Fótbolti

Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu
Unai Emery, þjálfari Aston Villa, er sannfærður um að framherjinn Ollie Watkins muni ekki fara frá félaginu líkt og John Durán, sem var að ganga frá félagaskiptum til Al Nassr í Sádi-Arabíu.

Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark fyrir Bayer Leverkusen og lagði upp annað í 3-2 tapi á útivelli gegn Eintracht Frankfurt í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar.

Sara Björk lagði upp í stórsigri
Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn á miðjunni og lagði upp mark í 9-0 sigri Al Qadsiah gegn Al Amal í sádi-arabísku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Vigdís Lilja seld til Anderlecht
Íslandsmeistarar Breiðabliks hafa selt Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur til Anderlecht í Belgíu.

Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez
Óscar García, þjálfari Guadalajara, hefur fengið þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez, leikmann León, í leik í mexíkósku úrvalsdeildinni í fótbolta.

KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð
Óskar Hrafn Þorvaldsson er búinn að skila fyrsta titlinum í hús sem þjálfari KR. KR varð Reykjavíkurmeistari eftir 3-0 sigur á Valsmönnum í úrslitaleiknum í gær.

Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði
Íslendingaliðin Real Sociedad og Midtjylland mætast í umspilinu um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta. Dregið var í dag.

Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam
Landsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson fær vonandi að sjást meira á fótboltavellinum á næstu mánuðum eftir að hafa verið lánaður frá Ajax til Sparta Rotterdam út leiktíðina. Hann hittir þar fyrir annan Íslending.

City mætir Real Madrid í umspilinu
Manchester City mætir Real Madrid í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í umspilið í dag.

Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“
Hákon Arnar Haraldsson hefur fengið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína með franska liðinu Lille í bestu deild Evrópu. Hákon er orðaður við mörg stórlið í álfunni en lætur sjálfur sögusagnirnar ekki hafa áhrif á sig og einblínir fremur á það að gera betur, stefna hærra.

Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári
Leiester City keypti íslensku landsliðskonuna Hlín Eiríksdóttur í gær og það er alltaf að aukast peningaflæðið í kvennafótboltanum.

Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild
Sænskur knattspyrnumaður hefur verið dæmdur í keppnisbann í næstu átján mánuði vegna veðmála sinna.

Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki
Liverpool vann deildarkeppni Meistaradeildarinnar þrátt fyrir tap í lokaleiknum sínum. Tapið hafði ekki áhrif á lokaröð liðsins en hafði aftur á móti áhrif á tekjurnar.

Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum
Hlín Eiríksdóttir er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City eftir að enska liðið keypti hana í gær frá sænska liðinu Kristianstad.

KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val
KR er Reykjavíkurmeistari karla í knattspyrnu árið 2025. KR lagði Val 3-0 í úrslitaleik sem fór í Egilshöll fyrr í kvöld.

Lærisveinar Solskjær úr leik
Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Besiktas eru úr leik í Evrópudeild karla í knattspyrnu eftir 1-0 tap fyrir Twente í kvöld. Topplið Lazio tapaði sínum leik einnig en endaði þó á toppi deildarinnar.

Rauðu djöflarnir áfram taplausir
Manchester United lagði FCSB 2-0 þegar liðin mættust í Rúmeníu. Sigurinn gulltryggði sæti Rauðu djöflanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í knattspyrnu. Þrátt fyrir að enda í 3. sæti deildarkeppninnar eru lærisveinar Rúben Amorim eina taplausa liðið í keppninni.

Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham
Eggert Aron Guðmundsson kom inn af bekknum hjá Elfsborg þegar liðið mátti þola 3-0 tap gegn Tottenham Hotspur í Lundúnum þegar liðin mættust í lokaumferð deildarkeppni Evrópudeildar karla í knattspyrnu.

Orri Steinn nýtti tækifærið
Orri Steinn Óskarsson fékk tækifæri í byrjunarliði Real Sociedad í kvöld þegar liðið tók á móti PAOK í Evrópudeild karla í knattspyrnu. Hann gat vart nýtt tækifærið betur og skoraði bæði mörk Sociedad í 2-0 sigri.

Hlín til liðs við Leicester City
Leicester City hefur fengið Hlín Eiríksdóttur, framherja íslenska landsliðsins í knattspyrnu, í sínar raðir. Hlín lék áður með Kristianstad í Svíþjóð.

Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur
Gary Neville segir að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, ýti undir dómarahatur með hegðun sinni.

Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“
Jhon Durán hefur verið gagnrýndur fyrir fyrirhuguð félagaskipti hans frá Aston Villa til Al Nassr í Sádi-Arabíu.

Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég
Cristiano Ronaldo er besti fótboltamönnum sögunnar í augum margra en hann er ekki öruggur með þann titil inn á sínu eigin heimili.

Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann
Ruben Amorim, þjálfari Manchester United, ræddi aftur stöðu Marcus Rashford hjá félaginu á blaðamannafundi fyrir Evrópudeildarleik á móti rúmenska félaginu FCSB sem fram fer í kvöld.

Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar
Deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta lauk í gærkvöldi með átján leikjum en öll 36 liðin voru þá að spila. Nú má sjá mörkin úr leikjunum hér á Vísi.

Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum
Norsku félögin kusu það að hætta að nota myndbandsdómgæslu í norska fótboltanum en norska knattspyrnusambandið ætlar ekki að hlusta á félögin. Þetta hefur auðvitað kallað á hörð viðbrögð.

Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set?
Félagaskiptaglugginn er opinn til 3. febrúar næstkomandi. Eftir það geta knattspyrnulið Evrópu ekki lengur fest kaup á leikmönnum. Nokkur stór nöfn gætu skipt um félag fyrir gluggalok og hér að neðan má sjá nokkur þeirra.

City mun mæta Real eða Bayern í umspilinu
Manchester City tókst að tryggja sér umspilssæti í Meistaradeildinni með sigri gegn Club Brugge í kvöld. Liðsins bíður þó annað erfitt verkefni því í umspilinu mun það mæta annað hvort Real Madrid eða Bayern Munchen.

Hákon kom að marki í stórsigri og Lille tryggði sig beint áfram
Hákon Arnar Haraldsson kom að marki í 6-1 stórsigri Lille gegn Stuttgart og liðið tryggði sig beint áfram í sextán liða úrslit. Stuttgart er úr leik, eina liðið sem var í umspilssæti en datt út. Aston Villa tókst einnig að tryggja sig beint áfram með 4-2 sigri gegn Celtic.

Sigur á Spáni lyfti Skyttunum upp í þriðja sætið
Arsenal lagði Girona 2-1 á útivelli í lokaumferð deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sigurinn þýðir að Arsenal endar í 3. sæti með 19 stig, líkt og Barcelona sem er sæti ofar og Inter sem er sæti neðar.