Ástand Schumachers hefur batnað | Enn í lífshættu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. desember 2013 10:27 Nordic Photos / Getty Images Læknar Michael Schumachers á sjúkrahúsinu í Grenoble í Frakklandi segja að ástand hans hafi skánað örlítið frá því í gær. Honum er þó enn haldið sofandi og ástand hans alvarlegt. Blaðamannafundur var haldinn á sjúkrahúsinu í morgun en Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum á sunnudagsmorgun. Hann féll og rak höfuðið í með þeim afleiðingum að hann fékk alvarlega áverka á heila. Læknar ákváðu í samráði við fjölskyldu hans að framkvæma aðra aðgerð á Þjóðverjanum í gær til að losa um blóðsöfnun, svokallaðan margúl, sem myndaði þrýsting á heila hans. Schumacher var i lífshættu í gær en í gærkvöldi leiddi ný heilaskönnun í ljós að ástand hans hafi skánað örlítið. Það gaf læknunum tækifæri til að framkvæma aðra aðgerð sem heppnaðist vel. Hún stóð yfir í alls tvær klukkustundir. „Við getum þó ekki sagt að honum sé nú borgið en með þessu fáum við meiri tíma. Næstu klukkustundir hafa mikið að segja um framhaldið,“ sagði læknir Schumachers á fundinum í morgun. Schumacher mátti þola talsverðar heilablæðingar og læknarnir segja að þær séu enn til staðar. Með aðgerðinni í gær hafi hins vegar tekist að draga úr hluta þeirra. „Hann er enn í lífshættu.“ Michael Schumacher er 44 ára og sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstrinum. Hann er sigursælasti ökuþór keppninnar frá upphafi. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Læknar Michael Schumachers á sjúkrahúsinu í Grenoble í Frakklandi segja að ástand hans hafi skánað örlítið frá því í gær. Honum er þó enn haldið sofandi og ástand hans alvarlegt. Blaðamannafundur var haldinn á sjúkrahúsinu í morgun en Schumacher slasaðist alvarlega á skíðum á sunnudagsmorgun. Hann féll og rak höfuðið í með þeim afleiðingum að hann fékk alvarlega áverka á heila. Læknar ákváðu í samráði við fjölskyldu hans að framkvæma aðra aðgerð á Þjóðverjanum í gær til að losa um blóðsöfnun, svokallaðan margúl, sem myndaði þrýsting á heila hans. Schumacher var i lífshættu í gær en í gærkvöldi leiddi ný heilaskönnun í ljós að ástand hans hafi skánað örlítið. Það gaf læknunum tækifæri til að framkvæma aðra aðgerð sem heppnaðist vel. Hún stóð yfir í alls tvær klukkustundir. „Við getum þó ekki sagt að honum sé nú borgið en með þessu fáum við meiri tíma. Næstu klukkustundir hafa mikið að segja um framhaldið,“ sagði læknir Schumachers á fundinum í morgun. Schumacher mátti þola talsverðar heilablæðingar og læknarnir segja að þær séu enn til staðar. Með aðgerðinni í gær hafi hins vegar tekist að draga úr hluta þeirra. „Hann er enn í lífshættu.“ Michael Schumacher er 44 ára og sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 kappakstrinum. Hann er sigursælasti ökuþór keppninnar frá upphafi.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira