Tuðland Dr. Gunni skrifar 14. maí 2009 00:01 Að búa á Íslandi er eins og að búa í blokk sem er með húsfélagsfund á hverju kvöldi til að ræða hvernig teppið í stigaganginum á að vera á litinn. Það eru alltaf einhver mál „á dagskrá", sem ég á að hafa skoðun á. Einu sinni varð ég að hafa skoðun á því hvort flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri eða fara eitthvert - og þá hvert? Eins og mér væri ekki drullusama. En auðvitað þorði ég ekki að segja það. Að vera sama þykir að viðurkenna að maður sé bjáni. Þegar um málið hafði verið tuðað árum saman boðaði Ingibjörg Sólrún loks til kosninga um það. Ég man eftir því þegar ég kaus. Það var glampandi sól og mér leið eins og fífli þegar ég var búinn að kjósa. Að láta hafa mig út í þetta! Samt man ég ekkert hvort ég kaus. Líklega vildi ég flugvöllinn burt því það átti að vera svo rosalega flott þekkingarþorp þarna í Vatnsmýrinni. Allir með latté í frauðmálum að gera eitthvað rosa merkilegt þekkingar-eitthvað. Það er tuðað fram og aftur, út og suður, upp og niður, en að lokum er það bara tíminn sem kemur með niðurstöðuna. Er Davíð Oddsson snillingur eða fól? Er Bónus bjargvættur alþýðunnar eða Satan sjálfur? Alveg er ég viss um að tíminn kemst að niðurstöðu um þetta, eins og hann komst að niðurstöðu um herinn á Miðnesheiði. Og ekki var nú lítið tuðað um hann. Tuðlendingar fá aldrei nóg af tuðinu í heitu pottunum. Tuðið fékk vítamínsprautu í rassinn þegar Tuðmenn föttuðu bloggið. Og þú getur rétt ímyndað þér allt tuðið sem er fram undan. Evrópusambandið: Ertu með eða á móti? Og síðast en ekki síst: Hverjum er bankahrunið um að kenna? Ríku gráðugu körlunum? Þér sjálfum af því þú trúðir fagurgalanum og tókst myntkörfulán? Ætli það sé tuðað jafn mikið í öðrum þjóðfélögum og hér? Ætli annars staðar skiptist þjóðirnar reglulega í tvær tuðandi fylkingar? Er kannski séns að einhvers staðar sé hægt að komast í gegnum árið án allra þessara húsfélagsfunda? Þú veist, bara hafa það fínt á venjulegum dagvinnulaunum og hafa þak yfir höfuðið án þess að hneppa sig í þrældóm til æviloka. Og vera laus við tuðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun
Að búa á Íslandi er eins og að búa í blokk sem er með húsfélagsfund á hverju kvöldi til að ræða hvernig teppið í stigaganginum á að vera á litinn. Það eru alltaf einhver mál „á dagskrá", sem ég á að hafa skoðun á. Einu sinni varð ég að hafa skoðun á því hvort flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri eða fara eitthvert - og þá hvert? Eins og mér væri ekki drullusama. En auðvitað þorði ég ekki að segja það. Að vera sama þykir að viðurkenna að maður sé bjáni. Þegar um málið hafði verið tuðað árum saman boðaði Ingibjörg Sólrún loks til kosninga um það. Ég man eftir því þegar ég kaus. Það var glampandi sól og mér leið eins og fífli þegar ég var búinn að kjósa. Að láta hafa mig út í þetta! Samt man ég ekkert hvort ég kaus. Líklega vildi ég flugvöllinn burt því það átti að vera svo rosalega flott þekkingarþorp þarna í Vatnsmýrinni. Allir með latté í frauðmálum að gera eitthvað rosa merkilegt þekkingar-eitthvað. Það er tuðað fram og aftur, út og suður, upp og niður, en að lokum er það bara tíminn sem kemur með niðurstöðuna. Er Davíð Oddsson snillingur eða fól? Er Bónus bjargvættur alþýðunnar eða Satan sjálfur? Alveg er ég viss um að tíminn kemst að niðurstöðu um þetta, eins og hann komst að niðurstöðu um herinn á Miðnesheiði. Og ekki var nú lítið tuðað um hann. Tuðlendingar fá aldrei nóg af tuðinu í heitu pottunum. Tuðið fékk vítamínsprautu í rassinn þegar Tuðmenn föttuðu bloggið. Og þú getur rétt ímyndað þér allt tuðið sem er fram undan. Evrópusambandið: Ertu með eða á móti? Og síðast en ekki síst: Hverjum er bankahrunið um að kenna? Ríku gráðugu körlunum? Þér sjálfum af því þú trúðir fagurgalanum og tókst myntkörfulán? Ætli það sé tuðað jafn mikið í öðrum þjóðfélögum og hér? Ætli annars staðar skiptist þjóðirnar reglulega í tvær tuðandi fylkingar? Er kannski séns að einhvers staðar sé hægt að komast í gegnum árið án allra þessara húsfélagsfunda? Þú veist, bara hafa það fínt á venjulegum dagvinnulaunum og hafa þak yfir höfuðið án þess að hneppa sig í þrældóm til æviloka. Og vera laus við tuðið.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun