11:47 Miklar skemmdir urðu á altari í austurhluta dómkikrjunnar. AP/Jae C. Hong Einn lést og um tuttugu særðust í fjölbreyttum loftárásum Rússa á hafnarborgina Odessa í gærdag. Um fimmtíu byggingar skemmdust þeirra á meðal margar sögufrægar byggingar eins og dómkirkja rétttrúnaðarkirkjunnar. Frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði örugga flutninga á korni og áburði frá Úkraínu í síðustu viku hafa þeir haldið uppi látlausum loftárásum á Odessa, helstu útflutningsborg Úkraínumanna við Svartahaf. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir Rússa hafa skotið 19 eldflaugum af ýmsum gerðum að borginni í gærdag, í þeim tilgangi að rugla loftvarnakerfi borgarinnar sem á erfiðara með að verjast árásum margra tegunda eldflauga í einu. Íbúar Odessa hófu strax í morgun að hreinsa til í rústunum af hluta dómkirkjunnar. Bolsevikkar rændu öllum verðmætum úr kirkjunni árið 1936 en hún var síðan endurbyggð eftir að Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna.AP/Jae C. Hong Börn á aldrinum ellefu, tólf og sautján ára hafi verið meðal særðra. Ein eldflauganna sprakk við eitt af altörum dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í Odessa. Zelensky segir Rússa ekki aðeins ráðast á borgir, þorp og fólk heldur á undirstöður evrópskrar menningar. Á þessari drónamynd sést að miklar skemmdir urðu á kirkjunni við loftárásir Rússa í gærkvöldi og nótt.AP/Libkos „Í nótt urðu tæplega 50 byggingar fyrir skemmdum, þeirra á meðal tuttugu og fimm sögulegar byggingar í miðborginni. Hluti hennar er á heimsminjaskrá UNESCO,“ sagði Zelensky í ávarpi í gærkvöldi. Rússar segja Úkráinumenn hafa gert tvær drónaárásir á Moskvu í morgun. Annar dróninn hafi lent á skrifstofubyggingu í suðurhluta höfuðborgarinnar Moskvu. Ekkert manntjón hafi orðið en nokkrar af efstu hæðum byggingarinnar væru mikið skemmdar. Hinn dróninn hafi lent í nágrenni varnarmálaráðuneytisins. Þá segja Rússar Úkraínumenn einnig hafa gert drónaárás á Krímskaga. Engar nánari fréttir eru af þeirri árás, aðrar en þær að fólki hafi verið skipað að yfirgefa tiltekið svæði á Krím. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11 Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi sem tryggði örugga flutninga á korni og áburði frá Úkraínu í síðustu viku hafa þeir haldið uppi látlausum loftárásum á Odessa, helstu útflutningsborg Úkraínumanna við Svartahaf. Volodymyr Zelensky forseti Úkraínu segir Rússa hafa skotið 19 eldflaugum af ýmsum gerðum að borginni í gærdag, í þeim tilgangi að rugla loftvarnakerfi borgarinnar sem á erfiðara með að verjast árásum margra tegunda eldflauga í einu. Íbúar Odessa hófu strax í morgun að hreinsa til í rústunum af hluta dómkirkjunnar. Bolsevikkar rændu öllum verðmætum úr kirkjunni árið 1936 en hún var síðan endurbyggð eftir að Úkraína fékk sjálfstæði við fall Sovétríkjanna.AP/Jae C. Hong Börn á aldrinum ellefu, tólf og sautján ára hafi verið meðal særðra. Ein eldflauganna sprakk við eitt af altörum dómkirkju rétttrúnaðarkirkjunnar í Odessa. Zelensky segir Rússa ekki aðeins ráðast á borgir, þorp og fólk heldur á undirstöður evrópskrar menningar. Á þessari drónamynd sést að miklar skemmdir urðu á kirkjunni við loftárásir Rússa í gærkvöldi og nótt.AP/Libkos „Í nótt urðu tæplega 50 byggingar fyrir skemmdum, þeirra á meðal tuttugu og fimm sögulegar byggingar í miðborginni. Hluti hennar er á heimsminjaskrá UNESCO,“ sagði Zelensky í ávarpi í gærkvöldi. Rússar segja Úkráinumenn hafa gert tvær drónaárásir á Moskvu í morgun. Annar dróninn hafi lent á skrifstofubyggingu í suðurhluta höfuðborgarinnar Moskvu. Ekkert manntjón hafi orðið en nokkrar af efstu hæðum byggingarinnar væru mikið skemmdar. Hinn dróninn hafi lent í nágrenni varnarmálaráðuneytisins. Þá segja Rússar Úkraínumenn einnig hafa gert drónaárás á Krímskaga. Engar nánari fréttir eru af þeirri árás, aðrar en þær að fólki hafi verið skipað að yfirgefa tiltekið svæði á Krím.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11 Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Saka Úkraínumenn enn um hryðjuverkaárásir Varnarmálaráðuneyti Rússlands hefur sakað Úkraínumenn um hryðjuverkaárás í Moskvu í morgun. Ráðuneytið segir að árás með tveimur drónum hafi verið stöðvuð og að þeir hafi brotlent í borginni en borgarstjóri Moskvu segir tvær byggingar hafi orðið fyrir skemmdum en engan hafi sakað. 24. júlí 2023 08:11
Rússar fá enn íhluti í vopn frá Vesturlöndum Á innan við sólarhring frá því Rússar sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni frá Úkraínu gerðu þeir öflugar loftárásir á Odessa, helstu útflutningshöfn landsins. Forseti Úkraínu segir Rússa enn fá íhluti til vopnasmíði frá Vesturlöndum og herða þurfi refsiaðgerðir gegn þeim. 19. júlí 2023 20:15