Erlent

Trump með stöðu sakbornings, aftur

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir Jack Smith, sérstakan rannsakenda Dómsmálaráðuneytisins, hafa tilkynnt sér að hann hafi stöðu sakbornings í enn einu málinu. Þetta mál snýr að viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna 2020, sem hann tapaði gegn Joe Biden, núverandi forseta, og gefur tilkynningin til kynna að Trump verði ákærður.

Erlent

Kuleba segir einu lausnina að vinna fullnaðarsigur á Rússum

Rússar gerðu öflugar eldflauga og dróna árásir á Odessa, helstu útflutningshöfn Úkraínu, í nótt nokkrum klukkustundum eftir að þeir sögðu sig frá samkomulagi um útflutning á korni og áburði frá Úkraínu um Svartahaf. Utanríkisráðherra Úkraínu segir einu langtímalausnina vera að vinna fullnaðarsigur á Rússum.

Erlent

Sátt náðst um miska­bætur til handa fjöl­skyldu Beach

Sátt hefur náðst um miskabætur til handa fjölskyldu Mallory Beach og annarra ungmenna sem voru um borð í bát í eigu Alex Murdaugh sem ekið var á brúarstólpa árið 2019. Murdaugh var nýlega fundinn sekur um að myrða eiginkonu sína og yngri son, Paul, sem var við stýrið á bátnum.

Erlent

Beindu stýriflaugum og drónum að Odessa

Rússar skutu stýriflaugum og flugu sjálfsprengidrónum að höfninni í Odessa við Svartahaf í nótt. Árásin er sögð hafa valdið skemmdum á innviðum í höfninni, sem er mikilvæg fyrir kornútflutning Úkraínumanna.

Erlent

Ætla að mynda bestu herdeildir Evrópu á næstu árum

Ráðamenn í Þýskalandi telja að innan nokkurra ára verði þeir með best búnu herdeildir (e. Division) innan Atlantshafsbandalagsins, að Bandaríkjunum undanskildum. Yfirmaður þýska hersins segist vongóður að fyrsta nýja herdeild Þjóðverja verði klár fyrir árið 2025.

Erlent

Tyrklandsforseti telur sig getað talið Putin hughvarf

Rússar tilkynntu í dag að þeir ætli ekki að framlengja samkomulag sem greiðir fyrir útflutningi á korni og áburði frá Úkraínu. Þá kenna þeir Úkraínumönnum um skemmdir á brú milli Rússlands og Krímskaga síðast liðna nótt.

Erlent

Síðasta kornfyllta skipið siglt úr höfn

Síðasta flutningaskipið, með úkraínskt korn innanborðs, hefur siglt úr höfn í bili. Samningur sem greiðir fyrir útflutningi korns frá Úkraínu rennur út á morgun en Rússar hafa hótað því undanfarið að framlengja ekki samninginn.

Erlent

Jane Birkin fannst látin á heimili sínu

Söng- og leikkonan Jane Birkin er látin, 76 ára að aldri. Hún var best þekkt fyrir að hafa sungið dúetta með tónlistarmanninum Serge Gainsbourg og leikið í kvikmyndum á borð við Evil Under The Sun og Blow-up. 

Erlent

Ýmist lýst sem ógnvekjandi nágranna eða tryggum fjölskylduföður

Það tók rannsakendur fimmtán ár að komast á snoðir um það hver morðinginn, að baki „morðunum á Gilgo ströndinni“, væri. Rannsakendur telja sig hafa fundið morðingjann, Rex Heuermann, sem hefur lifað tvöföldu lífi á Long Island í New York undanfarna áratugi. Honum er bæði lýst sem samviskusömum fjölskyldumanni og ógnvekjandi nágranna með stuttan þráð. 

Erlent