Netanyahu fastur milli steins og sleggju Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. júní 2024 07:18 Gagnrýnendur Netanyahu segja hann í raun vilja halda aðgerðum áfram sem lengst, til að fresta því að þurfa að svara fyrir öryggisbrestinn sem átti sér stað 7. október. epa/Amir Cohen Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, er nú sagður standa frammi fyrir því að þurfa mögulega að velja á milli þess að ganga að vopnahléstillögum sem nú liggja fyrir og þess að halda lífi í ríkisstjórn sinni. Þrýstingur á Netanyahu jókst til muna á föstudag þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá tillögum Ísraelsmanna um vopnahlé, sem fela meðal annars í sér hlé á átökum í sex vikur og að íbúum Gasa verði gert kleift að snúa aftur heim. Á sama tíma virðist langt í frá eining um tillögurnar innan ríkisstjórnar Netanyahu; harðlínumenn vilja enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas og halda pólitískri framtíð forsætisráðherrans í hendi sér. Yfirvöld í Ísrael hafa staðfest að tillögurnar sem Biden greindi frá séu samhljóða tillögum sem stríðsráðuneyti Ísrael hafði samþykkt en höfðu ekki verið kynntar opinberlega. Biden er þannig sagður hafa ýtt Netanyahu út úr skápnum og síðarnefndi sé nú tilneyddur til að' taka afstöðu með þverpólitísku stríðsráðinu eða harðlínumönnunum. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans voru að ítreka að Ísrael myndi ekki sætt sig við annað en að markmiðum yrði náð og Hamas-samtökunum tortímt. Að minnsta kosti tveir ráðherrar, fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich og þjóðaröryggismálaráðherrann Itamar Ben-Gvir, hafa enda hótað því að sprengja ríkisstjórnina ef gengið verður að tillögunum sem greint var frá á föstudag. Ástandið á Gasa versnar með hverju degi og um 7.000 börn undir fimm ára aldri eru nú sögð þjást af vannæringu.epa/Haitham Imad Á sama tíma hafa tveir ráðherrar og fyrrverandi herforingjar sem gengu til liðs við ríkisstjórnina eftir árásir Hamas 7. október síðastliðinn, Benny Gantz og Gadi Eisenkot, hótað því að ganga frá borði ef Netanyahu hefur ekki lagt fram raunhæfa áætlun um endalok átaka og framhaldið á Gasa fyrir 8. júní. Tillögurnar sem nú liggja á borðinu fela í sér að gíslar Hamas verði látnir lausir gegn lausn hundruða Palestínumanna sem nú er haldið í fangelsum í Ísrael, að hlé verði á átökum á meðan menn sitja enn við samningaborðið og að efnt verði til alþjóðlegs átaks til að endurbyggja Gasa. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki sætta sig við aðkomu Hamas að endurreisn Gasa og þess í stað stuðla að stjórn annarra afla, án þess þó að gera grein fyrir því hver þau öfl gætu mögulega verið. New York Times hefur eftir Reuven Hazan, prófessor í stjórnmálafræði við Hebrew University of Jerusalem, að það þyrfti „nýjan“ Netanyahu ef tillögurnar ættu að ná fram að ganga. Í hvert sinn sem forsætisráðherrann hefði þurft að velja á milli þess sem væri þjóðinni fyrir bestu og þess sem harðlínumennirnir vildu hefðu síðarnefndu orðið fyrir valinu. Þá hefði Netanyahu lært að það væri árangursríkt að segja „Já, en...“ við Bandaríkjamenn og bíða svo eftir að Hamas kæmu honum úr klípunni með því að segja nei. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira
Þrýstingur á Netanyahu jókst til muna á föstudag þegar Joe Biden Bandaríkjaforseti greindi frá tillögum Ísraelsmanna um vopnahlé, sem fela meðal annars í sér hlé á átökum í sex vikur og að íbúum Gasa verði gert kleift að snúa aftur heim. Á sama tíma virðist langt í frá eining um tillögurnar innan ríkisstjórnar Netanyahu; harðlínumenn vilja enga lendingu aðra en algjöra tortímingu Hamas og halda pólitískri framtíð forsætisráðherrans í hendi sér. Yfirvöld í Ísrael hafa staðfest að tillögurnar sem Biden greindi frá séu samhljóða tillögum sem stríðsráðuneyti Ísrael hafði samþykkt en höfðu ekki verið kynntar opinberlega. Biden er þannig sagður hafa ýtt Netanyahu út úr skápnum og síðarnefndi sé nú tilneyddur til að' taka afstöðu með þverpólitísku stríðsráðinu eða harðlínumönnunum. Fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans voru að ítreka að Ísrael myndi ekki sætt sig við annað en að markmiðum yrði náð og Hamas-samtökunum tortímt. Að minnsta kosti tveir ráðherrar, fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich og þjóðaröryggismálaráðherrann Itamar Ben-Gvir, hafa enda hótað því að sprengja ríkisstjórnina ef gengið verður að tillögunum sem greint var frá á föstudag. Ástandið á Gasa versnar með hverju degi og um 7.000 börn undir fimm ára aldri eru nú sögð þjást af vannæringu.epa/Haitham Imad Á sama tíma hafa tveir ráðherrar og fyrrverandi herforingjar sem gengu til liðs við ríkisstjórnina eftir árásir Hamas 7. október síðastliðinn, Benny Gantz og Gadi Eisenkot, hótað því að ganga frá borði ef Netanyahu hefur ekki lagt fram raunhæfa áætlun um endalok átaka og framhaldið á Gasa fyrir 8. júní. Tillögurnar sem nú liggja á borðinu fela í sér að gíslar Hamas verði látnir lausir gegn lausn hundruða Palestínumanna sem nú er haldið í fangelsum í Ísrael, að hlé verði á átökum á meðan menn sitja enn við samningaborðið og að efnt verði til alþjóðlegs átaks til að endurbyggja Gasa. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki sætta sig við aðkomu Hamas að endurreisn Gasa og þess í stað stuðla að stjórn annarra afla, án þess þó að gera grein fyrir því hver þau öfl gætu mögulega verið. New York Times hefur eftir Reuven Hazan, prófessor í stjórnmálafræði við Hebrew University of Jerusalem, að það þyrfti „nýjan“ Netanyahu ef tillögurnar ættu að ná fram að ganga. Í hvert sinn sem forsætisráðherrann hefði þurft að velja á milli þess sem væri þjóðinni fyrir bestu og þess sem harðlínumennirnir vildu hefðu síðarnefndu orðið fyrir valinu. Þá hefði Netanyahu lært að það væri árangursríkt að segja „Já, en...“ við Bandaríkjamenn og bíða svo eftir að Hamas kæmu honum úr klípunni með því að segja nei. Hér má finna ítarlega umfjöllun New York Times um málið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Sjá meira