Narendra Modi lýsir yfir sigri á Indlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2024 22:19 Narendra Modi lýsti yfir sigri þrátt fyrir að hafa tapað meirihluta sínum. AP/Manish Swarup Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum þar í landi þrátt fyrir mikið fylgistap milli kosninga. Flokkur hans, Bharatiya Janata, hefur unnið hreinan meirihluta á Lok Sabha, neðri deild indverska þingsins, síðustu tvær kosningar. Modi birti yfirlýsingu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X fyrr í dag þar sem hann segir sigurinn sögulegt afrek. Í neðri deild þingsins á Indlandi, stærsta lýðveldi heims, sitja 543 fulltrúar og því þarf 272 til að ná meirihluta. Enn á eftir að ljúka talningu í einu kjördæmi en það lítur út fyrir að Bharatiya Janata tapi meira en sextíu sætum. Er þetta í fyrsta sinn frá því að Modi tók við taumunum sem flokkurinn nær ekki hreinum meirihluta. People have placed their faith in NDA, for a third consecutive time! This is a historical feat in India’s history.I bow to the Janata Janardan for this affection and assure them that we will continue the good work done in the last decade to keep fulfilling the aspirations of…— Narendra Modi (@narendramodi) June 4, 2024 Bharatiya Janata með sína 240 fulltrúa á sér þó samstarfsflokka og leiðir eins konar bandalag sem gengur undir nafninu National Democratic Alliance (NDA) sem saman tryggir Modi sitt þriðja kjörtímabil í embætti forsætisráðherra. Í ræðu sem Modi flutti í höfuðstöðvum BJP í Delí sagðist Modi vera ákaflega glaður með niðurstöðurnar. „Ég vil hneigja mig fyrir þjóðinni. Í dag er tilfinningaþrunginn dagur fyrir persónulega. Þetta er fyrsta kosningin frá því að ég missti móður mína,“ sagði hann að sögn Guardian. „Blessun þjóðarinnar í þriðja sinn eftir tíu ár bætir starfsandann okkar, blæs í okkur móðinn. Andstæðingum okkar, þrátt fyrir að vera sameinaðir, tókst ekki einu sinni að vinna jafnmörg sæti og BJP,“ segir Modi. Talsmenn BJP segja ekkert koma til greina en að flokkurinn myndi nýja ríkisstjórn. „NDA mun mynda ríkisstjórn í þriðja sinn. Modi forsætisráðherra verður svarinn inn í þriðja sinn,“ hefur Guardian eftir Jaiveer Shergill talsmanni flokksins. Hann hafi bætt við að fylgistap flokksins verði skoðað. Þingkosningar hafa staðið yfir á Indlandi síðan á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar heimsins þar sem tæpur milljarður manna er á kjörskrá. Indland Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Modi birti yfirlýsingu á síðu sinni á samfélagsmiðlinum X fyrr í dag þar sem hann segir sigurinn sögulegt afrek. Í neðri deild þingsins á Indlandi, stærsta lýðveldi heims, sitja 543 fulltrúar og því þarf 272 til að ná meirihluta. Enn á eftir að ljúka talningu í einu kjördæmi en það lítur út fyrir að Bharatiya Janata tapi meira en sextíu sætum. Er þetta í fyrsta sinn frá því að Modi tók við taumunum sem flokkurinn nær ekki hreinum meirihluta. People have placed their faith in NDA, for a third consecutive time! This is a historical feat in India’s history.I bow to the Janata Janardan for this affection and assure them that we will continue the good work done in the last decade to keep fulfilling the aspirations of…— Narendra Modi (@narendramodi) June 4, 2024 Bharatiya Janata með sína 240 fulltrúa á sér þó samstarfsflokka og leiðir eins konar bandalag sem gengur undir nafninu National Democratic Alliance (NDA) sem saman tryggir Modi sitt þriðja kjörtímabil í embætti forsætisráðherra. Í ræðu sem Modi flutti í höfuðstöðvum BJP í Delí sagðist Modi vera ákaflega glaður með niðurstöðurnar. „Ég vil hneigja mig fyrir þjóðinni. Í dag er tilfinningaþrunginn dagur fyrir persónulega. Þetta er fyrsta kosningin frá því að ég missti móður mína,“ sagði hann að sögn Guardian. „Blessun þjóðarinnar í þriðja sinn eftir tíu ár bætir starfsandann okkar, blæs í okkur móðinn. Andstæðingum okkar, þrátt fyrir að vera sameinaðir, tókst ekki einu sinni að vinna jafnmörg sæti og BJP,“ segir Modi. Talsmenn BJP segja ekkert koma til greina en að flokkurinn myndi nýja ríkisstjórn. „NDA mun mynda ríkisstjórn í þriðja sinn. Modi forsætisráðherra verður svarinn inn í þriðja sinn,“ hefur Guardian eftir Jaiveer Shergill talsmanni flokksins. Hann hafi bætt við að fylgistap flokksins verði skoðað. Þingkosningar hafa staðið yfir á Indlandi síðan á föstudag en þær eru umfangsmestu lýðræðislegu kosningar heimsins þar sem tæpur milljarður manna er á kjörskrá.
Indland Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira