Flokkur Mandela missir meirihluta í fyrsta skipti í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2024 11:32 Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, þarf að leita á náð stjórnarandstöðuflokka ef Afríska þjóðarráðið ætlar að halda áfram í ríkisstjórn. AP/Emilio Morenatti Afríska þjóðarráðið (ANC), sem Nelson Mandela leiddi á sínum tíma, tapaði meirihluta sínum á þingi í fyrsta skipti frá lokum aðskilnaðarstefnunnar í þingkosningunum í Suður-Afríku. Flokkurinn gæti þó haldið áfram við stjórn í samsteypustjórn. Þegar talningu eftir kosningarnar sem fóru fram á miðvikudag lauk reyndist ANC hafa fengið fjörutíu prósent atkvæða. Tapaði flokkurinn nærri tuttugu prósentum og rúmlega sjötíu þingsætum frá því í síðustu kosningum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Cyril Ramaphosa, forseti, sagði úrslitin flokki sínum erfið en virtist boða viðræður um myndun samsteypustjórnar. Lýðræðisbandalagið (DA) sagðist opið fyrir viðræðum við Ramaphosa en miðhægri flokkurinn er þó andsnúinn nokkrum helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar, þar á meðal aðgerðum til þess að jafna stöðu svartra í landinu eftir aðskilnaðarstefnuna og opinberri heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. ANC segir að sér verði ekki kvikað frá þeim málum. Jacob Zuma, fyrrverandi forseti sem hrökklaðist frá völdum í skugga spillingarmála, stofnaði sinn eigin flokk fyrir kosningarnar. Sá flokkur segist tilbúinn að vinna með þjóðarráðinu en ekki á meðan Ramaphosa er leiðtogi þess. Ramaphosa tók við af Zuma sem leiðtogi ANC í hatrömmum átökum árið 2018. Suður-Afríka Tengdar fréttir Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. 29. maí 2024 08:29 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Þegar talningu eftir kosningarnar sem fóru fram á miðvikudag lauk reyndist ANC hafa fengið fjörutíu prósent atkvæða. Tapaði flokkurinn nærri tuttugu prósentum og rúmlega sjötíu þingsætum frá því í síðustu kosningum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Cyril Ramaphosa, forseti, sagði úrslitin flokki sínum erfið en virtist boða viðræður um myndun samsteypustjórnar. Lýðræðisbandalagið (DA) sagðist opið fyrir viðræðum við Ramaphosa en miðhægri flokkurinn er þó andsnúinn nokkrum helstu stefnumálum ríkisstjórnarinnar, þar á meðal aðgerðum til þess að jafna stöðu svartra í landinu eftir aðskilnaðarstefnuna og opinberri heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn. ANC segir að sér verði ekki kvikað frá þeim málum. Jacob Zuma, fyrrverandi forseti sem hrökklaðist frá völdum í skugga spillingarmála, stofnaði sinn eigin flokk fyrir kosningarnar. Sá flokkur segist tilbúinn að vinna með þjóðarráðinu en ekki á meðan Ramaphosa er leiðtogi þess. Ramaphosa tók við af Zuma sem leiðtogi ANC í hatrömmum átökum árið 2018.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. 29. maí 2024 08:29 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. 29. maí 2024 08:29