Formúla 1 Tímatökum frestað til morguns vegna úrhellis Tímatökunni fyrir ástralska kappaksturinn var frestað til morguns, nú fyrir nokkrum mínútum. Aðeins tókt að aka fyrstu lotuna af þremur en úrhellis rigning setti strik í reikninginn í Melbourne. Formúla 1 16.3.2013 08:01 Vettel fljótastur á æfingum í Ástralíu Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur allra á æfingunum tveimur sem fóru fram í Melbourne í Ástralíu í nótt. Fjögur lið virðast vera frambærileg í toppslaginn en McLaren virðist hafa verið skilið eftir. Formúla 1 15.3.2013 10:36 Webber ætlar að vera betri í ár Ástralinn Mark Webber verður á heimavelli í Melbourne um helgina þegar keppnistímabilið í Formúlu 1 hefst þar. Hann áttar sig hins vegar á því að hann þurfi að skila stöðugari niðurstöðum. Formúla 1 13.3.2013 17:30 McLaren opið fyrir Honda-vélum 2015 Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, er opinn fyrir því að semja við Honda um vélar fyrir árið 2015. McLaren og Honda áttu gríðarlega farsælt samstarf á níunda og tíunda áratugnum og unnu fjölmarga heimsmeistaratitla saman. Formúla 1 11.3.2013 21:15 Hamilton: Nú er rétti tíminn til að gerast goðsögn Lewis Hamilton segist vera ólmur í að vinna fleiri heimsmeistaratitla og stimpla sig endanlega inn sem ökumann sem vert er að minnast í framtíðinni. Hann segir andrúmsloftið hjá Mercedes-liðinu vera tilvalið til þess. Formúla 1 11.3.2013 19:00 Vaktir með lyfjaprófum Formúlu 1-ökuþórarnir Fernando Alonso, Sergio Perez og Daniel Ricciardo fengu óvænta og snemmbúna heimsókn í gærmorgun þegar Alþjóðlega lyfjaeftirlitsnefndin leit við hjá þeim þremur. Formúla 1 6.3.2013 16:45 Sauber-liðið harlem-sjeikaði Það er ekki mikið að gera fyrir vélvirkja í Formúlu 1 þessa dagana enda tvær vikur í fyrsta kappakstursmótið og allar æfingarnar á undirbúningstímabilinu búnar. Formúla 1 5.3.2013 23:30 Hamilton þarf að vara sig á hrekkjum Þeir Lewis Hamilton og Nico Rosberg munu aka fyrir Mercedes-liðið á þessu keppnistímabili sem liðsfélagar. Það er ekki í fyrsta sinn sem þeir félagar aka fyrir sama liðið því fyrir þrettán árum kepptu þeir saman í gó-karti. Formúla 1 4.3.2013 17:30 Vettel vonsvikinn með síðustu æfingadagana Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir liðið sitt ekki hafa náð öllum markmiðum sínum á æfingum vetrarnins sem lauk í gær. Dekkin hafi verið of stór þáttur til þess að geta metið bílinn með einhverri vissu. Formúla 1 4.3.2013 06:00 Alonso: Nýi bíllinn 200 sinnum betri Fernando Alonso er ánægður með nýja keppnisbíl Ferrari-liðsins í Formúlu 1 og segir hann vera um það bil 200 sinnum betri nú á æfingatímabilinu heldur en bíll síðasta árs. Alonso varð annar í heimsmeistarabaráttunni í fyrra á eftir Sebastian Vettel. Formúla 1 2.3.2013 00:01 Razia rekinn til að koma Bianchi að Luiz Razia hefur verið sagt upp sem keppnisökuþór Marussia-liðsins í Formúlu 1. Aðeins mánuður er síðan hann var kynntur sem annar ökuþór þerra við hlið Bretans unga Max Chilton. Jules Bianchi mun taka sæti Razia keppnistímabilið 2013. Formúla 1 1.3.2013 22:37 Dæmdur ofbeldismaður ekur fyrir Force India Þjóðverjinn Adrian Sutil mun aka fyrir Force India í kappökstrum ársins í ár en hann var staðfestur sem keppnisökuþór liðsins í dag. Jules Biachi þarf því að gera sér hlutverk tilraunaökuþórs að góðu. Formúla 1 28.2.2013 20:52 Missti auga í F1-árekstri en má nú keyra á ný Maria de Villota, fyrrum æfingaökumaður í formúlu eitt, hefur fengið leyfi til þess að setjast á bak við stýrið á ný. Hún missti hægri augað í slysi í júlí í fyrra þegar hún var að prufa Marussia-formúlubíl í Cambridgeshire. Formúla 1 27.2.2013 23:00 Alonso fljótastur á þriðja degi æfinganna Fernando Alonso á Ferrari varð fljótastur um Barcelona-brautina á þriðja degi æfinganna þar í gær. Öll liðin óku marga hringi og einbeittu sér síðdegis að keppnisaðstæðum. Formúla 1 22.2.2013 06:00 Kubica fékk ekki keppnissæti í DTM Pólski ökuþórinn Robert Kubica var hafnað af Mercedes-bílaframleiðandanum á dögnunum þegar hann fékk ekki úthlutað keppnissæti í DTM-mótaröðinni í ár. Ungstirnið Daniel Juncadella var valinn í hans stað. Formúla 1 21.2.2013 09:15 Perez fljótastur á öðrum degi McLaren-nýliðinn Sergio Perez ók hraðast um brautina í Barcelona í dag. Hann, heimsmeistarinn Sebastian Vettel, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Fernando Alonso höfðu skipst á að setja besta tíma allan daginn. Formúla 1 20.2.2013 17:46 Rosberg fljótastur í Mercedes-bíl í Barcelona Nico Rosberg var örlítið fljótari umhverfis brautina í Barcelona þegar Formúlu 1-liðin hófu aðra æfingalotuna á undirbúningstímabilinu í gær. Hann var 7 þúsundustu úr sekúndu fljótari en Kimi Raikkönen á Lotus. Formúla 1 20.2.2013 06:00 Sutil prófar Force India í Barcelona Adrian Sutil mun snúa aftur í Formúlu 1 í vikunni því Force India-liðið hefur staðfest að þýski ofbeldismaðurinn muni fá að spreyta sig á æfingum keppnisliðanna í Barcelona. Formúla 1 19.2.2013 22:45 Williams frumsýndi í Barcelona Williams F1 frumsýndi keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 í Barcelona í dag áður en önnur æfingalota undirbúningstímabilsins hófst þar í morgun. FW25-bíllinn er uppfærð útgáfa af bíl síðasta árs enda hefur reglunum ekki verið breytt mikið milli ára. Formúla 1 19.2.2013 17:30 Grosjean sótti tíma hjá sálfræðingi Lotus-ökuþórinn Romain Grosjean heimsótti sálfræðing reglulega í haust til þess að reyna að koma í veg fyrir heimskupör sín á brautinni. Honum var til að mynda bannað að keppa í Ítalíu eftir slys í upphafi belgíska kappakstursins í september. Formúla 1 14.2.2013 06:00 De la Rosa vill vera formaður GPDA áfram Pedro de la Rosa, tilraunaökuþór Ferrari-liðsins, vill vera formaður samtaka Grand Prix-ökumanna (GPDA) áfram árið 2013. Formúla 1 13.2.2013 08:00 Häkkinen: Hamilton að taka mikla áhættu Mika Häkkinen, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökuþór McLaren-liðsins, segir að Lewis Hamilton hafi tekið mikla áhættu þegar hann skipti frá McLaren til Mercedes-liðsins í vetur. Formúla 1 13.2.2013 06:00 Whitmarsh: Of margir kaupa sér keppnissæti Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, hefur sagt suma keppnisökuþórana í Formúlu 1 alls ekki nógu góða og segir þá kaupa sér keppnissæti frekar en að eiga þau skilið. Formúla 1 12.2.2013 20:15 Ólíklegt að Scorpion Racing fái að vera með Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur hafnað umsókn Scorpion Racing-liðsins um að fá að keppa í Formúlu 1 í ár. Scorpion Racing vilja kaupa þrotabú HRT-liðins og keppa í formúlunni. Formúla 1 11.2.2013 20:00 Lotus á toppnum eftir fyrstu æfingar Kimi Raikkönen, ökuþór Lotus-liðsins í Formúlu 1, varð fljótastur á æfingum dagsins í Jerez í dag. Þetta var síðasti æfingadagurinn í Jerez af fjórum. Formúla 1 8.2.2013 17:25 Völdu versta ökuþór síðustu 20 ára Lesendur veftímaritsins Autosport hafa valið versta Formúlu 1 ökuþór síðastliðna 20 ára. Fyrir valinu varð Japaninn Takachiho "Taki" Inoue sem keppti í átján mótum árin 1994 og 1995 með ömurlegum árangri. Formúla 1 7.2.2013 19:30 Massa á Ferrari langfljótastur í Jerez Felipe Massa setti besti tíma ársins á Jerez-brautinni í dag þegar hann ók hringinn 0,4 sekúndum hraðar en Romain Grosjean gerði í gær og heilli sekúndu hraðar en Jenson Button gerði fyrir tveimur dögum. Mun fleiri hringir voru eknir í dag en í gær. Formúla 1 7.2.2013 18:15 Grosjean fljótastur á öðrum degi æfinga í Jerez Dagurinn í Jerez á Spáni var kaldur þegar Romain Grosjean setti besta tímann í Lotus E21-bíl sínum í dag. Hann ók 0,6 sekúndum hraðar en Jenson Button gerði í gær. Formúla 1 6.2.2013 17:57 Nítján mót staðfest í Formúlu 1 2013 Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur nú staðfest að aðeins 19 mót verða á dagskrá Formúlu 1 árið 2013. Ecclestone hefur undanfarnar vikur reynt að finna tuttugasta mótshaldarann en það hefur ekki gengið. Formúla 1 6.2.2013 06:00 Caterham og Marussia frumsýndu keppnisbílana Botnliðin tvö, Caterham og Marussia, frumsýndu keppnisbíla sína á Jerez-brautinni í dag áður en fyrstu æfingar undirbúningstímabilsins hófust þar í morgun. Bæði lið fylgja sömu línum og þau notuðu í fyrra. Formúla 1 5.2.2013 19:30 « ‹ 68 69 70 71 72 73 74 75 76 … 152 ›
Tímatökum frestað til morguns vegna úrhellis Tímatökunni fyrir ástralska kappaksturinn var frestað til morguns, nú fyrir nokkrum mínútum. Aðeins tókt að aka fyrstu lotuna af þremur en úrhellis rigning setti strik í reikninginn í Melbourne. Formúla 1 16.3.2013 08:01
Vettel fljótastur á æfingum í Ástralíu Heimsmeistarinn Sebastian Vettel var fljótastur allra á æfingunum tveimur sem fóru fram í Melbourne í Ástralíu í nótt. Fjögur lið virðast vera frambærileg í toppslaginn en McLaren virðist hafa verið skilið eftir. Formúla 1 15.3.2013 10:36
Webber ætlar að vera betri í ár Ástralinn Mark Webber verður á heimavelli í Melbourne um helgina þegar keppnistímabilið í Formúlu 1 hefst þar. Hann áttar sig hins vegar á því að hann þurfi að skila stöðugari niðurstöðum. Formúla 1 13.3.2013 17:30
McLaren opið fyrir Honda-vélum 2015 Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, er opinn fyrir því að semja við Honda um vélar fyrir árið 2015. McLaren og Honda áttu gríðarlega farsælt samstarf á níunda og tíunda áratugnum og unnu fjölmarga heimsmeistaratitla saman. Formúla 1 11.3.2013 21:15
Hamilton: Nú er rétti tíminn til að gerast goðsögn Lewis Hamilton segist vera ólmur í að vinna fleiri heimsmeistaratitla og stimpla sig endanlega inn sem ökumann sem vert er að minnast í framtíðinni. Hann segir andrúmsloftið hjá Mercedes-liðinu vera tilvalið til þess. Formúla 1 11.3.2013 19:00
Vaktir með lyfjaprófum Formúlu 1-ökuþórarnir Fernando Alonso, Sergio Perez og Daniel Ricciardo fengu óvænta og snemmbúna heimsókn í gærmorgun þegar Alþjóðlega lyfjaeftirlitsnefndin leit við hjá þeim þremur. Formúla 1 6.3.2013 16:45
Sauber-liðið harlem-sjeikaði Það er ekki mikið að gera fyrir vélvirkja í Formúlu 1 þessa dagana enda tvær vikur í fyrsta kappakstursmótið og allar æfingarnar á undirbúningstímabilinu búnar. Formúla 1 5.3.2013 23:30
Hamilton þarf að vara sig á hrekkjum Þeir Lewis Hamilton og Nico Rosberg munu aka fyrir Mercedes-liðið á þessu keppnistímabili sem liðsfélagar. Það er ekki í fyrsta sinn sem þeir félagar aka fyrir sama liðið því fyrir þrettán árum kepptu þeir saman í gó-karti. Formúla 1 4.3.2013 17:30
Vettel vonsvikinn með síðustu æfingadagana Heimsmeistarinn Sebastian Vettel segir liðið sitt ekki hafa náð öllum markmiðum sínum á æfingum vetrarnins sem lauk í gær. Dekkin hafi verið of stór þáttur til þess að geta metið bílinn með einhverri vissu. Formúla 1 4.3.2013 06:00
Alonso: Nýi bíllinn 200 sinnum betri Fernando Alonso er ánægður með nýja keppnisbíl Ferrari-liðsins í Formúlu 1 og segir hann vera um það bil 200 sinnum betri nú á æfingatímabilinu heldur en bíll síðasta árs. Alonso varð annar í heimsmeistarabaráttunni í fyrra á eftir Sebastian Vettel. Formúla 1 2.3.2013 00:01
Razia rekinn til að koma Bianchi að Luiz Razia hefur verið sagt upp sem keppnisökuþór Marussia-liðsins í Formúlu 1. Aðeins mánuður er síðan hann var kynntur sem annar ökuþór þerra við hlið Bretans unga Max Chilton. Jules Bianchi mun taka sæti Razia keppnistímabilið 2013. Formúla 1 1.3.2013 22:37
Dæmdur ofbeldismaður ekur fyrir Force India Þjóðverjinn Adrian Sutil mun aka fyrir Force India í kappökstrum ársins í ár en hann var staðfestur sem keppnisökuþór liðsins í dag. Jules Biachi þarf því að gera sér hlutverk tilraunaökuþórs að góðu. Formúla 1 28.2.2013 20:52
Missti auga í F1-árekstri en má nú keyra á ný Maria de Villota, fyrrum æfingaökumaður í formúlu eitt, hefur fengið leyfi til þess að setjast á bak við stýrið á ný. Hún missti hægri augað í slysi í júlí í fyrra þegar hún var að prufa Marussia-formúlubíl í Cambridgeshire. Formúla 1 27.2.2013 23:00
Alonso fljótastur á þriðja degi æfinganna Fernando Alonso á Ferrari varð fljótastur um Barcelona-brautina á þriðja degi æfinganna þar í gær. Öll liðin óku marga hringi og einbeittu sér síðdegis að keppnisaðstæðum. Formúla 1 22.2.2013 06:00
Kubica fékk ekki keppnissæti í DTM Pólski ökuþórinn Robert Kubica var hafnað af Mercedes-bílaframleiðandanum á dögnunum þegar hann fékk ekki úthlutað keppnissæti í DTM-mótaröðinni í ár. Ungstirnið Daniel Juncadella var valinn í hans stað. Formúla 1 21.2.2013 09:15
Perez fljótastur á öðrum degi McLaren-nýliðinn Sergio Perez ók hraðast um brautina í Barcelona í dag. Hann, heimsmeistarinn Sebastian Vettel, Lewis Hamilton, Kimi Raikkönen og Fernando Alonso höfðu skipst á að setja besta tíma allan daginn. Formúla 1 20.2.2013 17:46
Rosberg fljótastur í Mercedes-bíl í Barcelona Nico Rosberg var örlítið fljótari umhverfis brautina í Barcelona þegar Formúlu 1-liðin hófu aðra æfingalotuna á undirbúningstímabilinu í gær. Hann var 7 þúsundustu úr sekúndu fljótari en Kimi Raikkönen á Lotus. Formúla 1 20.2.2013 06:00
Sutil prófar Force India í Barcelona Adrian Sutil mun snúa aftur í Formúlu 1 í vikunni því Force India-liðið hefur staðfest að þýski ofbeldismaðurinn muni fá að spreyta sig á æfingum keppnisliðanna í Barcelona. Formúla 1 19.2.2013 22:45
Williams frumsýndi í Barcelona Williams F1 frumsýndi keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 í Barcelona í dag áður en önnur æfingalota undirbúningstímabilsins hófst þar í morgun. FW25-bíllinn er uppfærð útgáfa af bíl síðasta árs enda hefur reglunum ekki verið breytt mikið milli ára. Formúla 1 19.2.2013 17:30
Grosjean sótti tíma hjá sálfræðingi Lotus-ökuþórinn Romain Grosjean heimsótti sálfræðing reglulega í haust til þess að reyna að koma í veg fyrir heimskupör sín á brautinni. Honum var til að mynda bannað að keppa í Ítalíu eftir slys í upphafi belgíska kappakstursins í september. Formúla 1 14.2.2013 06:00
De la Rosa vill vera formaður GPDA áfram Pedro de la Rosa, tilraunaökuþór Ferrari-liðsins, vill vera formaður samtaka Grand Prix-ökumanna (GPDA) áfram árið 2013. Formúla 1 13.2.2013 08:00
Häkkinen: Hamilton að taka mikla áhættu Mika Häkkinen, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökuþór McLaren-liðsins, segir að Lewis Hamilton hafi tekið mikla áhættu þegar hann skipti frá McLaren til Mercedes-liðsins í vetur. Formúla 1 13.2.2013 06:00
Whitmarsh: Of margir kaupa sér keppnissæti Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, hefur sagt suma keppnisökuþórana í Formúlu 1 alls ekki nógu góða og segir þá kaupa sér keppnissæti frekar en að eiga þau skilið. Formúla 1 12.2.2013 20:15
Ólíklegt að Scorpion Racing fái að vera með Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur hafnað umsókn Scorpion Racing-liðsins um að fá að keppa í Formúlu 1 í ár. Scorpion Racing vilja kaupa þrotabú HRT-liðins og keppa í formúlunni. Formúla 1 11.2.2013 20:00
Lotus á toppnum eftir fyrstu æfingar Kimi Raikkönen, ökuþór Lotus-liðsins í Formúlu 1, varð fljótastur á æfingum dagsins í Jerez í dag. Þetta var síðasti æfingadagurinn í Jerez af fjórum. Formúla 1 8.2.2013 17:25
Völdu versta ökuþór síðustu 20 ára Lesendur veftímaritsins Autosport hafa valið versta Formúlu 1 ökuþór síðastliðna 20 ára. Fyrir valinu varð Japaninn Takachiho "Taki" Inoue sem keppti í átján mótum árin 1994 og 1995 með ömurlegum árangri. Formúla 1 7.2.2013 19:30
Massa á Ferrari langfljótastur í Jerez Felipe Massa setti besti tíma ársins á Jerez-brautinni í dag þegar hann ók hringinn 0,4 sekúndum hraðar en Romain Grosjean gerði í gær og heilli sekúndu hraðar en Jenson Button gerði fyrir tveimur dögum. Mun fleiri hringir voru eknir í dag en í gær. Formúla 1 7.2.2013 18:15
Grosjean fljótastur á öðrum degi æfinga í Jerez Dagurinn í Jerez á Spáni var kaldur þegar Romain Grosjean setti besta tímann í Lotus E21-bíl sínum í dag. Hann ók 0,6 sekúndum hraðar en Jenson Button gerði í gær. Formúla 1 6.2.2013 17:57
Nítján mót staðfest í Formúlu 1 2013 Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, hefur nú staðfest að aðeins 19 mót verða á dagskrá Formúlu 1 árið 2013. Ecclestone hefur undanfarnar vikur reynt að finna tuttugasta mótshaldarann en það hefur ekki gengið. Formúla 1 6.2.2013 06:00
Caterham og Marussia frumsýndu keppnisbílana Botnliðin tvö, Caterham og Marussia, frumsýndu keppnisbíla sína á Jerez-brautinni í dag áður en fyrstu æfingar undirbúningstímabilsins hófust þar í morgun. Bæði lið fylgja sömu línum og þau notuðu í fyrra. Formúla 1 5.2.2013 19:30