Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Samúel Karl Ólason skrifar 21. febrúar 2025 13:31 Auglýsingar stjórnmálaflokka má sjá víða í Þýskalandi þessa dagana. AP/Michael Probst Þjóðverjar ganga til kosninga á sunnudaginn en í gær mættu leiðtogar stærstu stjórnmálaflokkanna í kappræður til að koma lokaskilaboðum sínum áleiðis til kjósenda. Þar tókust leiðtogarnir harkalega á en fjölmiðlar í Þýskalandi segja kjósendur hafa fengið lítið af nýjum upplýsingum og fá svör. Í grein Berliner Zeitung segir að það hafi vakið sérstaka athygli í umræðunum í gær að málefni farand- og flóttafólks hafi verið nánast hunsað. Það sé gífurlega mikilvæg málefni í augum kjósenda. Í nýlegri könnun þar sem þýskir kjósendur voru spurðir út í helstu vandamál þýsks samfélags nefndu 77 prósent vaxandi gjá milli ríkra og fátækra. Þá nefndu 63 prósent þeirra að menningarmunur innan Þýskalands væri mikið vandamál. Kannanir hafa bent til þess að Kristilegir demókratar (CDU/CSU), sem leiddir eru af Friedrich Merz, eigi von á mestu fylgi. Næst stærsti flokkurinn er Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). Leiðtogar flestra flokka hafa þó heitið því að starfa ekki með AfD vegna öfgamanna innan flokksins. YouGov Sonntagsfrage FINAL CALL vor #BTW25:CDU/CSU: 29%SPD: 16%Die Grünen: 13%FDP: 4%Die Linke: 8%AfD: 20%BSW: 5%Mehr Infos zur aktuellen Wahlabsicht der Deutschen und zur Wahlforschung von YouGov hier: https://t.co/i2KbhlwVeH pic.twitter.com/7Y11Ujho7h— YouGov Deutschland (@YouGov_DE) February 21, 2025 Leiðtogar flokksins vilja meðal annars draga verulega úr flæði fólks til Þýskalands, hætta stuðningi við Úkraínu og taka upp bætt samskipti við Rússa. AfD vill einnig að Þýskaland yfirgefi Evrópusambandið og hætti að nota Evruna. Meðlimir flokksins neita veðurfarsbreytingum af mannavöldum og vilja reisa ný kolaorkuver og kjarnorkuver. Flokkurinn nýtur einnig stuðnings ríkisstjórnar Donalds Trump og Elons Musk, auðugasta manns heims. AfD er verulega umdeildur flokkur og hefur verið skilgreindur af öryggisstöfnunum í Þýskalandi sem fjar-hægri öfgasamtök. Eitt helsta baráttumál CDU er einnig að draga úr flæði farand- og flóttafólks til Þýskalands og að lækka skatta. Þeir vilja einnig auka fjárútlát til varnarmála og auka þátttöku Þýskalands í Atlantshafsbandalaginu, samkvæmt yfirliti DW. Helstu baráttumál Sósíaldemókrata (SPD), flokks kanslarans Olafs Scholz sem er í þriðja sæti í könnunum, eru að fara í umfangsmiklar fjárfestingar í innviðum og reyna að laða erlenda fjárfestingu til Þýskalands. Þá vill flokkurinn einnig setja á auðlegðaskatt. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa. 20. febrúar 2025 14:05 Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum. 17. febrúar 2025 14:47 Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Skuggastríð Rússa gegn Vesturlöndum er leitt af nýju teymi njósnara hjá leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Þessi hópur er meðal annars talinn hafa sent eldsprengjur um borð í fragtflugvélar og reynt að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum, svo eitthvað sé nefnt. 15. febrúar 2025 13:06 Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35 Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Maðurinn sem ók inn í hóp fólks í München í Þýskalandi í morgun sótti um hæli í Þýskalandi árið 2016. Umsókninni var hafnað en hann fékk þrátt fyrir það undanþágu frá brottvísun. 13. febrúar 2025 15:08 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Í grein Berliner Zeitung segir að það hafi vakið sérstaka athygli í umræðunum í gær að málefni farand- og flóttafólks hafi verið nánast hunsað. Það sé gífurlega mikilvæg málefni í augum kjósenda. Í nýlegri könnun þar sem þýskir kjósendur voru spurðir út í helstu vandamál þýsks samfélags nefndu 77 prósent vaxandi gjá milli ríkra og fátækra. Þá nefndu 63 prósent þeirra að menningarmunur innan Þýskalands væri mikið vandamál. Kannanir hafa bent til þess að Kristilegir demókratar (CDU/CSU), sem leiddir eru af Friedrich Merz, eigi von á mestu fylgi. Næst stærsti flokkurinn er Valkostur fyrir Þýskaland (AfD). Leiðtogar flestra flokka hafa þó heitið því að starfa ekki með AfD vegna öfgamanna innan flokksins. YouGov Sonntagsfrage FINAL CALL vor #BTW25:CDU/CSU: 29%SPD: 16%Die Grünen: 13%FDP: 4%Die Linke: 8%AfD: 20%BSW: 5%Mehr Infos zur aktuellen Wahlabsicht der Deutschen und zur Wahlforschung von YouGov hier: https://t.co/i2KbhlwVeH pic.twitter.com/7Y11Ujho7h— YouGov Deutschland (@YouGov_DE) February 21, 2025 Leiðtogar flokksins vilja meðal annars draga verulega úr flæði fólks til Þýskalands, hætta stuðningi við Úkraínu og taka upp bætt samskipti við Rússa. AfD vill einnig að Þýskaland yfirgefi Evrópusambandið og hætti að nota Evruna. Meðlimir flokksins neita veðurfarsbreytingum af mannavöldum og vilja reisa ný kolaorkuver og kjarnorkuver. Flokkurinn nýtur einnig stuðnings ríkisstjórnar Donalds Trump og Elons Musk, auðugasta manns heims. AfD er verulega umdeildur flokkur og hefur verið skilgreindur af öryggisstöfnunum í Þýskalandi sem fjar-hægri öfgasamtök. Eitt helsta baráttumál CDU er einnig að draga úr flæði farand- og flóttafólks til Þýskalands og að lækka skatta. Þeir vilja einnig auka fjárútlát til varnarmála og auka þátttöku Þýskalands í Atlantshafsbandalaginu, samkvæmt yfirliti DW. Helstu baráttumál Sósíaldemókrata (SPD), flokks kanslarans Olafs Scholz sem er í þriðja sæti í könnunum, eru að fara í umfangsmiklar fjárfestingar í innviðum og reyna að laða erlenda fjárfestingu til Þýskalands. Þá vill flokkurinn einnig setja á auðlegðaskatt.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa. 20. febrúar 2025 14:05 Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum. 17. febrúar 2025 14:47 Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Skuggastríð Rússa gegn Vesturlöndum er leitt af nýju teymi njósnara hjá leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Þessi hópur er meðal annars talinn hafa sent eldsprengjur um borð í fragtflugvélar og reynt að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum, svo eitthvað sé nefnt. 15. febrúar 2025 13:06 Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35 Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Maðurinn sem ók inn í hóp fólks í München í Þýskalandi í morgun sótti um hæli í Þýskalandi árið 2016. Umsókninni var hafnað en hann fékk þrátt fyrir það undanþágu frá brottvísun. 13. febrúar 2025 15:08 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stendur í vegi þess að G7 ríkin sendi út sameiginlega yfirlýsingu á þriggja ára afmæli innrásar Rússa í Úkraínu. Trump-liðar eru sagðir þvertaka fyrir að Rússar séu nefndir sem „árásaraðili“ í yfirlýsingunni en Trump hefur á undanförnum dögum haldið því fram að Úkraínumenn beri sjálfir ábyrgð á innrás Rússa. 20. febrúar 2025 14:05
Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Mette Frederikssen, forsætisráðherra Danmerkur, lítur stöðu öryggismála í Evrópu alvarlegum augum og segir nauðsynlegt sé að auka hernaðarstuðning við Úkraínu. Hún kveðst hlakka til að ræða ástandið í Úkraínu og öryggismál í Evrópu við lítinn hóp þjóðhöfðingja og annarra leiðtoga í París á eftir, en Frederiksen er jafnframt fulltúi Íslands á fundinum. 17. febrúar 2025 14:47
Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Skuggastríð Rússa gegn Vesturlöndum er leitt af nýju teymi njósnara hjá leyniþjónustu rússneska hersins (GRU). Þessi hópur er meðal annars talinn hafa sent eldsprengjur um borð í fragtflugvélar og reynt að ráða forstjóra stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu af dögum, svo eitthvað sé nefnt. 15. febrúar 2025 13:06
Húðskammaði ráðamenn í Evrópu JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. 14. febrúar 2025 16:35
Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Maðurinn sem ók inn í hóp fólks í München í Þýskalandi í morgun sótti um hæli í Þýskalandi árið 2016. Umsókninni var hafnað en hann fékk þrátt fyrir það undanþágu frá brottvísun. 13. febrúar 2025 15:08