Formúla 1

Alonso og Räikkönen ritskoðaðir á Twitter

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fernando Alonso.
Fernando Alonso. Nordicphotos/Getty
Luca di Montezemolo, forseti Ferrari í Formúlu 1, hefur lagt öllum starfsmönnum ítalska risans línurnar í tengslum við hegðun sína á samfélagsmiðlinum Twitter. Marca greinir frá.

Bannið snýr að því að ökuþórarnir Fernando Alsono og Kimi Räikkönen auk annarra starfsmanna mega ekki tjá sig um neitt tengt vinnu Ferrari á Twitter. Aðeins megi nota opinberan aðgang Ferrari á Twitter í þeim tilgangi.

„Ég banna þeim að því leyti að Alonso, og ég meina Alonso og allir aðrir, mega skrifa það sem þeir vilja. Hins vegar ef það tengist Ferrari á það aðeins að koma beint frá félaginu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×