Slökkva á tækjum næstvíðförlasta geimfarsins til að lengja líf þess Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2024 09:50 Tæknimenn NASA koma fyrir grammófónsplötu með hljóðum frá jörðinni utan á Voyager 2 nokkrum dögum áður en geimfarinu var skotið á loft í ágúst 1977. AP/NASA Verkfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA slökktu á einu mælitækja Voyager 2, næstvíðförlasta geimfars sögunnar, til þess að spara orku og framlengja líftíma þess í síðasta mánuði. Farið hefur þegar verið í geimnum í hátt í hálfa öld. Voyager 2 var skotið á loft árið 1977 en það er enn þann dag í dag eina geimfarið sem hefur heimsótt ystu reikistjörnur sólkerfisins, Úranus og Neptúnus. Áður kom það við hjá Júpíter og Satúrnus. Nú er farið komið út í geiminn á milli stjarnanna, meira en 19,3 milljarða kílómetra frá jörðinni. Systurfarið Voyager 1 er komið enn lengra, rúmlega 24 milljarða kílómetra frá jörðinni. Mælitækið sem NASA slökkti á í september var hannað til þess að mæla straum hlaðinna frumeinda. Orkan sem sparast með því á að gera Voyager 2 kleift að halda leiðangri sínum áfram inn í fjórða áratug þessarar aldar. Þegar hefur verið slökkt á öðrum mælitækjum um borð í Voyager 1 og 2. Fjögur mælitæki eru enn starfandi um borð í Voyager 2 en þau safna meðal annars gögnum um segulsvið og eindir á milli stjarnanna. Samsett mynd af Satúrnusi úr aðflugi Voyager 2 árið 1981. Þrjú af tunglum Satúrnusar sjást á myndinni: Teþýs, Díona og Rea. Skuggi Teþýs sést á suðurhveli reikistjörnunnar.NASA/JPL Bilun í Voyager 1 kom í veg fyrir að leiðangursstjórn næði sambandi við geimfarið um nokkurra mánaða skeið fyrr á þessu ári. Verkfræðingum NASA tókst að finna lausn á vandanum og gögn byrjuðu aftur að streyma til jarðar í vor. Leiðangur Voyager-geimfaranna var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni þeirra til þeirrar næstu. Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Fleiri fréttir Albanese boðar til þingkosninga 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Sjá meira
Voyager 2 var skotið á loft árið 1977 en það er enn þann dag í dag eina geimfarið sem hefur heimsótt ystu reikistjörnur sólkerfisins, Úranus og Neptúnus. Áður kom það við hjá Júpíter og Satúrnus. Nú er farið komið út í geiminn á milli stjarnanna, meira en 19,3 milljarða kílómetra frá jörðinni. Systurfarið Voyager 1 er komið enn lengra, rúmlega 24 milljarða kílómetra frá jörðinni. Mælitækið sem NASA slökkti á í september var hannað til þess að mæla straum hlaðinna frumeinda. Orkan sem sparast með því á að gera Voyager 2 kleift að halda leiðangri sínum áfram inn í fjórða áratug þessarar aldar. Þegar hefur verið slökkt á öðrum mælitækjum um borð í Voyager 1 og 2. Fjögur mælitæki eru enn starfandi um borð í Voyager 2 en þau safna meðal annars gögnum um segulsvið og eindir á milli stjarnanna. Samsett mynd af Satúrnusi úr aðflugi Voyager 2 árið 1981. Þrjú af tunglum Satúrnusar sjást á myndinni: Teþýs, Díona og Rea. Skuggi Teþýs sést á suðurhveli reikistjörnunnar.NASA/JPL Bilun í Voyager 1 kom í veg fyrir að leiðangursstjórn næði sambandi við geimfarið um nokkurra mánaða skeið fyrr á þessu ári. Verkfræðingum NASA tókst að finna lausn á vandanum og gögn byrjuðu aftur að streyma til jarðar í vor. Leiðangur Voyager-geimfaranna var hannaður til þess að nýta stöðu ytri reikistjarnanna fjögurra í sólkerfinu sem á sér aðeins stað á um það bil 175 ára fresti. Staða reikistjarnanna seint á áttunda áratugnum og snemma á þeim níunda gerði geimförunum kleift að ferðast á milli þeirra án þess að þurfa að vera drekkhlaðin eldsneyti. Þess í stað gátu förin notað þyngdarsvið reikistjarnanna til þess að slöngva sér áfram frá einni þeirra til þeirrar næstu.
Geimurinn Vísindi Tækni Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Fleiri fréttir Albanese boðar til þingkosninga 7,7 stiga skjálfti í Mjanmar fannst vel á Taílandi og í Kína Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Sjá meira