Massa biður fyrir Schumacher á hverjum degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2014 13:45 Felipe Massa og Michael Schumacher. Vísir/NordicPhotos/Getty Brasilíumaðurinn Felipe Massa segist biðja fyrir Michael Schumacher á hverjum degi en hinn 45 ára gamli Schumacher liggur enn í dái eftir að hafa dottið illa á skíðum 29. desember síðastliðinn. „Kæri Michael, minn góði vinur. Þú hjálpaðir mér svo mikið á mínum ferli og ég bið fyrir þér á hverjum degi. Ég vil fá tækifæri til að faðma þig," skrifaði Felipe Massa á heimasíðu Ferrari. Líðan Schumacher er stöðug en hann er samt enn í lífshættu á spítala í Grenoble eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í brekkunni við Meribel skíðastaðinn. Felipe Massa og Michael Schumacher kepptu saman fyrir Ferrari síðasta tímabil Schumacher hjá ítalska félaginu. Massa varð þá þriðji á eftir Schumacher en Fernando Alonso vann heimsmeistaratitilinn. Felipe Massa, sem er 32 ára gamall, heiðraði Michael Schumacher á dögunum þegar hann var með nafn hans á hjálminum sínum í árlegri Go-kart keppni í heimalandi sínu. Vísir/NordicPhotos/Getty Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brasilíumaðurinn Felipe Massa segist biðja fyrir Michael Schumacher á hverjum degi en hinn 45 ára gamli Schumacher liggur enn í dái eftir að hafa dottið illa á skíðum 29. desember síðastliðinn. „Kæri Michael, minn góði vinur. Þú hjálpaðir mér svo mikið á mínum ferli og ég bið fyrir þér á hverjum degi. Ég vil fá tækifæri til að faðma þig," skrifaði Felipe Massa á heimasíðu Ferrari. Líðan Schumacher er stöðug en hann er samt enn í lífshættu á spítala í Grenoble eftir að hafa fengið slæmt höfuðhögg í brekkunni við Meribel skíðastaðinn. Felipe Massa og Michael Schumacher kepptu saman fyrir Ferrari síðasta tímabil Schumacher hjá ítalska félaginu. Massa varð þá þriðji á eftir Schumacher en Fernando Alonso vann heimsmeistaratitilinn. Felipe Massa, sem er 32 ára gamall, heiðraði Michael Schumacher á dögunum þegar hann var með nafn hans á hjálminum sínum í árlegri Go-kart keppni í heimalandi sínu. Vísir/NordicPhotos/Getty
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira