Nýfætt barn sem fannst í janúar alsystkini annarra yfirgefinna barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júní 2024 11:53 Það virðast engar myndir hafa verið birtar af Elsu en þetta er Roman, sem fannst vafin í teppi og innkaupapoka árið 2019. Lögreglan í Lundúnum Nýfætt barn sem fannst yfirgefið í Lundúnum í janúar, þegar hitastig var undir frostmarki, er alsystkini tveggja ungabarna sem einnig fundust yfirgefinn í stórborginni. Frá þessu greinir BBC, eftir að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að það varðaði almannahagsmuni að fjallað yrði um málið. Það var einstaklingur á gangi með hund sem fann barnið en það hafði verið vafið í handklæði og komið fyrir í tösku eða poka. Barnið, sem yfirvöld kalla Elsu, var ískalt en grét og náði fullri heilsu. Hluti naflastrengsins var enn á sínum stað og læknar mátu það sem svo að Elsa hefði fæðst um klukkustund áður en hún fannst. Eins og fyrr segir leiddi erfðarannsókn seinna í ljós að Elsa er alsystkini tveggja annara nýfæddra barna sem einnig fundust yfirgefin á sömu slóðum í Lundúnum. Annað, drengur sem fékk nafnið Harry, fannst í september árið 2017 og hitt, stúlka sem var kölluð Roman, í janúar árið 2019. Foreldrar barnanna hafa ekki fundist. Staðaryfirvöld og nefnd sem veitir dómstólum ráðgjöf í málum er varða velferð barna vildu ekki greina frá málinu og þá var það afstaða lögregluyfirvalda í Lundúnum að það væri dómstóla að ákvarða um upplýsingagjöf til almennings. Lögreglan vildi ekki stuðla að því að mæður yfirgæfu börn sín. Fjölskyldudómstóll í Lundúnum, sem er þátttakandi í gegnsæisverkefni sem nú stendur yfir á Englandi og í Wales, komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það þjónaði almannahagsmunum að greina frá málinu. Það væri afar fátítt að börn væru yfirgefin og enn markverðara að börnin þrjú væru systkini. BBC og PA, sem sóttu málið, færðu einnig fyrir því rök að fréttaflutningur myndi mögulega aðstoða yfirvöld við að finna foreldrana. Eldri börnin tvö hafa verið ættleidd en yfirvöld segja þau öll verða upplýst um að þau séu alsystkini og þá hefur verið tekin ákvörðun um að greiða fyrir því að þau fái að kynnast þegar þau eldast. Bretland England Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Frá þessu greinir BBC, eftir að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að það varðaði almannahagsmuni að fjallað yrði um málið. Það var einstaklingur á gangi með hund sem fann barnið en það hafði verið vafið í handklæði og komið fyrir í tösku eða poka. Barnið, sem yfirvöld kalla Elsu, var ískalt en grét og náði fullri heilsu. Hluti naflastrengsins var enn á sínum stað og læknar mátu það sem svo að Elsa hefði fæðst um klukkustund áður en hún fannst. Eins og fyrr segir leiddi erfðarannsókn seinna í ljós að Elsa er alsystkini tveggja annara nýfæddra barna sem einnig fundust yfirgefin á sömu slóðum í Lundúnum. Annað, drengur sem fékk nafnið Harry, fannst í september árið 2017 og hitt, stúlka sem var kölluð Roman, í janúar árið 2019. Foreldrar barnanna hafa ekki fundist. Staðaryfirvöld og nefnd sem veitir dómstólum ráðgjöf í málum er varða velferð barna vildu ekki greina frá málinu og þá var það afstaða lögregluyfirvalda í Lundúnum að það væri dómstóla að ákvarða um upplýsingagjöf til almennings. Lögreglan vildi ekki stuðla að því að mæður yfirgæfu börn sín. Fjölskyldudómstóll í Lundúnum, sem er þátttakandi í gegnsæisverkefni sem nú stendur yfir á Englandi og í Wales, komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að það þjónaði almannahagsmunum að greina frá málinu. Það væri afar fátítt að börn væru yfirgefin og enn markverðara að börnin þrjú væru systkini. BBC og PA, sem sóttu málið, færðu einnig fyrir því rök að fréttaflutningur myndi mögulega aðstoða yfirvöld við að finna foreldrana. Eldri börnin tvö hafa verið ættleidd en yfirvöld segja þau öll verða upplýst um að þau séu alsystkini og þá hefur verið tekin ákvörðun um að greiða fyrir því að þau fái að kynnast þegar þau eldast.
Bretland England Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira