Schumacher er 45 ára í dag | Enn í lífshættu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. janúar 2014 08:45 Michael Schumacher. Nordic Photos / Getty „Við vitum öll að hann er keppnismaður og mun ekki gefast upp,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldu þýska ökuþórsins Michael Schumacher sem liggur enn í dái eftir alvarlegt skíðaslys. Schumacher á afmæli í dag en hann er 45 ára gamall. Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir fjölskyldu Schumacher eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka eftir að hann slasaðist á skíðum á sunnudagsmorgun síðastliðinn. Honum er enn haldið sofandi en hann hefur þegar gengist undir tvær aðgerðir til að losa þrýsting á heila eftir miklar blæðingar. Enn er tvísýnt um framhaldið. Fjölskylda Schumacher birti yfirlýsinguna á heimasíðu kappans. „Við viljum þakka öllum þeim sem hafa sýnt hlýhug og sent kveðju hvaðanæva að úr heiminum til að óska Michael bata eftir skíðaslysið hans. Þessar kveðjur hafa veitt okkur mikinn stuðning,“ sagði í yfirlýsingunni. Stuðningsmenn Schumacher hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble í Frakklandi þar sem hann dvelst nú. Læknar tjáðu sig síðast opinberlega um stöðu mála á þriðjudag og sögðu þá að Schumacher hafi sýnt örlítil batamerki en væri enn í lífshættu. Enn er ómöulegt að spá nokkru um framhaldið. Schumacher er sigursælasti ökuþór í sögu Formúlu 1 en hann varð sjöfaldur heimsmeistari á sínum tíma. Hann tók þátt í 303 keppnum og vann alls 91 sigur. Hann skilaði sér á verðlaunapall í alls 155 keppnum. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
„Við vitum öll að hann er keppnismaður og mun ekki gefast upp,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldu þýska ökuþórsins Michael Schumacher sem liggur enn í dái eftir alvarlegt skíðaslys. Schumacher á afmæli í dag en hann er 45 ára gamall. Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir fjölskyldu Schumacher eftir að hann hlaut alvarlega höfuðáverka eftir að hann slasaðist á skíðum á sunnudagsmorgun síðastliðinn. Honum er enn haldið sofandi en hann hefur þegar gengist undir tvær aðgerðir til að losa þrýsting á heila eftir miklar blæðingar. Enn er tvísýnt um framhaldið. Fjölskylda Schumacher birti yfirlýsinguna á heimasíðu kappans. „Við viljum þakka öllum þeim sem hafa sýnt hlýhug og sent kveðju hvaðanæva að úr heiminum til að óska Michael bata eftir skíðaslysið hans. Þessar kveðjur hafa veitt okkur mikinn stuðning,“ sagði í yfirlýsingunni. Stuðningsmenn Schumacher hafa safnast saman fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble í Frakklandi þar sem hann dvelst nú. Læknar tjáðu sig síðast opinberlega um stöðu mála á þriðjudag og sögðu þá að Schumacher hafi sýnt örlítil batamerki en væri enn í lífshættu. Enn er ómöulegt að spá nokkru um framhaldið. Schumacher er sigursælasti ökuþór í sögu Formúlu 1 en hann varð sjöfaldur heimsmeistari á sínum tíma. Hann tók þátt í 303 keppnum og vann alls 91 sigur. Hann skilaði sér á verðlaunapall í alls 155 keppnum.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira