Erlent

Lokun stofnana vestanhafs virðist óhjákvæmileg

Ekkert virðist geta komið í veg fyrir lokun opinberra stofnana í Bandaríkjunum. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, þvertekur fyrir að frumvarp frá öldungadeildinni um fjármögnun ríkisrekstursins verði tekið fyrir í fulltrúadeildinni en harðlínumenn í Repúblikanaflokknum eru sagðir ætla sér að velta McCarthy úr sessi.

Erlent

Bar­áttan við glæpa­gengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall

Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar.

Erlent

Tvær mann­skæð­ar spreng­ing­ar í Pak­ist­an

Að minnsta kosti 52 eru látnir og nærri því sjötíu særðir eftir sprengjuárás í Pakistan í morgun. Sprengja sprakk þar sem fjöldi fólks hafði komið saman til að fagna afmæli spámannsins Múhameðs en árásin er ein sú mannskæðasta á landinu á undanförnum árum.

Erlent

Lítið nýtt á „hörm­u­leg­um“ fund­i um Biden

Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu.

Erlent

Segir börn hafa sam­band við glæpa­gengin og bjóðast til að drepa

Ríkislögreglustjóri Svíþjóðar segir að ofbeldisalda af áður óþekktri stærðargráðu gangi nú yfir landið og allar líkur séu á að fréttir muni berast af nýjum árásum á næstu dögum og vikum. Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að börn setji sig í samband við glæpagengin og bjóðist til að drepa.

Erlent

Segir allt koma til greina til að kveða niður glæpa­ölduna

Ulf Kristers­son, for­sætis­ráð­herra Sví­þjóðar, segir stjórn­völd þar í landi munu beita öllum sínum ráðum til þess að kveða niður glæpa­ölduna sem riðið hefur yfir landið. Hann á­varpaði sænsku þjóðina vegna málsins nú síð­degis og kynnti breytingar á lögum landsins.

Erlent

Skot­á­rás í Rotter­dam: Þrír látnir og byssu­maður hand­tekinn

32 ára karlmaður hefur verið handtekinn grunaður um tvær skotárásir í hollensku hafnarborginni Rotterdam í dag. Þrír voru skotnir til bana. 42 ára kennari við Erasmus háskólann og 39 ára kona, nágranni byssumannsins auk fjórtán ára dóttur hennar. Hinn handtekni var nemandi við háskólasjúkrahúsið.

Erlent

„Hann er ekki sekur“

Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur.

Erlent

Nagorno-Karabakh heyrir sögunni til

Samvel Shahramanyan, forseti sjálfstjórnarsvæðisins Nagorno-Karabakh, hefur skrifað undir tilskipun að sjálfstjórnin verði felld niður. Þar með hefur hann staðfest uppgjöf héraðsins fyrir Aserbaídsjan eftir 32 ára baráttu fyrir sjálfstæði, stríð og átök.

Erlent

Grannt fylgst með Slóv­a­kí­u og upp­lýs­ing­a­ó­reið­u

Ráðamenn Evrópusambandsins samþykktu í síðasta mánuði ný lög sem sporna eiga gegn upplýsingaóreiðu á samfélagsmiðlum. Nú reynir almennilega á lögin í fyrsta sinn vegna kosninganna í Slóvakíu en forsvarsmönnum samfélagsmiðla hefur verið sagt að taka betur á upplýsingaóreiðu þar.

Erlent

Kona látin eftir sprengingu í Upp­sölum

Tuttugu og fimm ára kona er látin eftir að sprengja sprakk í íbúahverfi í Fullerö, norður af Uppsölum í Svíþjóð, í nótt. Talið er að árásin tengist átökum glæpahópa í landinu, en samkvæmt heimildum SVT á konan ekki að hafa tengst hópunum og ekki verið skotmark árásarinnar.

Erlent

Mæðgur myrtar í Noregi

Móðir og átta ára dóttir hennar fundust látnar í borginni Kristiansand í Noregi í dag. Málið er rannsakað sem morð. 

Erlent

Travis King vísað frá Norður-Kóreu

Yfirvöld í Norður-Kóreu ætla að vísa Travis King, bandarískum hermanni sem flúði til Norður-Kóreu í sumar, úr landi. Hann hefur verið í haldi frá því í júlí.

Erlent