Sunak og Starmer tókust á um skatta, útlendingamál og NHS Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2024 07:55 Starmer og Sunak mættust í gær í fyrstu kappræðunum fyrir kosningar. Getty/ITV/Jonathan Hordle Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, og Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, mættust í gær í fyrstu kappræðum sínum fyrir þingkosningarnar í Bretlandi sem fara fram 4. júlí næstkomandi. Leiðtogarnir tókust á um skatta, heilbrigðiskerfið og innflytjendur en Starmer sagði atkvæði til handa Íhaldsflokknum jafngilda því að afhenda brennuvargi eldspýtur. Sunak ráðlagði áhorfendum hins vegar að byrja að safna fyrir útsvarinu ef það sæi fyrir sér að Verkamannaflokkurinn kæmist til valda. „Verkamannaflokkurinn mun hækka skattana ykkar. Það er í erfðaefninu þeirra. Starfið þitt, bíllinn þinn, eftirlaunin þín; Verkamannaflokkurinn mun skattleggja það,“ sagði Sunak og hélt því fram að stefnumál Verkamannaflokksins myndi kosta fjölskyldur 2.000 pund á ársgrundvelli. 'This is shocking.' Sir @Keir_Starmer responds to @RishiSunak claims the Labour Party would not keep the country as safe as the Conservatives. #ITVDebatehttps://t.co/1jKrS2Dy5n pic.twitter.com/z3MTC5XDpE— ITV News (@itvnews) June 4, 2024 Þessu hafnaði Starmer og sagði töluna uppspuna Íhaldsflokksins byggðan á skálduðum stefnumálum. Starmer sagði aðeins eina ástæðu fyrir því að forsætisráðherrann hefði boðað til þingkosninga í sumar; hann vissi að áætlanir hans í efnahags- og útlendingamálum myndu ekki ganga eftir. Hvað varðar útlendingamálin hét Starmer því að Bretland yrði áfram aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu en Sunak gaf í skyn að Íhaldsflokkurinn myndi mögulega ganga frá borði; ef valið stæði á milli þess að treysta landamærin eða eiga aðild að „erlendum dómstól“ myndi hann forgangsraða öryggi landsins. „Við munum ekki draga okkur úr alþjóðlegum sáttmálum og alþjóðalögum sem njóta virðingar um allan heim,“ sagði Starmer hins vegar. „Því ég vil að Bretland sé virtur þátttakandi á hinu alþjóðlega sviði, ekki úrhrak sem er ósammála alþjóðalögum.“ Leiðtogarnir ræddu heilbrigðiskerfið og voru á öndverðum meiði þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir myndu nýta sér einkarekna þjónustu til að komast framhjá biðlistum. Sunak sagði já en Starmer nei. 'If you had loved ones on a waiting list for surgery, would you use private healthcare?' @julie_etch asks. 'Yes', says @RishiSunak; 'No', says Sir @Keir_Starmer#ITVDebatehttps://t.co/1jKrS2Dy5n pic.twitter.com/ca2HfJv5lt— ITV News (@itvnews) June 4, 2024 Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Leiðtogarnir tókust á um skatta, heilbrigðiskerfið og innflytjendur en Starmer sagði atkvæði til handa Íhaldsflokknum jafngilda því að afhenda brennuvargi eldspýtur. Sunak ráðlagði áhorfendum hins vegar að byrja að safna fyrir útsvarinu ef það sæi fyrir sér að Verkamannaflokkurinn kæmist til valda. „Verkamannaflokkurinn mun hækka skattana ykkar. Það er í erfðaefninu þeirra. Starfið þitt, bíllinn þinn, eftirlaunin þín; Verkamannaflokkurinn mun skattleggja það,“ sagði Sunak og hélt því fram að stefnumál Verkamannaflokksins myndi kosta fjölskyldur 2.000 pund á ársgrundvelli. 'This is shocking.' Sir @Keir_Starmer responds to @RishiSunak claims the Labour Party would not keep the country as safe as the Conservatives. #ITVDebatehttps://t.co/1jKrS2Dy5n pic.twitter.com/z3MTC5XDpE— ITV News (@itvnews) June 4, 2024 Þessu hafnaði Starmer og sagði töluna uppspuna Íhaldsflokksins byggðan á skálduðum stefnumálum. Starmer sagði aðeins eina ástæðu fyrir því að forsætisráðherrann hefði boðað til þingkosninga í sumar; hann vissi að áætlanir hans í efnahags- og útlendingamálum myndu ekki ganga eftir. Hvað varðar útlendingamálin hét Starmer því að Bretland yrði áfram aðili að Mannréttindasáttmála Evrópu en Sunak gaf í skyn að Íhaldsflokkurinn myndi mögulega ganga frá borði; ef valið stæði á milli þess að treysta landamærin eða eiga aðild að „erlendum dómstól“ myndi hann forgangsraða öryggi landsins. „Við munum ekki draga okkur úr alþjóðlegum sáttmálum og alþjóðalögum sem njóta virðingar um allan heim,“ sagði Starmer hins vegar. „Því ég vil að Bretland sé virtur þátttakandi á hinu alþjóðlega sviði, ekki úrhrak sem er ósammála alþjóðalögum.“ Leiðtogarnir ræddu heilbrigðiskerfið og voru á öndverðum meiði þegar þeir voru spurðir að því hvort þeir myndu nýta sér einkarekna þjónustu til að komast framhjá biðlistum. Sunak sagði já en Starmer nei. 'If you had loved ones on a waiting list for surgery, would you use private healthcare?' @julie_etch asks. 'Yes', says @RishiSunak; 'No', says Sir @Keir_Starmer#ITVDebatehttps://t.co/1jKrS2Dy5n pic.twitter.com/ca2HfJv5lt— ITV News (@itvnews) June 4, 2024
Bretland Kosningar í Bretlandi Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira