Tengdi stríðið í Úkraínu við baráttuna gegn fasismanum Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2024 20:53 Biden-hjónin, Joe og Jill, heilsa bandarískum uppgjafarhermannanna sem tóku þátt í innrásinni í Normandí í dag. AP/Evan Vucci Joe Biden Bandaríkjaforseti líkti stríðinu í Úkraínu ítrekað við baráttu bandamanna gegn fasískum öflum í síðari heimsstyrjöldinni í ávarpi við minningarathöfn um innrásina í Normandí í dag. Evrópu væri ógnað ef Úkraína tapaði stríðinu. Áttatíu ár eru í dag liðin frá því að fleiri en 150.000 bandarískir, breskir, franskir og kanadískir hermenn gerðu innrás í Frakkland sem var hernumið af nasistum á ströndum Normandí. Á fimmta þúsund þeirra féllu í innrásinni sjálfri og tugir þúsunda til viðbóta í baráttunni um Normandí í kjölfarið. Þá eru ótaldir allir þeir hermenn sem voru örkumlaðir fyrir lífstíð af völdum vélbyssa og sprengjuvarpa nasista. Fjöldi þjóðarleiðtoga tóku þátt í minningarathöfnum í Normandí í dag, þar á meðal Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Karl þriðji Bretakonungur og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Í ávarpi sínu varaði Biden við því að alræðisherra um allan heim fylgdust grannt með gangi mála í Úkraínu og viðbrögðum vestrænna ríkja. Hét hann því að Bandaríkjamenn sneru ekki bakinu við Úkraínumönnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við gerum það verður Úkraína undirokuð og því lýkur ekki þar. Nágrönnum Úkraínu verður ógnað, allri Evrópu verður ógnað,“ sagði bandaríski forsetinn sem var tveggja ára gamall þegar innrásin í Normandí var gerð árið 1944. „Að gefast upp fyrir kúgurum, að beygja sig fyrir einræðisherrum er einfaldlega óhugsandi,“ sagði Biden. Biður fyrir því að Bandaríkjamenn gleymi ekki lærdómi stríðsins Ítrekaði Biden virði Atlantshafsbandalagsins og samstarfs lýðræðisríkja í heiminum á sama tíma og hann lýsti Vladímír Pútín sem harðstjóra. Það sem bandamenn gerðu í Normandí hafi verið langt umfram það sem Bandaríkjamenn hefðu getað gert upp á eigin spýtur. „Það er lærdómur sem ég bið að við Bandaríkjamenn gleymum aldrei,“ sagði Biden fyrir framan þjóðarleiðtoga og aldna uppgjafarhermenn sem tóku þátt í innrásinni. Bandarískir fótgönguliðar vaða í land í Normandí 6. júní 1944. Innrásin er enn þann dag í dag stærsta árás á láði og legi í hernaðarsögunni. Hátt í sjö þúsund skip og bátar og fleiri en 11.000 flugvélar voru notaðar. Fleiri en níu þúsund hermenn bandamanna féllu á fyrsta sólarhring innrásarinnar.AP/Robert M. Sargent/bandaríska strandgæslan Donald Trump, sem er líklegur til þess að setjast aftur á forsetastól ef marka má skoðanakannanir, og Repúblikanaflokkur hans aðhyllist einangrunarstefnu í vaxandi mæli og hafa talað gegn áframhaldandi hernaðaraðstoð við Úkraínu. Þingmenn flokksins töfðu vopnasendingar til Úkraínu í lengri tíma í vetur. Trump hefur ítrekað gert lítið úr NATO-samstarfinu og hótað að draga Bandaríkin út úr því. Macron Frakklandsforseti notaði tækifærið í dag til þess að tilkynna að Frakkland ætlaði að senda Úkraínu franskar Mirage-2000-5 orrustuþotur og þjálfa úkraínska flugmenn í Frakklandi. Seinni heimsstyrjöldin Frakkland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. 6. júní 2024 10:54 Áttatíu ár frá innrásinni í Normandí Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. 6. júní 2024 07:52 Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 6. júní 2024 13:43 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Áttatíu ár eru í dag liðin frá því að fleiri en 150.000 bandarískir, breskir, franskir og kanadískir hermenn gerðu innrás í Frakkland sem var hernumið af nasistum á ströndum Normandí. Á fimmta þúsund þeirra féllu í innrásinni sjálfri og tugir þúsunda til viðbóta í baráttunni um Normandí í kjölfarið. Þá eru ótaldir allir þeir hermenn sem voru örkumlaðir fyrir lífstíð af völdum vélbyssa og sprengjuvarpa nasista. Fjöldi þjóðarleiðtoga tóku þátt í minningarathöfnum í Normandí í dag, þar á meðal Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Karl þriðji Bretakonungur og Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada. Í ávarpi sínu varaði Biden við því að alræðisherra um allan heim fylgdust grannt með gangi mála í Úkraínu og viðbrögðum vestrænna ríkja. Hét hann því að Bandaríkjamenn sneru ekki bakinu við Úkraínumönnum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Ef við gerum það verður Úkraína undirokuð og því lýkur ekki þar. Nágrönnum Úkraínu verður ógnað, allri Evrópu verður ógnað,“ sagði bandaríski forsetinn sem var tveggja ára gamall þegar innrásin í Normandí var gerð árið 1944. „Að gefast upp fyrir kúgurum, að beygja sig fyrir einræðisherrum er einfaldlega óhugsandi,“ sagði Biden. Biður fyrir því að Bandaríkjamenn gleymi ekki lærdómi stríðsins Ítrekaði Biden virði Atlantshafsbandalagsins og samstarfs lýðræðisríkja í heiminum á sama tíma og hann lýsti Vladímír Pútín sem harðstjóra. Það sem bandamenn gerðu í Normandí hafi verið langt umfram það sem Bandaríkjamenn hefðu getað gert upp á eigin spýtur. „Það er lærdómur sem ég bið að við Bandaríkjamenn gleymum aldrei,“ sagði Biden fyrir framan þjóðarleiðtoga og aldna uppgjafarhermenn sem tóku þátt í innrásinni. Bandarískir fótgönguliðar vaða í land í Normandí 6. júní 1944. Innrásin er enn þann dag í dag stærsta árás á láði og legi í hernaðarsögunni. Hátt í sjö þúsund skip og bátar og fleiri en 11.000 flugvélar voru notaðar. Fleiri en níu þúsund hermenn bandamanna féllu á fyrsta sólarhring innrásarinnar.AP/Robert M. Sargent/bandaríska strandgæslan Donald Trump, sem er líklegur til þess að setjast aftur á forsetastól ef marka má skoðanakannanir, og Repúblikanaflokkur hans aðhyllist einangrunarstefnu í vaxandi mæli og hafa talað gegn áframhaldandi hernaðaraðstoð við Úkraínu. Þingmenn flokksins töfðu vopnasendingar til Úkraínu í lengri tíma í vetur. Trump hefur ítrekað gert lítið úr NATO-samstarfinu og hótað að draga Bandaríkin út úr því. Macron Frakklandsforseti notaði tækifærið í dag til þess að tilkynna að Frakkland ætlaði að senda Úkraínu franskar Mirage-2000-5 orrustuþotur og þjálfa úkraínska flugmenn í Frakklandi.
Seinni heimsstyrjöldin Frakkland Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir „Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. 6. júní 2024 10:54 Áttatíu ár frá innrásinni í Normandí Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. 6. júní 2024 07:52 Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 6. júní 2024 13:43 Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
„Eins og þetta hafi gerst í gær á þessum stöðum“ Áttatíu ár eru liðin frá árásinni í Normandí, þar sem herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. Séra Þórhallur Heimisson stendur fyrir ferð á þessar sögulegu slóðir. 6. júní 2024 10:54
Áttatíu ár frá innrásinni í Normandí Minningarathafnir fara nú fram í Normandí í Frakklandi og á Bretlandseyjum til þess að minnast þess að áttatíu ár eru nú liðin frá því herlið Bandamanna réðst inn í Frakkland til að frelsa Evrópu undan oki nasismans. 6. júní 2024 07:52
Lést á leið til Normandí 80 árum eftir D-dag Robert Persichitti, fyrrverandi sjóliði bandaríska hersins, lést á leið sinni á viðburð í Normandí í Frakklandi sem fer fram í dag. Viðburðurinn markar 80 ár frá innrás bandamanna á ströndinni í Normandí. 6. júní 2024 13:43