Erlent Hönnuður borðspilsins Catan látinn Klaus Teuber, hönnuður borðspilsins Catan, lést á laugardag 1. apríl. Spilið er eitt vinsælasta borðspil nútímans og tengist Íslandi. Teuber var fæddur í borginni Rai-Breitenbach, nálægt Frankfurt, í Þýskalandi þann 25. júní árið 1952 og var því sjötugur að aldri. Erlent 4.4.2023 16:36 Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. Erlent 4.4.2023 15:26 Ætla að reka þingmenn sem mótmæltu skotvopnum Repúblikanar á ríkisþingi Tennessee í Bandaríkjunum tóku fyrstu skrefin að því að reka þrjá þingmenn demókrata af þingi eftir að þeir tóku þátt í mótmælum gegn skotvopnum í þinginu í síðustu viku. Fáheyrt er að þingmönnum sé vísað af þingi með þessum hætti. Erlent 4.4.2023 15:12 Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. Erlent 4.4.2023 10:14 Fórnarlömb hryðjuverkaárásar höfða mál á hendur samsæriskenningasmiði Feðgin sem slösuðust alvarlega í hryðjuverkaárásinni á Manchester Arena árið 2017 hafa höfðað mál á hendur samsæriskenningasmið, sem hefur haldið því fram að árásin hafi verið sett á svið og að enginn hafi raunverulega slasast. Erlent 4.4.2023 10:10 Ráðgjafi ríkisstjóra féll í átökum við lögreglu Fyrrverandi skrifstofustjóri ríkisstjóra Maryland í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs sem hann hlaut í átökum við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI í gær. Maðurinn hafði verið á flótta undan yfirvöldum í þrjár vikur enn hann var sakaður um fjársvik. Erlent 4.4.2023 09:11 Kynnti áhöfnina sem á að fara aftur til tunglsins Bandaríska geimvísindastofnunin NASA kynnti í gær geimfarana fjóra sem urðu fyrir valinu til að fljúga til tunglsins á næsta ári. Kona og blökkumaður eru í fyrsta skipti á hópi væntanlegra tunglfara. Erlent 4.4.2023 08:38 Einn látinn og tugir slasaðir eftir lestarslys í Hollandi Einn lést og tugir slösuðust þegar lest með um 60 manns um borð fór út af lestarteinum við VoorSchoten í Hollandi, um það bil átta kílómetra frá Haag. Slysið átti sér stað þegar lestin ók á byggingabúnað sem virðist hafa verið á teinunum. Erlent 4.4.2023 08:30 Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Erlent 4.4.2023 07:30 Fjármálaráðherra Thatcher og pabbi Nigellu látinn Nigel Lawson, fjármálaráðherra og áhrifamaður í ríkisstjórn Margaret Thatcher, er látinn 91 árs að aldri. Hann var einni faðir sjónvarpskokksins sívinsæla Nigellu Lawson. Erlent 3.4.2023 23:23 Njósnabelgurinn hafi safnað viðkvæmum hernaðarupplýsingum Kínverskur njósnabelgur sem Bandaríkjamenn skutu niður í febrúar er talinn hafa verið nýttur til að safna viðkvæmum hernaðarupplýsingum. Talið er að belgnum hafi verið flogið yfir herstöðvar og upplýsingum streymt í rauntíma til kínverskra yfirvalda. Erlent 3.4.2023 23:17 Krefst tæplega sex milljarða eftir að barn skaut hana Abigail Zwerner, kennari í Virginíu í Bandaríkjunum, hefur krafið skólastjórnendur um fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, ríflega 5,5 milljarða króna, eftir að sex ára nemandi skaut hana í höndina og brjóstið í janúar. Hún sakar stjórnendur um alvarlegt gáleysi með því að hafa hundsað fjölda viðvarana um að nemandinn væri vopnaður og í „vígahug“. Erlent 3.4.2023 20:23 Telja Trump hafa hindrað rannsókn á leyniskjölum Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra. Erlent 3.4.2023 15:10 Kona handtekin vegna dráps á þekktum hernaðarbloggara Rússnesk yfirvöld segjast hafa handtekið unga konu í tengslum við dráp á þekktum hernaðarbloggara á kaffihúsi í Pétursborg um helgina. Upptökur frá kaffihúsinu sýna að kona afhenti bloggaranum styttu af honum sjálfum rétt áður en sprengja sprakk. Erlent 3.4.2023 10:06 Pólitískur nýliði kosinn forseti í Svartfjallalandi Hagfræðingurinn Jakov Milatovic, sem er nýliði á hinu pólitíska sviði, var kjörinn forseti Svartfjallalands í forsetakosningum sem fram fóru í landinu í gær. Erlent 3.4.2023 08:38 Trump hyggst ávarpa stuðningsmenn sína eftir þingfestingu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður í baráttuhug en hann flýgur til New York í dag. Þar mun hann verða dreginn fyrir dómara á morgun og látinn svara ákærum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Erlent 3.4.2023 08:00 Um 90 prósent Parísarbúa vill banna rafhlaupahjól til leigu Íbúar Parísarborgar hafa kveðið upp sinn dóm; rafmagnshlaupahjól til leigu verða gerð útlæg úr borginni. Um 90 prósent borgarbúa greiddu atkvæði með banni gegn farartækjunum, sem þykja hin mestu skaðræði. Erlent 3.4.2023 07:01 Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. Erlent 2.4.2023 23:58 Bjargaði snjóbrettamanni á kafi í snjó Skíðamaðurinn Francis Zuber vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann bjargaði snjóbrettamanni sem lent hafði öfugur á kafi í snjó. Hann rambaði fram á manninn fyrir hreina tilviljun og ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði hann ekki gert það. Erlent 2.4.2023 22:39 Sanna viðurkennir ósigur Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. Erlent 2.4.2023 20:59 Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. Erlent 2.4.2023 19:18 Stuðningsmaður innrásar Rússa lést í sprengingu á veitingastað Prigozhins Rússneski stríðsbloggarinn Vladlen Tatarsky lést eftir öfluga sprengingu á veitingastað í Pétursborg í dag. Veitingastaðurinn er sagður í eigu Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner-hópsins alræmda. Erlent 2.4.2023 19:01 Rússneskir hermenn illa þjakaðir af áfengisneyslu Fjölmörg slys meðal rússneskra hermanna, þar með talið dauðsföll, má rekja til óhóflegrar áfengisneyslu að sögn breska varnarmálaráðuneytisins. Erlent 2.4.2023 13:59 Sextán skipverja danska skipsins saknað eftir sjóránið Sextán er enn saknað eftir sjórán á danska olíuskipinu Monjasa Reformer undan ströndum Kongó fyrir viku síðan. Skipið fannst á föstudag. Erlent 2.4.2023 09:58 Minnst 21 látinn í suður- og miðvesturríkjum Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Arkansas í Bandaríkjunum vegna mannskæðs óveðurs sem reið yfir þar og í fleiri ríkjum í gærkvöldi og í nótt. Tugir hvirfilbylja fylgdu veðrinu. Erlent 1.4.2023 21:14 „Viðkvæmir lesendur“ breyta Agöthu Christie Viðamiklar breytingar verða gerðar á bókum Agöthu Christie á næstu misserum. Flest orð sem vísa til kynþáttar sögupersóna verða fjarlægð sem og persónulýsingar sem teljast niðrandi. Fólk sem skilgreinir sig sem viðkvæma lesendur fer yfir texta bókanna. Erlent 1.4.2023 15:31 Forysta Rússa í öryggisráðinu „versti brandari í heimi“ Rússar sitja nú í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir mótmæli Úkraínumanna og annarra landa. Síðast þegar Rússar gegndu sama embætti réðust þeir inn í Úkraínu. Erlent 1.4.2023 11:06 Páfinn segist vera enn á lífi Frans páfi grínaðist er hann var fluttur af spítala í Rómarborg í gær eftir þriggja daga dvöl þar. Hann hafði verið lagður þar inn vegna öndunarfærasýkingar. Erlent 1.4.2023 09:56 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Það er verið að slátra þeim“ Yfirmenn úkraínska hersins við Bakhmut segja bardaga þar hafa farið Úkraínumönnum í vil. Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna lýsti átökunum nýverið sem „slátrun“ á Rússum en úkraínskir hermenn segja varnir bæjarins þó hafa verið verulega kostnaðarsamar. Erlent 1.4.2023 08:00 Trump ekki settur í handjárn Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti verður ekki settur í handjárn þegar hann verður leiddur fyrir ákærudómstól í New York í vikunni. Viðbúnaður verður mikill og gert er ráð fyrir því að tugir leynilögreglumanna taki á móti Trump. Erlent 1.4.2023 07:59 « ‹ 176 177 178 179 180 181 182 183 184 … 334 ›
Hönnuður borðspilsins Catan látinn Klaus Teuber, hönnuður borðspilsins Catan, lést á laugardag 1. apríl. Spilið er eitt vinsælasta borðspil nútímans og tengist Íslandi. Teuber var fæddur í borginni Rai-Breitenbach, nálægt Frankfurt, í Þýskalandi þann 25. júní árið 1952 og var því sjötugur að aldri. Erlent 4.4.2023 16:36
Finnar boðnir velkomnir í Atlantshafsbandalagið Hvítur og blár fáni Finnlands var dreginn að húni við höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Brussel til marks um inngöngu landsins í dag. Landamæri Rússlands og NATO tvöfaldast að lengd með inngöngu Finna. Erlent 4.4.2023 15:26
Ætla að reka þingmenn sem mótmæltu skotvopnum Repúblikanar á ríkisþingi Tennessee í Bandaríkjunum tóku fyrstu skrefin að því að reka þrjá þingmenn demókrata af þingi eftir að þeir tóku þátt í mótmælum gegn skotvopnum í þinginu í síðustu viku. Fáheyrt er að þingmönnum sé vísað af þingi með þessum hætti. Erlent 4.4.2023 15:12
Handtóku meinta íslamista sem vildu hefna fyrir Kóranbrennu Sænska leyniþjónustan handtók fimm menn sem hún grunar um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk. Mennirnir eru sagðir hafa tengsl við Ríki íslams. Málið er eitt nokkurra sem sænsk yfirvöld segjast rannsaka í kjölfar umdeildra Kóranbrenna dansks hægriöfgamanns. Erlent 4.4.2023 10:14
Fórnarlömb hryðjuverkaárásar höfða mál á hendur samsæriskenningasmiði Feðgin sem slösuðust alvarlega í hryðjuverkaárásinni á Manchester Arena árið 2017 hafa höfðað mál á hendur samsæriskenningasmið, sem hefur haldið því fram að árásin hafi verið sett á svið og að enginn hafi raunverulega slasast. Erlent 4.4.2023 10:10
Ráðgjafi ríkisstjóra féll í átökum við lögreglu Fyrrverandi skrifstofustjóri ríkisstjóra Maryland í Bandaríkjunum lést af völdum skotsárs sem hann hlaut í átökum við fulltrúa alríkislögreglunnar FBI í gær. Maðurinn hafði verið á flótta undan yfirvöldum í þrjár vikur enn hann var sakaður um fjársvik. Erlent 4.4.2023 09:11
Kynnti áhöfnina sem á að fara aftur til tunglsins Bandaríska geimvísindastofnunin NASA kynnti í gær geimfarana fjóra sem urðu fyrir valinu til að fljúga til tunglsins á næsta ári. Kona og blökkumaður eru í fyrsta skipti á hópi væntanlegra tunglfara. Erlent 4.4.2023 08:38
Einn látinn og tugir slasaðir eftir lestarslys í Hollandi Einn lést og tugir slösuðust þegar lest með um 60 manns um borð fór út af lestarteinum við VoorSchoten í Hollandi, um það bil átta kílómetra frá Haag. Slysið átti sér stað þegar lestin ók á byggingabúnað sem virðist hafa verið á teinunum. Erlent 4.4.2023 08:30
Trump kominn til New York og verður leiddur fyrir dómara kl. 18.15 Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, kom til New York í gær. Síðar í dag, um klukkan 18 að íslenskum tíma, fer fram þingfesting í máli gegn honum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Erlent 4.4.2023 07:30
Fjármálaráðherra Thatcher og pabbi Nigellu látinn Nigel Lawson, fjármálaráðherra og áhrifamaður í ríkisstjórn Margaret Thatcher, er látinn 91 árs að aldri. Hann var einni faðir sjónvarpskokksins sívinsæla Nigellu Lawson. Erlent 3.4.2023 23:23
Njósnabelgurinn hafi safnað viðkvæmum hernaðarupplýsingum Kínverskur njósnabelgur sem Bandaríkjamenn skutu niður í febrúar er talinn hafa verið nýttur til að safna viðkvæmum hernaðarupplýsingum. Talið er að belgnum hafi verið flogið yfir herstöðvar og upplýsingum streymt í rauntíma til kínverskra yfirvalda. Erlent 3.4.2023 23:17
Krefst tæplega sex milljarða eftir að barn skaut hana Abigail Zwerner, kennari í Virginíu í Bandaríkjunum, hefur krafið skólastjórnendur um fjörutíu milljónir Bandaríkjadala, ríflega 5,5 milljarða króna, eftir að sex ára nemandi skaut hana í höndina og brjóstið í janúar. Hún sakar stjórnendur um alvarlegt gáleysi með því að hafa hundsað fjölda viðvarana um að nemandinn væri vopnaður og í „vígahug“. Erlent 3.4.2023 20:23
Telja Trump hafa hindrað rannsókn á leyniskjölum Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra. Erlent 3.4.2023 15:10
Kona handtekin vegna dráps á þekktum hernaðarbloggara Rússnesk yfirvöld segjast hafa handtekið unga konu í tengslum við dráp á þekktum hernaðarbloggara á kaffihúsi í Pétursborg um helgina. Upptökur frá kaffihúsinu sýna að kona afhenti bloggaranum styttu af honum sjálfum rétt áður en sprengja sprakk. Erlent 3.4.2023 10:06
Pólitískur nýliði kosinn forseti í Svartfjallalandi Hagfræðingurinn Jakov Milatovic, sem er nýliði á hinu pólitíska sviði, var kjörinn forseti Svartfjallalands í forsetakosningum sem fram fóru í landinu í gær. Erlent 3.4.2023 08:38
Trump hyggst ávarpa stuðningsmenn sína eftir þingfestingu Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, er sagður í baráttuhug en hann flýgur til New York í dag. Þar mun hann verða dreginn fyrir dómara á morgun og látinn svara ákærum í tengslum við mútugreiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels. Erlent 3.4.2023 08:00
Um 90 prósent Parísarbúa vill banna rafhlaupahjól til leigu Íbúar Parísarborgar hafa kveðið upp sinn dóm; rafmagnshlaupahjól til leigu verða gerð útlæg úr borginni. Um 90 prósent borgarbúa greiddu atkvæði með banni gegn farartækjunum, sem þykja hin mestu skaðræði. Erlent 3.4.2023 07:01
Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. Erlent 2.4.2023 23:58
Bjargaði snjóbrettamanni á kafi í snjó Skíðamaðurinn Francis Zuber vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann bjargaði snjóbrettamanni sem lent hafði öfugur á kafi í snjó. Hann rambaði fram á manninn fyrir hreina tilviljun og ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði hann ekki gert það. Erlent 2.4.2023 22:39
Sanna viðurkennir ósigur Petteri Orpo, formaður Sambandsflokksins, hefur lýst yfir sigri í þingkosningunum í Finnlandi, sem haldnar voru í dag. Sanna Marin, formaður Jafnaðarmannaflokksins og sitjandi forsætisráðherra, hefur viðurkennt ósigur nú þegar búið er að telja um 98 prósent atkvæða. Erlent 2.4.2023 20:59
Framtíð Sönnu Marin í embætti ræðst í kvöld Finnar gengu til kosninga í dag en samkvæmt fyrstu tölum leiðir Sambandsflokkurinn kapphlaupið með einu prósentustigi. Verði niðurstaða kosninga í takt við þetta mun Sanna Marin forsætisráðherra þurfa að láta af embætti. Erlent 2.4.2023 19:18
Stuðningsmaður innrásar Rússa lést í sprengingu á veitingastað Prigozhins Rússneski stríðsbloggarinn Vladlen Tatarsky lést eftir öfluga sprengingu á veitingastað í Pétursborg í dag. Veitingastaðurinn er sagður í eigu Yevgeny Prigozhin, stofnanda Wagner-hópsins alræmda. Erlent 2.4.2023 19:01
Rússneskir hermenn illa þjakaðir af áfengisneyslu Fjölmörg slys meðal rússneskra hermanna, þar með talið dauðsföll, má rekja til óhóflegrar áfengisneyslu að sögn breska varnarmálaráðuneytisins. Erlent 2.4.2023 13:59
Sextán skipverja danska skipsins saknað eftir sjóránið Sextán er enn saknað eftir sjórán á danska olíuskipinu Monjasa Reformer undan ströndum Kongó fyrir viku síðan. Skipið fannst á föstudag. Erlent 2.4.2023 09:58
Minnst 21 látinn í suður- og miðvesturríkjum Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Arkansas í Bandaríkjunum vegna mannskæðs óveðurs sem reið yfir þar og í fleiri ríkjum í gærkvöldi og í nótt. Tugir hvirfilbylja fylgdu veðrinu. Erlent 1.4.2023 21:14
„Viðkvæmir lesendur“ breyta Agöthu Christie Viðamiklar breytingar verða gerðar á bókum Agöthu Christie á næstu misserum. Flest orð sem vísa til kynþáttar sögupersóna verða fjarlægð sem og persónulýsingar sem teljast niðrandi. Fólk sem skilgreinir sig sem viðkvæma lesendur fer yfir texta bókanna. Erlent 1.4.2023 15:31
Forysta Rússa í öryggisráðinu „versti brandari í heimi“ Rússar sitja nú í stóli forseta öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir mótmæli Úkraínumanna og annarra landa. Síðast þegar Rússar gegndu sama embætti réðust þeir inn í Úkraínu. Erlent 1.4.2023 11:06
Páfinn segist vera enn á lífi Frans páfi grínaðist er hann var fluttur af spítala í Rómarborg í gær eftir þriggja daga dvöl þar. Hann hafði verið lagður þar inn vegna öndunarfærasýkingar. Erlent 1.4.2023 09:56
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Það er verið að slátra þeim“ Yfirmenn úkraínska hersins við Bakhmut segja bardaga þar hafa farið Úkraínumönnum í vil. Formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna lýsti átökunum nýverið sem „slátrun“ á Rússum en úkraínskir hermenn segja varnir bæjarins þó hafa verið verulega kostnaðarsamar. Erlent 1.4.2023 08:00
Trump ekki settur í handjárn Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti verður ekki settur í handjárn þegar hann verður leiddur fyrir ákærudómstól í New York í vikunni. Viðbúnaður verður mikill og gert er ráð fyrir því að tugir leynilögreglumanna taki á móti Trump. Erlent 1.4.2023 07:59