Fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á systur sinni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 25. júlí 2023 18:42 Dómur í málinu verður kveðinn upp í september. Lögreglan á Skotlandi Connor Gibson, tuttugu ára gamall skoskur karlmaður, hefur verið fundinn sekur um kynferðisbrot og morð á sextán ára systur sinni. Brotin voru framin í Hamilton í Skotlandi í nóvember árið 2021. Gibson var í dag fundinn sekur um verknaðinn eftir þrettán daga langa málsmeðferð Í hæstarétti Glasgow. Þrátt fyrir talsverð sönnunargögn hafi hann neitað sök í málinu. Refsing hans verður ákveðin þann 4. september næstkomandi. Lýst var eftir Amber Gibson, yngri systur Connors, föstudaginn 26. nóvember 2021. Tveimur dögum síðar fannst lík hennar í almenningsgarði í Hamilton í Skotlandi. Þremur dögum síðar var Gibson handtekinn. Þá kom fram að kvöldið 26. nóvember hafði Connor veist að systur sinni í almenningsgarði í útjaðri Glasgow, rifið hana úr fötunum og reynt að nauðga henni. Þá hafi hann slegið hana í höfuðið og í kjölfarið kyrkt hana til dauða. Náðust á öryggismyndavél Daginn fyrir handtökuna birti Gibson færslu á Facebook þar sem hann minntist systur sinnar. „Amber, þú munt fljúga hátt það sem eftir er. Við söknum þín öll. Sérstaklega ég. Ég elska þig rauðhærði dvergur. BÍB (Bless í bili) X,“ sagði í færslunni. Við krufningu á líki Amber kom í ljós að dánarorsök hennar hefði verið kyrking. Rannsókn á sönnunargögnum sýndi blóð á jakka Connors og DNA hans á stuttbuxum hennar, sem höfðu verið rifnar af henni með afli. Að auki mátti sjá myndefni frá öryggismyndavélum af systkinunum á göngu skömmu fyrir atburðinn og síðar af honum einum á leið heim, sjáanlega örmagna. Mynbdir úr öryggismyndavélum teknar fyrir og eftir verknaðinn. Ríkissaksóknari Bretlands „Ekki góð blanda“ Systkinin bjuggu saman hjá fósturforeldrunum Craig og Carol Niven frá þriggja og fimm ára aldri. Síðar hafi þau fengið langtímaleyfi til þess að sjá fyrir systkinunum. Þegar atburðirnir áttu sér stað hafði Connor búið í gistiskýli fyrir heimilislausa en Amber á öðru fósturheimili. Kvöldið sem atvikið átti sér stað hafi þau ætlað að hittast til þess að tala saman. Fósturforeldrarnir segja Connor ekki hafa sýnt tilfinningar þegar hann hringdi í þau daginn sem lík Amber fannst. Þá segja þau systkinin sjaldan hafa verið skilin ein eftir þegar þau bjuggu hjá fósturforeldrunum vegna þess að það væri „ekki góð blanda“. „Við erum fegin að viðkomandi aðilar í þessu máli séu nú bak við lás og slá. Hins vegar mun enginn tími réttlæta missi á svo ung og saklausu lífi“ sögðu hjónin í yfirlýsingu. Skotland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Gibson var í dag fundinn sekur um verknaðinn eftir þrettán daga langa málsmeðferð Í hæstarétti Glasgow. Þrátt fyrir talsverð sönnunargögn hafi hann neitað sök í málinu. Refsing hans verður ákveðin þann 4. september næstkomandi. Lýst var eftir Amber Gibson, yngri systur Connors, föstudaginn 26. nóvember 2021. Tveimur dögum síðar fannst lík hennar í almenningsgarði í Hamilton í Skotlandi. Þremur dögum síðar var Gibson handtekinn. Þá kom fram að kvöldið 26. nóvember hafði Connor veist að systur sinni í almenningsgarði í útjaðri Glasgow, rifið hana úr fötunum og reynt að nauðga henni. Þá hafi hann slegið hana í höfuðið og í kjölfarið kyrkt hana til dauða. Náðust á öryggismyndavél Daginn fyrir handtökuna birti Gibson færslu á Facebook þar sem hann minntist systur sinnar. „Amber, þú munt fljúga hátt það sem eftir er. Við söknum þín öll. Sérstaklega ég. Ég elska þig rauðhærði dvergur. BÍB (Bless í bili) X,“ sagði í færslunni. Við krufningu á líki Amber kom í ljós að dánarorsök hennar hefði verið kyrking. Rannsókn á sönnunargögnum sýndi blóð á jakka Connors og DNA hans á stuttbuxum hennar, sem höfðu verið rifnar af henni með afli. Að auki mátti sjá myndefni frá öryggismyndavélum af systkinunum á göngu skömmu fyrir atburðinn og síðar af honum einum á leið heim, sjáanlega örmagna. Mynbdir úr öryggismyndavélum teknar fyrir og eftir verknaðinn. Ríkissaksóknari Bretlands „Ekki góð blanda“ Systkinin bjuggu saman hjá fósturforeldrunum Craig og Carol Niven frá þriggja og fimm ára aldri. Síðar hafi þau fengið langtímaleyfi til þess að sjá fyrir systkinunum. Þegar atburðirnir áttu sér stað hafði Connor búið í gistiskýli fyrir heimilislausa en Amber á öðru fósturheimili. Kvöldið sem atvikið átti sér stað hafi þau ætlað að hittast til þess að tala saman. Fósturforeldrarnir segja Connor ekki hafa sýnt tilfinningar þegar hann hringdi í þau daginn sem lík Amber fannst. Þá segja þau systkinin sjaldan hafa verið skilin ein eftir þegar þau bjuggu hjá fósturforeldrunum vegna þess að það væri „ekki góð blanda“. „Við erum fegin að viðkomandi aðilar í þessu máli séu nú bak við lás og slá. Hins vegar mun enginn tími réttlæta missi á svo ung og saklausu lífi“ sögðu hjónin í yfirlýsingu.
Skotland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira