Erlent

Pistoriusi neitað um reynslulausn

Fangelsisyfirvöld í Suður-Afríku synjuðu umsókn Oscars Pistorius, fyrrverandi Ólympíugullverðlaunahafa, um reynslulausn í dag. Pistorius var ekki talinn hafa afplánað nóg af fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að drepa kærustu sína.

Erlent

Keppi­nautar Trump fylkja sér að baki honum eftir á­kæru

Leiðtogar Repúblikanaflokksins og helstu keppinautar Donalds Trump um útnenfningu flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs fylktu sér að baki honum eftir að hann var ákærður í gær. Búist er við því að Trump gefi sig fram við yfirvöld í New York í næstu viku.

Erlent

Dómur féll Gwyneth Paltrow í vil: Fær einn dollara í bætur

Kviðdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow beri ekki ábyrgð vegna atviks þar sem hinn 76 ára Terry Sanderson braut fjögur rifbein í skíðabrekku í Utah í Bandaríkjunum árið 2016. Er það mat kviðdómsins að Sanderson beri alfarið ábyrgð á slysinu.

Erlent

Tyrkland leggur blessun sína yfir umsókn Finnlands

Finnland og Svíþjóð óskuðu eftir því að ganga inn í Atlantshafsbandalagið, NATO, á síðasta ári í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu. Umsóknin hefur strandað á Tyrklandi en nú hefur tyrkneska þingið samþykkt umsóknina. Öll aðildarríki bandalagsins hafa því nú samþykkt inngöngu Finnlands.

Erlent

Trump ákærður í New York

Meðlimir ákærudómstóls í New York hafa lagt til að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, verði ákærður. Nákvæmlega fyrir hvað liggur ekki fyrir enn en búist er við því að Alvin Bragg, umdæmissaksóknari í Manhattan, opinberi ákæruna á næstu dögum.

Erlent

Gögnum um tölvuárásir Rússa lekið til fjölmiðla

Rússneska netöryggisfyrirtækið Vulkan hefur hjálpað herafla og leyniþjónustum Rússlands náið við netárásir og gagnaöflun. Auk þess hafa starfsmenn fyrirtækisins þjálfað starfsmenn leyniþjónusta Rússlands og tekið þátt í að dreifa falsfregnum og ýta undir upplýsingaóreiðu.

Erlent

Fimm ára skaut sextán mánaða bróður sinn til bana

Sextán mánaða drengur var skotinn til bana af fimm ára systkini sínu í Indiana í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Eldra barnið mun hafa komist í skammbyssu sem var á heimili þeirra og notaði hana til að skjóta ungabarnið til bana.

Erlent

Eldur kviknaði er lest með etanól og síróp fór af sporinu

Lest sem verið var að nota til að flytja etanól og síróp fór af sporinu í Minnesota í morgun. Við það kviknaði mikill eldur svo stór hluti lestarinnar stóð í ljósum logum. Íbúar bæjarins Raymond, sem bú nærri slysinu, þurftu að flýja heimili sín.

Erlent

ISIS-systur aftur komnar til Noregs

Tvær systur frá Bærum í Noregi og þrjú börn þeirra hafa verið flutt frá Sýrlandi til Noregs. Konurnar tilheyra hóp sem kallaður hefur verið „eiginkonur ISIS“ en þær gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin á árum áður.

Erlent

Frans páfi lagður inn á sjúkrahús

Frans páfi hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Róm vegna öndunarfærasýkingar. Páfinn, sem er orðinn 86 ára gamall er þó ekki með Covid að sögn Vatikansins.

Erlent

Fyrstu hvolparnir í 70 ár

Fjórir blettatígurshvolpar fæddust í Indlandi á dögunum. Um er að ræða fyrstu blettatígurshvolpa sem fæðast í landinu í 70 ár. Tegundin var skráð útdauð í landinu á sjötta áratug síðustu aldar.

Erlent

Kallar eftir samstöðu með Pútín

Rússar þurfa að fylkja liði um Vladimír Pútín, forseta Rússlands, því stríðsrekstri ríkisins mun ekki ljúka í bráð. Þetta segir talsmaður Pútíns sem segir einnig að Rússar eigi í stríði við Vesturlönd.

Erlent

Nettröll níddust á föður sex ára drengs sem lést

Blaðamaður sem missti sex ára son sinn í janúar hefur orðið vinsælt skotmark fólks á netinu sem segist sannfært um að bóluefni gegn Covid hafi dregið barnið til dauða. Þetta fólk hefur níðst á manninum og sakað hann um að bera ábyrgð á dauða barnsins, jafnvel þó það hafi alls ekki dáið vegna bóluefna.

Erlent

Kínverjar reiðir yfir væntanlegum fundi Tsai og McCarthy

Tsai Ing-wen, forseti Taívans, segir að utanaðkomandi þrýstingur muni ekki koma í veg fyrir samskipti Taívans við heiminn. Hún mun ferðast um Bandaríkin á næstu dögum og stendur til að hún fundi þar með Kevin McCarthy, forseta Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

Erlent

Selenskí sagður uggandi vegna for­seta­kosninganna vestan­hafs

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur áhyggjur af því að mögulegar breytingar á hinu pólitíska landslagi Vestanhafs muni hafa áhrif á gang stríðsins í Úkraínu. „Bandaríki skilja að ef þeir hætta að aðstoða okkur þá vinnum við ekki,“ sagði forsetinn í viðtali við AP.

Erlent

Ísland í öðru sæti yfir öruggustu áfangastaðina fyrir ferðamenn

Ísland er eitt af tíu öruggustu áfangastöðunum fyrir ferðamenn. Þetta kemur fram í nýlegri samantekt á breska ferðavefnum Which en stuðst var við gögn frá ráðgjafafyrirtækinu STC. Tekið var mið af náttúrhamförum, fjölda banaslysa í umferðinni, morðtíðni, fjölda hryðjuverka, öryggi kvenkyns ferðamanna og uppbyggingu heilbrigðiskerfis í hverju landi fyrir sig.

Erlent