Verulegar líkur á að stórt stríð brjótist út í Miðausturlöndum Jón Þór Stefánsson skrifar 2. október 2024 19:29 Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, segir að árásir Írana í gær gætu verið vendipunktur í stigmögnun í átökum fyrir botni Miðjarðarhafs. Vísir/Ívar/Getty Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í varnarmálum, telur verulegar líkur á því að stórt stríð breiðist út í Miðausturlöndum. Ísraelsmenn hafa heitið hefndum gegn Íran eftir árásir gærdagsins og eru sagðir ætla að beina spjótum sínum að olíuinnviðum landsins með hjálp Bandaríkjanna. Íranir hafa hótað frekari og stærri árásum. Arnór bendir á að árás Írana sé ekki fyrsta beina árás þeirra gegn Ísrael. Þeir gerðu aðra eldflaugaárás í apríl síðastliðnum, en sú var takmörkuð og svar Ísraelsmanna dempað að hans sögn. „Þessi árás er allt annars eðlis. Háþróuð vopn, skotflaugar sem fara upp í himingeiminn tvö hundruð talsins um allt landið, engin aðvörun. Sem betur fer tókst að afstýra voðaverkum með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta sem skutu flaugarnar niður,“ segir Arnór. „En hvað þýðir þetta? Þetta er alvarleg stigmögnun. Þetta er í raun og veru kannski vendipunktur í átökunum í Miðausturlöndum.“ Ísraelsmönnum tókst að mestu að skjóta eldflaugarnar niður. Palestínumaður á Vesturbakkanum fórst þegar eldflaugabrak lenti á honum og tveir særðust lítillega í Tel Aviv. Ísraelar hafa heitið hefndum og eru sagðir bera áætlanir sínar undir Bandaríkin. Fréttastofa Axios hefur eftir háttsettum embættismann í Ísrael að herinn horfi sérstaklega til olíuinnviða og fullyrðir fréttastofa Guardian að ekki sé útilokað að spjótum verði beint að kjarnorkuinnviðum landsins. Ísraelsmenn hafa haldið landhernaði inn í Líbanon áfram í dag og segja sjö hermenn hafa fallið í átökum við Hezbollah. Íranir hafa heitið frekari árásum. Hefur litla trú á viðskipaþvingunum Talað hefur verið um viðskiptaþvinganir til þess að reyna að miðla málum, og þá sérstaklega frá G7-ríkjunum. Arnór hefur takmarkaða trú á því að þær myndu skipta sköpum. „Það hefur svo sem haft lítið að segja. Það hefur verið notað áður og ekki haft mikil áhrif að ég best sé.“ Gætum við verið að sjá á næstu vikum og mánuðum stórt stríð breiðast út á þessu svæði? Að þetta sé bara stigmögnun dag eftir dag? „Miðað við þróun mála og atburðarásina eru verulega miklar líkur á því að svo geti farið.“ Líbanon Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ísraelsmenn hafa heitið hefndum gegn Íran eftir árásir gærdagsins og eru sagðir ætla að beina spjótum sínum að olíuinnviðum landsins með hjálp Bandaríkjanna. Íranir hafa hótað frekari og stærri árásum. Arnór bendir á að árás Írana sé ekki fyrsta beina árás þeirra gegn Ísrael. Þeir gerðu aðra eldflaugaárás í apríl síðastliðnum, en sú var takmörkuð og svar Ísraelsmanna dempað að hans sögn. „Þessi árás er allt annars eðlis. Háþróuð vopn, skotflaugar sem fara upp í himingeiminn tvö hundruð talsins um allt landið, engin aðvörun. Sem betur fer tókst að afstýra voðaverkum með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta sem skutu flaugarnar niður,“ segir Arnór. „En hvað þýðir þetta? Þetta er alvarleg stigmögnun. Þetta er í raun og veru kannski vendipunktur í átökunum í Miðausturlöndum.“ Ísraelsmönnum tókst að mestu að skjóta eldflaugarnar niður. Palestínumaður á Vesturbakkanum fórst þegar eldflaugabrak lenti á honum og tveir særðust lítillega í Tel Aviv. Ísraelar hafa heitið hefndum og eru sagðir bera áætlanir sínar undir Bandaríkin. Fréttastofa Axios hefur eftir háttsettum embættismann í Ísrael að herinn horfi sérstaklega til olíuinnviða og fullyrðir fréttastofa Guardian að ekki sé útilokað að spjótum verði beint að kjarnorkuinnviðum landsins. Ísraelsmenn hafa haldið landhernaði inn í Líbanon áfram í dag og segja sjö hermenn hafa fallið í átökum við Hezbollah. Íranir hafa heitið frekari árásum. Hefur litla trú á viðskipaþvingunum Talað hefur verið um viðskiptaþvinganir til þess að reyna að miðla málum, og þá sérstaklega frá G7-ríkjunum. Arnór hefur takmarkaða trú á því að þær myndu skipta sköpum. „Það hefur svo sem haft lítið að segja. Það hefur verið notað áður og ekki haft mikil áhrif að ég best sé.“ Gætum við verið að sjá á næstu vikum og mánuðum stórt stríð breiðast út á þessu svæði? Að þetta sé bara stigmögnun dag eftir dag? „Miðað við þróun mála og atburðarásina eru verulega miklar líkur á því að svo geti farið.“
Líbanon Íran Ísrael Hernaður Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira