Kona forsætisráðherra kölluð til skýrslutöku í spillingarrannsókn Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2024 12:32 Sánchez og Gómez á kjörstað í kosningunum í júlí í fyrra. Sósíalistaflokkur Sánchez myndaði minnihlutastjórn með öðrum vinstriflokki eftir margra mánaða þreifingar. Vísir/EPA Rannsóknardómari í Madrid hefur boðað eiginkonu Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, til skýrslutöku vegna ásakana um spillingu og að hún hafi notfært sér stöðu sína í viðskiptum. Saksóknarar vildu vísa málinu frá vegna skorts á sönnunargögnum. Mál Begoñu Gómez forsætisráðherrafrúar hefur valdið nokkrum úlfaþyt á Spáni. Sánchez íhugaði að segja af sér vegna þess í síðasta mánuði. Gómez hefur ekki sjálf tjáð sig opinberlega um ásakanirnar eftir að rannsókn hófst en Sánchez sakar pólitíska andstæðinga af hægri vængnum um að standa að baki því. Rannsóknin hófst eftir að samtökin Hreinar hendur lögðu fram kæru og sökuðu Gómez um að notfæra sér áhrif sín sem eiginkona forsætisráðherra til þess fá fjársterka aðila til þess að styrkja meistaranám sem hún hafði umsjón með. Forsvarsmaður Hreinna handa er Miguel Bernad sem bauð sig fram fyrir öfgahægriflokkinn Þjóðfylkinguna (sp. Frente Nacional) í Evrópuþingskosningum á níunda áratugnum. Gómez þarf að koma fyrir dómara og svara fyrir ásakanirnar í Madrid 5. júlí, að sögn spænska dagblaðsins El País. Dómarinn frestaði skýrslutökum yfir vitnum sem áttu að koma fyrir dóminn á fimmtudag til sunnudagsins 16. júní. Blaðið segir afar óvenjulegt að vitni séu kölluð fyrir dóm á sunnudegi í máli sem er ekki í flýtimeðferð. Dómarinn í málinu hafnaði kröfu saksóknara um að fella rannsóknina niður vegna skorts á sönnunargögnum í síðasta mánuði. Saksóknararnir beindu því til dómarans að einbeita sér að samskiptum Gómez við tiltekinn afthafnamann. Aðrar ásakanir Hreinna handa væru ótrúverðugar, byggðust á röngum dagsetningum og í sumum tilfellum algerum ágiskunum. Hreinar hendur hafa sagt að ásakanirnar séu fengnar úr umfjöllun fjölmiðla og samtökin geti ekki staðfest áreiðanleika þeirra sjálf. Bernad hefur vísað því á bug að pólitískar bakir hafi búið að baki kærunnar, aðeins „borgaraleg skylda“. Spánn Tengdar fréttir Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. 4. maí 2024 14:43 Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 28. apríl 2024 08:40 Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. 25. apríl 2024 09:41 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Mál Begoñu Gómez forsætisráðherrafrúar hefur valdið nokkrum úlfaþyt á Spáni. Sánchez íhugaði að segja af sér vegna þess í síðasta mánuði. Gómez hefur ekki sjálf tjáð sig opinberlega um ásakanirnar eftir að rannsókn hófst en Sánchez sakar pólitíska andstæðinga af hægri vængnum um að standa að baki því. Rannsóknin hófst eftir að samtökin Hreinar hendur lögðu fram kæru og sökuðu Gómez um að notfæra sér áhrif sín sem eiginkona forsætisráðherra til þess fá fjársterka aðila til þess að styrkja meistaranám sem hún hafði umsjón með. Forsvarsmaður Hreinna handa er Miguel Bernad sem bauð sig fram fyrir öfgahægriflokkinn Þjóðfylkinguna (sp. Frente Nacional) í Evrópuþingskosningum á níunda áratugnum. Gómez þarf að koma fyrir dómara og svara fyrir ásakanirnar í Madrid 5. júlí, að sögn spænska dagblaðsins El País. Dómarinn frestaði skýrslutökum yfir vitnum sem áttu að koma fyrir dóminn á fimmtudag til sunnudagsins 16. júní. Blaðið segir afar óvenjulegt að vitni séu kölluð fyrir dóm á sunnudegi í máli sem er ekki í flýtimeðferð. Dómarinn í málinu hafnaði kröfu saksóknara um að fella rannsóknina niður vegna skorts á sönnunargögnum í síðasta mánuði. Saksóknararnir beindu því til dómarans að einbeita sér að samskiptum Gómez við tiltekinn afthafnamann. Aðrar ásakanir Hreinna handa væru ótrúverðugar, byggðust á röngum dagsetningum og í sumum tilfellum algerum ágiskunum. Hreinar hendur hafa sagt að ásakanirnar séu fengnar úr umfjöllun fjölmiðla og samtökin geti ekki staðfest áreiðanleika þeirra sjálf. Bernad hefur vísað því á bug að pólitískar bakir hafi búið að baki kærunnar, aðeins „borgaraleg skylda“.
Spánn Tengdar fréttir Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. 4. maí 2024 14:43 Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 28. apríl 2024 08:40 Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. 25. apríl 2024 09:41 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Sjá meira
Forseti Argentínu skýtur föstum skotum á spænsku ríkisstjórnina Javier Milei, forseti Argentínu sakaði Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, og ríkisstjórn hans um að stofna spænskum konum í hættu og leiða fátækt og dauða yfir spænsku þjóðina. Þessi ummæli voru viðbrögð við ummælum Óscar Puente samgönguráðherra sem ýjaði að því Milei hefði neytt fíkniefna á meðan kosningabaráttu sinni stóð. 4. maí 2024 14:43
Þúsundir hvöttu Sánchez til að segja ekki af sér Þúsundir stuðningsmanna Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formanns Sósíalistaflokksins, komu saman á götum Madrídar í gær og hvöttu ráðherrann til þess að segja ekki af sér vegna meintrar spillingar sem eiginkona hans hefur verið sökuð um. 28. apríl 2024 08:40
Sánchez íhugar að segja af sér vegna meintrar spillingar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur aflýst öllum opinberum störfum sínum út vikuna og segist íhuga að segja af sér. Ástæðuna segir hann vera eineltismál sem hann og konan hans sæti vegna meints spillingarmáls sem eigi ekki við rök að styðjast. 25. apríl 2024 09:41