Bakþankar Sumarið er tíminn... Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Átta prósenta hátekjuskattur verður lagður á tekjur umfram sjö hundruð þúsund krónur og 15 prósenta viðbótarskattur á fjármagnstekjur umfram tiltekna fjárhæð, samkvæmt efnahagstillögum ríkisstjórnarinnar sem hún stefnir á að leggja fyrir Alþingi á fimmtudag. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, að hátekjuskatturinn gefi um 2,5 milljarða í tekjur á þessu ári og um fjóra milljarða á ársgrundvelli. Þá mun fjármagnstekjuskatturinn skila um sex milljörðum. Bakþankar 16.6.2009 00:01 Í spilltum heimi Bakþankar 13.6.2009 00:01 Refsing handa réttum aðila Bakþankar 13.6.2009 00:01 Pómóbolti Bergsteinn Sigurðsson skrifar Nýlega las ég grein þar sem yfirstandandi efnahagsófarir voru ekki eingöngu skrifaðar á gráðuga bankamenn og andvaralausa stjórnmálamenn, heldur líka á ríkjandi menningarástand undanfarinna ára á Vesturlöndum sem er jafnan kennt við póstmódernisma. Hugmyndafræði sem hafnaði fyrri gildum og reglum, var ekki bundin á klafa fortíðarinnar heldur einkenndist af afstæðishyggju og stuðlaði þannig að áhættusækinni nýjungagirni á fjármálamörkuðum. Módernísk atómskáld viku fyrir póstmódernískum athafnaskáldum. Bakþankar 12.6.2009 06:00 Með peninga á heilanum Dr.Gunni skrifar Mannasaur er ævinlega fyrir peningum, því meiri saur, því meiri peningar. Þetta segir á draumaráðningasíðunni draumur.is og varla lýgur hún. Hvernig ætli standi á þessu? Eru draumarnir að segja okkur einhvern hyldjúpan sannleika? Eru peningar, þegar betur er að gáð, bara jafn ómerkilegt fyrirbæri og úrgangurinn úr okkur? Er þá fólk sem lifir í stanslausum eltingaleik við peninga í raun bara að veltast upp úr eigin saur? Bakþankar 11.6.2009 06:00 Icesave á forngrísku Í Grikklandi hinu forna voru eftirmál ósigra býsna hörð en að sama skapi skýr. Þá voru ekki settar saman samninganefndir sem skröfuðu á leynilegum fundum uns komin var flókin niðurstaða sem allir gætu sætt sig við…nema Íslendingar. Bakþankar 10.6.2009 06:00 Allt í fári Þeir segja sumir að við plummum okkur best í fári, einhverjum djöfulgangi þegar allar hendur eru kallaðar á dekk og hver maður dreginn í aðgerð. Þetta er vitaskuld erfðabundinn fjandi fólki sem varð að vinna í törnum og hamaðist í kappi við tímann: þurrkurinn var úti, sól farin bak við ský, vindátt að breytast. Hvort sem það var hey á velli, kös á bryggju, það varð að koma heyjum í hús, fiski í salt, fé af fjalli. Lífsafkoman var undir því komin að unnið væri hratt og allir hjálpuðust að. Svo mátti dóla sér við rólegri verkefni vetrarlangt. Vefa, prjóna sokkaplögg, annað smálegt. Við erum hrotufólk. Bakþankar 9.6.2009 06:00 Stríðið hans pabba Gerður Kristný skrifar Hverjum þeim sem heillast af bók ber skylda til að segja frá henni," segir í lögum bókaáhugafólks og nú hef ég hnotið um eina slíka. Fars krig heitir hún og er eftir Norðmanninn Bjørn Westlie. Landar hans voru svo hrifnir af henni að þeir veittu honum Brageprisen í fyrra. Fars krig er sannsöguleg bók þar sem Bjørn segir frá föður sínum, Petter, sem skráði sig í Waffen-SS í Seinna stríði og var sendur á vígstöðvarnar í Úkraínu. Hrifning hans á Þjóðverjum var slík að hann breytti ættarnafninu Vestli í Westlie. Bakþankar 8.6.2009 06:00 Bensínbruðl Bakþankar 6.6.2009 00:01 Fer hver að verða sér næstur? Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar BMX reiðhjóli húsbóndans var stolið úr garðinum um daginn. Þetta er þriðja hjólið í hans eigu sem einhver óprúttinn hefur á brott með sér í skjóli nætur. Eins var hjólinu mínu stolið fyrir nokkru síðan, með áföstum barnastól! Ég kenni kreppunni um. Þegar harðnar á dalnum er fólk til alls víst. Bakþankar 4.6.2009 06:00 Þér er ekki boðið Bakþankar 3.6.2009 00:01 Slóðir rabarbarans Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar Í garði foreldra minna fyrir austan fjall sneiddi ég tíu kíló af rabarbara um hvítasunnuna og sá vel spírað kartöfluútsæði af ýmsum gerðum hverfa ofan í mjúka sunnlenska mold. Sólin skein inn á milli hárra aspanna í garðinum og á pallinn þar sem ég stóð og skar súruna; úr heitum potti við hlið mér rauk úr hlýju og ilmandi hreinu vatni. Skyndilega varð ég andaktug yfir rabarbaranum og fannst aldingarður ekkert of fínt nafn fyrir þessa paradís foreldra minna, svona jafnvel þótt rabarbari sé í raun grænmeti fremur en ávöxtur og svo súr að það þarf víst ekki að innbyrða sérlega mikið af honum til að hann hafi truflandi áhrif á nýrun. Bakþankar 2.6.2009 06:00 Fyrirframgefnar hugmyndir Bakþankar 30.5.2009 00:01 Svefnrof Bergsteinn Sigurðsson skrifar Einhvern tímann seint á 20. öldinni (geri ég ráð fyrir) datt einhverjum velmeinandi verkfræðingi - eða óforbetranlegu letiblóði - í hug að „betrumbæta" vekjaraklukkur með því að koma fyrir á þeim svonefndum dormhnappi (e. snooze button). Þótt þessari nýjung hafi verið tekið fagnandi felur hún í sér dulda en rækilega lífsgæðaskerðingu. Sá sem dormar er ekki vakandi og ekki sofandi; hvorki hvílist né starfar eða vex vit, heldur liggur svefndrukkinn eins og þvara með hálflukt augu og hugsar ekki um annað en hversu margar mínútur eru þangað til klukkan gellur aftur. Þá er betra - að ekki sé minnst á ærlegra - að sofa bara almennilega yfir sig upp á gamla mátann. Bakþankar 29.5.2009 06:00 Landkynning Dr. Gunni skrifar Ég tók að mér hollenskt sjónvarpsþáttagerðarfólk. Þau voru að fjalla um „Ástandið á Íslandi" og höfðu fengið þá flugu í höfuðið að ég gæti sagt þeim eitthvað af viti. Ég sagði þeim að þetta væri eiginlega eins og skilnaður. Við hefðum skilið við góðæris-Ísland, gömlu kærustuna. Hún var vissulega sæt, en það var bara alltaf eitthvað að henni. Hræðilegur persónuleikagalli sem glitti í á bakvið lokkandi brosið. Núna nennti maður ekki lengur að velta sér upp úr árunum með henni, heldur vildi maður líta fram á veginn og byrja upp á nýtt. Helst með sænskri fóstru. Bakþankar 28.5.2009 06:00 Flagarasaga fyrir saksóknara Bakþankar 27.5.2009 00:01 Allt með kossi vekur Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Vorið er fyrr á ferðinni hér í Víkinni en mörg undangengin ár: laukarnir æddu upp úr moldinni á fardögum rétt eins þeir ætluðu annað. Nokkurra daga sól kallaði þá upp og varla búið að taka ofan af enda gjalda garðræktendur varhug við sólarglennum svo snemma í maí. Vita sem er að allra veðra er von á útkjálkum eins og hér í Víkinni, að ekki sé talað um þar sem landið hækkar austan við Kvosina. Það er veðrarígur milli lóðaeigenda í henni Reykjavík: þekki ég menn í raðhúsum inni við Sund sem telja veðrið þar miklu betra en á öðrum stöðum í borgarskipulaginu. Þá hafa Fossvogsbúar sérkennilegar hugmyndir um að þar skíni sólin heitar en á aðra í dalverpunum upp frá víkunum sunnan Kollafjarðar. Bakþankar 26.5.2009 06:00 Uppsprettu-hátíðin Gerður Kristný skrifar Einhverju sinni spurði ég hjúkrunarfræðinginn mömmu mína hvort hún hefði ekki farið í bæinn á kvennafrídaginn 24. október 1975, kannski í hópi kátra kollega af Landakoti. „Nei, ég var í vinnunni," svaraði hún. „Það varð einhver að sinna sjúklingunum." Mér varð hugsað til þessara orða á miðvikudaginn þegar ég sauð silung ofan í syni mína í stað þess að fara á Uppsprettuhátíðina sem konur héldu í Iðnó til að fagna því sem þær hafa áorkað í samfélaginu og til að hvetja hver aðra til dáða. Eiginmaðurinn var rokinn í vinnuferð til útlanda og einhver varð að sinna sonunum. Bakþankar 25.5.2009 06:00 Gæta þarf orða sinna Bakþankar 21.5.2009 00:01 Ræðukeppnin Bakþankar 20.5.2009 00:01 Þar skall hurð nærri hælum Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Nú höfum við eignast ekki bara eina, heldur tvær þjóðhetjur sem heita Jóhanna og þess munu líklegast sjást merki í nafnagjöf hvítvoðunganna á næstunni. Auk þess sem fjöldi stúlkubarna fær nöfn eins og París Þöll, Aþena Fló og Þúfa Dúfa mun nýfæddum Jóhönnum örugglega fjölga stórfellt í þjóðskrá. Á Íslandi munu innan skamms tifa um ponsulítil Jóhanna Mist og agnarsmá Jóhanna Þrá. Því hvað er betra en fá í vöggugjöf hetjulegt nafn fyrstu konunnar sem varð forsætisráðherra landsins eða þeirrar sem næstum sigraði í Evróvisjón en lét okkur þó ekki sitja uppi með keppnina að ári? Bakþankar 18.5.2009 06:00 Dagsatt rugl Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Vinkona mín þurfti að koma cocker spaniel-hundinum sínum, honum Nökkva, fyrir á nýju heimili í vikunni. Eftirfarandi er sönn saga. Vitnað er í símtöl sem áttu sér stað yfir einn sólarhring. (Nöfnum hefur verið breytt.) 13.00: „Júlía, ég hringdi áðan í skakkt númer. Bakþankar 16.5.2009 00:01 Þjóðþrifamálin Bergsteinn Sigurðsson skrifar Alþingismenn hafa nú verið leystir undan því oki að þurfa að mæta með bindi í vinnuna. Þetta leggst misvel í mannskapinn. Meðan hatursmenn slifsanna varpa öndinni léttar, óttast hinir íhaldsamari að nú fari Þráinn Bertelsson og Þór Saari að mæta í kvartbuxum og havaískyrtum í vinnuna og virðingunni fyrir löggjafarsamkundunni verði endanlega kastað fyrir róða. Bakþankar 15.5.2009 03:00 Tuðland Dr. Gunni skrifar Að búa á Íslandi er eins og að búa í blokk sem er með húsfélagsfund á hverju kvöldi til að ræða hvernig teppið í stigaganginum á að vera á litinn. Það eru alltaf einhver mál "á dagskrá“, sem ég á að hafa skoðun á. Einu sinni varð ég að hafa skoðun á því hvort flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri eða fara eitthvert – og þá hvert? Eins og mér væri ekki drullusama. En auðvitað þorði ég ekki að segja það. Að vera sama þykir að viðurkenna að maður sé bjáni. Bakþankar 14.5.2009 00:01 Hjólað út í sumarið Þóra Magnea Magnúsdóttir skrifar Nú á vordögum fjárfesta margir í nýjum hjólum eða yfirfara hjólin sem biðu inni í geymslu í vetur. Þegar kaupa á hjól er mikilvægt að kaupa rétta stærð, þau mega ekki vera of stór. Fyrir yngstu börnin er gott að miða við að barn nái með báðum fótum samtímis niður á jörð. Mögulegt er að ekki fylgi ljós að framan og aftan, bjalla, bretti, lás eða keðjuhlíf. Þá þarf að kaupa það sérstaklega. Bakþankar 14.5.2009 00:01 Bréf til Svavars Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Svavar, það hafa fjölmargir haft samband við mig og beðið mig um að leggja ykkur lið í samninganefndinni um Icesave. Ég taldi að slíkt ætti ekki fyrir mér að liggja en hvað veit maður á þessum síðustu og verstu tímum þegar ólíklegustu hlutir gerast? Sjáðu bara hvernig fór fyrir henni Svandísi, hún er ekki búin að tylla sér í þingsætið sitt og það er strax búið að véla hana í ráðherrastól. Og sjáðu líka hvernig fór fyrir skáldkonunni sem mótmælti með svo góðum ljóðum að hún endaði á þingi. Já, það er eins gott að passa sig. Bakþankar 13.5.2009 00:01 Gulur, rauður, grænn og blár Vöruskorturinn, sem talað var um í haust, er farinn að láta á sér kræla. Hann er að sjálfsögðu martröð allra þeirra sem óttast að þurfa að bíða tímunum saman í röð eftir lauk en fá síðan bara lakkrís þegar loks kemur að þeim eða þá að þurfa að gefa börnum heimatilbúna bréfbáta í afmælisgjöf. Það gæti verið gott að fara að rifja upp handbrögðin því nú er sjálfsögð vörutegund orðin nokkuð vandfundin - gömlu góðu vaxlitir frá Crayola í gulu og grænu pökkunum. Bakþankar 11.5.2009 06:00 Vorhreingerningin Þórgunnur Oddsdóttir skrifar Til allrar hamingju hef ég aldrei þurft að taka til í ríkisfjármálum, sópa út spillingu eða pakka niður úr sér genginni hugmyndafræði. Mig grunar samt að í grunninn sé ekki svo mikill munur á því að gera stórhreingerningu heima hjá sér og að taka til í heilu þjóðarbúi. Sömu lögmál hljóta að eiga við - að halda sér vel að verki og beita sjálfan sig aga því það er freistandi að gefast upp í miðjum klíðum og sópa bara öllu undir mottu. Bakþankar 8.5.2009 06:00 Biðin langa Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Má bjóða þér að bíða?" spyr ritarinn í símanum þegar sá sem ég er að reyna að ná í reynist vera upptekinn. Jú, ég bíð og leiðinleg tónlist glymur í eyranu á mér. Mér leiðist að bíða. Það er erfitt að geta ekki haft áhrif á gang mála, vopnin eru slegin úr höndum manns og maður hangir í lausu lofti. Bakþankar 7.5.2009 06:00 Hið daglega val Bakþankar 6.5.2009 00:01 « ‹ 84 85 86 87 88 89 90 91 92 … 111 ›
Sumarið er tíminn... Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Átta prósenta hátekjuskattur verður lagður á tekjur umfram sjö hundruð þúsund krónur og 15 prósenta viðbótarskattur á fjármagnstekjur umfram tiltekna fjárhæð, samkvæmt efnahagstillögum ríkisstjórnarinnar sem hún stefnir á að leggja fyrir Alþingi á fimmtudag. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, að hátekjuskatturinn gefi um 2,5 milljarða í tekjur á þessu ári og um fjóra milljarða á ársgrundvelli. Þá mun fjármagnstekjuskatturinn skila um sex milljörðum. Bakþankar 16.6.2009 00:01
Pómóbolti Bergsteinn Sigurðsson skrifar Nýlega las ég grein þar sem yfirstandandi efnahagsófarir voru ekki eingöngu skrifaðar á gráðuga bankamenn og andvaralausa stjórnmálamenn, heldur líka á ríkjandi menningarástand undanfarinna ára á Vesturlöndum sem er jafnan kennt við póstmódernisma. Hugmyndafræði sem hafnaði fyrri gildum og reglum, var ekki bundin á klafa fortíðarinnar heldur einkenndist af afstæðishyggju og stuðlaði þannig að áhættusækinni nýjungagirni á fjármálamörkuðum. Módernísk atómskáld viku fyrir póstmódernískum athafnaskáldum. Bakþankar 12.6.2009 06:00
Með peninga á heilanum Dr.Gunni skrifar Mannasaur er ævinlega fyrir peningum, því meiri saur, því meiri peningar. Þetta segir á draumaráðningasíðunni draumur.is og varla lýgur hún. Hvernig ætli standi á þessu? Eru draumarnir að segja okkur einhvern hyldjúpan sannleika? Eru peningar, þegar betur er að gáð, bara jafn ómerkilegt fyrirbæri og úrgangurinn úr okkur? Er þá fólk sem lifir í stanslausum eltingaleik við peninga í raun bara að veltast upp úr eigin saur? Bakþankar 11.6.2009 06:00
Icesave á forngrísku Í Grikklandi hinu forna voru eftirmál ósigra býsna hörð en að sama skapi skýr. Þá voru ekki settar saman samninganefndir sem skröfuðu á leynilegum fundum uns komin var flókin niðurstaða sem allir gætu sætt sig við…nema Íslendingar. Bakþankar 10.6.2009 06:00
Allt í fári Þeir segja sumir að við plummum okkur best í fári, einhverjum djöfulgangi þegar allar hendur eru kallaðar á dekk og hver maður dreginn í aðgerð. Þetta er vitaskuld erfðabundinn fjandi fólki sem varð að vinna í törnum og hamaðist í kappi við tímann: þurrkurinn var úti, sól farin bak við ský, vindátt að breytast. Hvort sem það var hey á velli, kös á bryggju, það varð að koma heyjum í hús, fiski í salt, fé af fjalli. Lífsafkoman var undir því komin að unnið væri hratt og allir hjálpuðust að. Svo mátti dóla sér við rólegri verkefni vetrarlangt. Vefa, prjóna sokkaplögg, annað smálegt. Við erum hrotufólk. Bakþankar 9.6.2009 06:00
Stríðið hans pabba Gerður Kristný skrifar Hverjum þeim sem heillast af bók ber skylda til að segja frá henni," segir í lögum bókaáhugafólks og nú hef ég hnotið um eina slíka. Fars krig heitir hún og er eftir Norðmanninn Bjørn Westlie. Landar hans voru svo hrifnir af henni að þeir veittu honum Brageprisen í fyrra. Fars krig er sannsöguleg bók þar sem Bjørn segir frá föður sínum, Petter, sem skráði sig í Waffen-SS í Seinna stríði og var sendur á vígstöðvarnar í Úkraínu. Hrifning hans á Þjóðverjum var slík að hann breytti ættarnafninu Vestli í Westlie. Bakþankar 8.6.2009 06:00
Fer hver að verða sér næstur? Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar BMX reiðhjóli húsbóndans var stolið úr garðinum um daginn. Þetta er þriðja hjólið í hans eigu sem einhver óprúttinn hefur á brott með sér í skjóli nætur. Eins var hjólinu mínu stolið fyrir nokkru síðan, með áföstum barnastól! Ég kenni kreppunni um. Þegar harðnar á dalnum er fólk til alls víst. Bakþankar 4.6.2009 06:00
Slóðir rabarbarans Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar Í garði foreldra minna fyrir austan fjall sneiddi ég tíu kíló af rabarbara um hvítasunnuna og sá vel spírað kartöfluútsæði af ýmsum gerðum hverfa ofan í mjúka sunnlenska mold. Sólin skein inn á milli hárra aspanna í garðinum og á pallinn þar sem ég stóð og skar súruna; úr heitum potti við hlið mér rauk úr hlýju og ilmandi hreinu vatni. Skyndilega varð ég andaktug yfir rabarbaranum og fannst aldingarður ekkert of fínt nafn fyrir þessa paradís foreldra minna, svona jafnvel þótt rabarbari sé í raun grænmeti fremur en ávöxtur og svo súr að það þarf víst ekki að innbyrða sérlega mikið af honum til að hann hafi truflandi áhrif á nýrun. Bakþankar 2.6.2009 06:00
Svefnrof Bergsteinn Sigurðsson skrifar Einhvern tímann seint á 20. öldinni (geri ég ráð fyrir) datt einhverjum velmeinandi verkfræðingi - eða óforbetranlegu letiblóði - í hug að „betrumbæta" vekjaraklukkur með því að koma fyrir á þeim svonefndum dormhnappi (e. snooze button). Þótt þessari nýjung hafi verið tekið fagnandi felur hún í sér dulda en rækilega lífsgæðaskerðingu. Sá sem dormar er ekki vakandi og ekki sofandi; hvorki hvílist né starfar eða vex vit, heldur liggur svefndrukkinn eins og þvara með hálflukt augu og hugsar ekki um annað en hversu margar mínútur eru þangað til klukkan gellur aftur. Þá er betra - að ekki sé minnst á ærlegra - að sofa bara almennilega yfir sig upp á gamla mátann. Bakþankar 29.5.2009 06:00
Landkynning Dr. Gunni skrifar Ég tók að mér hollenskt sjónvarpsþáttagerðarfólk. Þau voru að fjalla um „Ástandið á Íslandi" og höfðu fengið þá flugu í höfuðið að ég gæti sagt þeim eitthvað af viti. Ég sagði þeim að þetta væri eiginlega eins og skilnaður. Við hefðum skilið við góðæris-Ísland, gömlu kærustuna. Hún var vissulega sæt, en það var bara alltaf eitthvað að henni. Hræðilegur persónuleikagalli sem glitti í á bakvið lokkandi brosið. Núna nennti maður ekki lengur að velta sér upp úr árunum með henni, heldur vildi maður líta fram á veginn og byrja upp á nýtt. Helst með sænskri fóstru. Bakþankar 28.5.2009 06:00
Allt með kossi vekur Páll Baldvin Baldvinsson skrifar Vorið er fyrr á ferðinni hér í Víkinni en mörg undangengin ár: laukarnir æddu upp úr moldinni á fardögum rétt eins þeir ætluðu annað. Nokkurra daga sól kallaði þá upp og varla búið að taka ofan af enda gjalda garðræktendur varhug við sólarglennum svo snemma í maí. Vita sem er að allra veðra er von á útkjálkum eins og hér í Víkinni, að ekki sé talað um þar sem landið hækkar austan við Kvosina. Það er veðrarígur milli lóðaeigenda í henni Reykjavík: þekki ég menn í raðhúsum inni við Sund sem telja veðrið þar miklu betra en á öðrum stöðum í borgarskipulaginu. Þá hafa Fossvogsbúar sérkennilegar hugmyndir um að þar skíni sólin heitar en á aðra í dalverpunum upp frá víkunum sunnan Kollafjarðar. Bakþankar 26.5.2009 06:00
Uppsprettu-hátíðin Gerður Kristný skrifar Einhverju sinni spurði ég hjúkrunarfræðinginn mömmu mína hvort hún hefði ekki farið í bæinn á kvennafrídaginn 24. október 1975, kannski í hópi kátra kollega af Landakoti. „Nei, ég var í vinnunni," svaraði hún. „Það varð einhver að sinna sjúklingunum." Mér varð hugsað til þessara orða á miðvikudaginn þegar ég sauð silung ofan í syni mína í stað þess að fara á Uppsprettuhátíðina sem konur héldu í Iðnó til að fagna því sem þær hafa áorkað í samfélaginu og til að hvetja hver aðra til dáða. Eiginmaðurinn var rokinn í vinnuferð til útlanda og einhver varð að sinna sonunum. Bakþankar 25.5.2009 06:00
Þar skall hurð nærri hælum Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar Nú höfum við eignast ekki bara eina, heldur tvær þjóðhetjur sem heita Jóhanna og þess munu líklegast sjást merki í nafnagjöf hvítvoðunganna á næstunni. Auk þess sem fjöldi stúlkubarna fær nöfn eins og París Þöll, Aþena Fló og Þúfa Dúfa mun nýfæddum Jóhönnum örugglega fjölga stórfellt í þjóðskrá. Á Íslandi munu innan skamms tifa um ponsulítil Jóhanna Mist og agnarsmá Jóhanna Þrá. Því hvað er betra en fá í vöggugjöf hetjulegt nafn fyrstu konunnar sem varð forsætisráðherra landsins eða þeirrar sem næstum sigraði í Evróvisjón en lét okkur þó ekki sitja uppi með keppnina að ári? Bakþankar 18.5.2009 06:00
Dagsatt rugl Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar Vinkona mín þurfti að koma cocker spaniel-hundinum sínum, honum Nökkva, fyrir á nýju heimili í vikunni. Eftirfarandi er sönn saga. Vitnað er í símtöl sem áttu sér stað yfir einn sólarhring. (Nöfnum hefur verið breytt.) 13.00: „Júlía, ég hringdi áðan í skakkt númer. Bakþankar 16.5.2009 00:01
Þjóðþrifamálin Bergsteinn Sigurðsson skrifar Alþingismenn hafa nú verið leystir undan því oki að þurfa að mæta með bindi í vinnuna. Þetta leggst misvel í mannskapinn. Meðan hatursmenn slifsanna varpa öndinni léttar, óttast hinir íhaldsamari að nú fari Þráinn Bertelsson og Þór Saari að mæta í kvartbuxum og havaískyrtum í vinnuna og virðingunni fyrir löggjafarsamkundunni verði endanlega kastað fyrir róða. Bakþankar 15.5.2009 03:00
Tuðland Dr. Gunni skrifar Að búa á Íslandi er eins og að búa í blokk sem er með húsfélagsfund á hverju kvöldi til að ræða hvernig teppið í stigaganginum á að vera á litinn. Það eru alltaf einhver mál "á dagskrá“, sem ég á að hafa skoðun á. Einu sinni varð ég að hafa skoðun á því hvort flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri eða fara eitthvert – og þá hvert? Eins og mér væri ekki drullusama. En auðvitað þorði ég ekki að segja það. Að vera sama þykir að viðurkenna að maður sé bjáni. Bakþankar 14.5.2009 00:01
Hjólað út í sumarið Þóra Magnea Magnúsdóttir skrifar Nú á vordögum fjárfesta margir í nýjum hjólum eða yfirfara hjólin sem biðu inni í geymslu í vetur. Þegar kaupa á hjól er mikilvægt að kaupa rétta stærð, þau mega ekki vera of stór. Fyrir yngstu börnin er gott að miða við að barn nái með báðum fótum samtímis niður á jörð. Mögulegt er að ekki fylgi ljós að framan og aftan, bjalla, bretti, lás eða keðjuhlíf. Þá þarf að kaupa það sérstaklega. Bakþankar 14.5.2009 00:01
Bréf til Svavars Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar Svavar, það hafa fjölmargir haft samband við mig og beðið mig um að leggja ykkur lið í samninganefndinni um Icesave. Ég taldi að slíkt ætti ekki fyrir mér að liggja en hvað veit maður á þessum síðustu og verstu tímum þegar ólíklegustu hlutir gerast? Sjáðu bara hvernig fór fyrir henni Svandísi, hún er ekki búin að tylla sér í þingsætið sitt og það er strax búið að véla hana í ráðherrastól. Og sjáðu líka hvernig fór fyrir skáldkonunni sem mótmælti með svo góðum ljóðum að hún endaði á þingi. Já, það er eins gott að passa sig. Bakþankar 13.5.2009 00:01
Gulur, rauður, grænn og blár Vöruskorturinn, sem talað var um í haust, er farinn að láta á sér kræla. Hann er að sjálfsögðu martröð allra þeirra sem óttast að þurfa að bíða tímunum saman í röð eftir lauk en fá síðan bara lakkrís þegar loks kemur að þeim eða þá að þurfa að gefa börnum heimatilbúna bréfbáta í afmælisgjöf. Það gæti verið gott að fara að rifja upp handbrögðin því nú er sjálfsögð vörutegund orðin nokkuð vandfundin - gömlu góðu vaxlitir frá Crayola í gulu og grænu pökkunum. Bakþankar 11.5.2009 06:00
Vorhreingerningin Þórgunnur Oddsdóttir skrifar Til allrar hamingju hef ég aldrei þurft að taka til í ríkisfjármálum, sópa út spillingu eða pakka niður úr sér genginni hugmyndafræði. Mig grunar samt að í grunninn sé ekki svo mikill munur á því að gera stórhreingerningu heima hjá sér og að taka til í heilu þjóðarbúi. Sömu lögmál hljóta að eiga við - að halda sér vel að verki og beita sjálfan sig aga því það er freistandi að gefast upp í miðjum klíðum og sópa bara öllu undir mottu. Bakþankar 8.5.2009 06:00
Biðin langa Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar Má bjóða þér að bíða?" spyr ritarinn í símanum þegar sá sem ég er að reyna að ná í reynist vera upptekinn. Jú, ég bíð og leiðinleg tónlist glymur í eyranu á mér. Mér leiðist að bíða. Það er erfitt að geta ekki haft áhrif á gang mála, vopnin eru slegin úr höndum manns og maður hangir í lausu lofti. Bakþankar 7.5.2009 06:00
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun