Bréf til Svavars Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 13. maí 2009 00:01 Svavar, það hafa fjölmargir haft samband við mig og beðið mig um að leggja ykkur lið í samninganefndinni um Icesave. Ég taldi að slíkt ætti ekki fyrir mér að liggja en hvað veit maður á þessum síðustu og verstu tímum þegar ólíklegustu hlutir gerast? Sjáðu bara hvernig fór fyrir henni Svandísi, hún er ekki búin að tylla sér í þingsætið sitt og það er strax búið að véla hana í ráðherrastól. Og sjáðu líka hvernig fór fyrir skáldkonunni sem mótmælti með svo góðum ljóðum að hún endaði á þingi. Já, það er eins gott að passa sig. Þannig að ef þér hafði dottið í hug að kippa mér inn í nefndina, nú þegar Gordon er orðinn illur, þá ætla ég að segja þér ástæðuna fyrir því að ég ætti ekki að koma nálægt svona nefndum. Það ætti að fá þig ofan af slíku rugli. Eitt sinn sat ég löngum stundum í mosku einni og hlýddi á trúbræður félaga míns segja frá leyndardómum íslams. Ég var nokkuð heillaður af mörgu sem ég lærði þar. Umræðurnar voru líka afskaplega skemmtilegar og fróðlegar og lausar við þennan gassagang sem venjulega grípur um sig þegar við Íslendingar troðum meiningu okkar í kokið á viðmælandanum. Myntubragðið af teinu sem teygað var líður mér örugglega aldrei úr minni. Ég lærði meira að segja nokkra arabísku. Ég gleymi því aldrei þegar ég fór með trúarjátninguna á lýtalausri arabísku, eftir því sem nærstaddir tjáðu mér. Menn fögnuðu mér fyrir afrekið, óskuðu mér til hamingju en síðan hætti mér að lítast á blikuna þegar þeir spurðu hvaða íslamska nafn ég ætlaði að taka mér. Svavar, þú sérð að þú hefur ekkert með svona mann að gera í nefndinni. Ég klóraði mig reyndar út úr þessu en ég drap gjörsamlega þessa skemmtilegu fagnaðarstemningu sem upp var komin. En hvernig gengur annars, Svabbi? Það er örugglega ekki gott að eiga við þetta meðan þessi búralegi Gordon lætur svona. Maður veit hreinlega ekki á hvaða plánetu hann lifir þessi maður. Það er spurning hvort við Íslendingar eigum ekki einhvern álíka til að gjalda líku líkt. Þú getur svo sem alveg hringt og athugað hvort mér hafi snúist hugur, eins og ég sagði, maður veit aldrei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun
Svavar, það hafa fjölmargir haft samband við mig og beðið mig um að leggja ykkur lið í samninganefndinni um Icesave. Ég taldi að slíkt ætti ekki fyrir mér að liggja en hvað veit maður á þessum síðustu og verstu tímum þegar ólíklegustu hlutir gerast? Sjáðu bara hvernig fór fyrir henni Svandísi, hún er ekki búin að tylla sér í þingsætið sitt og það er strax búið að véla hana í ráðherrastól. Og sjáðu líka hvernig fór fyrir skáldkonunni sem mótmælti með svo góðum ljóðum að hún endaði á þingi. Já, það er eins gott að passa sig. Þannig að ef þér hafði dottið í hug að kippa mér inn í nefndina, nú þegar Gordon er orðinn illur, þá ætla ég að segja þér ástæðuna fyrir því að ég ætti ekki að koma nálægt svona nefndum. Það ætti að fá þig ofan af slíku rugli. Eitt sinn sat ég löngum stundum í mosku einni og hlýddi á trúbræður félaga míns segja frá leyndardómum íslams. Ég var nokkuð heillaður af mörgu sem ég lærði þar. Umræðurnar voru líka afskaplega skemmtilegar og fróðlegar og lausar við þennan gassagang sem venjulega grípur um sig þegar við Íslendingar troðum meiningu okkar í kokið á viðmælandanum. Myntubragðið af teinu sem teygað var líður mér örugglega aldrei úr minni. Ég lærði meira að segja nokkra arabísku. Ég gleymi því aldrei þegar ég fór með trúarjátninguna á lýtalausri arabísku, eftir því sem nærstaddir tjáðu mér. Menn fögnuðu mér fyrir afrekið, óskuðu mér til hamingju en síðan hætti mér að lítast á blikuna þegar þeir spurðu hvaða íslamska nafn ég ætlaði að taka mér. Svavar, þú sérð að þú hefur ekkert með svona mann að gera í nefndinni. Ég klóraði mig reyndar út úr þessu en ég drap gjörsamlega þessa skemmtilegu fagnaðarstemningu sem upp var komin. En hvernig gengur annars, Svabbi? Það er örugglega ekki gott að eiga við þetta meðan þessi búralegi Gordon lætur svona. Maður veit hreinlega ekki á hvaða plánetu hann lifir þessi maður. Það er spurning hvort við Íslendingar eigum ekki einhvern álíka til að gjalda líku líkt. Þú getur svo sem alveg hringt og athugað hvort mér hafi snúist hugur, eins og ég sagði, maður veit aldrei.