Þar skall hurð nærri hælum Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 18. maí 2009 06:00 Nú höfum við eignast ekki bara eina, heldur tvær þjóðhetjur sem heita Jóhanna og þess munu líklegast sjást merki í nafnagjöf hvítvoðunganna á næstunni. Auk þess sem fjöldi stúlkubarna fær nöfn eins og París Þöll, Aþena Fló og Þúfa Dúfa mun nýfæddum Jóhönnum örugglega fjölga stórfellt í þjóðskrá. Á Íslandi munu innan skamms tifa um ponsulítil Jóhanna Mist og agnarsmá Jóhanna Þrá. Því hvað er betra en fá í vöggugjöf hetjulegt nafn fyrstu konunnar sem varð forsætisráðherra landsins eða þeirrar sem næstum sigraði í Evróvisjón en lét okkur þó ekki sitja uppi með keppnina að ári? Ætterni okkar getum við að miklu leyti rakið til Norðmanna sem þrifust illa í ströngum aga heimafyrir. Hingað til Íslands fluttu óþekktarormarnir og enn sér þess nokkur merki í skaplyndi frændþjóðanna. Á meðan við spændum upp auðlindirnar og spreðuðum þeim í allskyns partý og vitleysu eins og enginn væri morgundagurinn, fara Norðmenn enn snemma í háttinn og dunda sér við víðavangshlaup og sparnað í frístundum. En eins og gamla góða frændur sem horfa með góðlátlegu yfirlæti á gelgjustælana í unglingnum er dálítið notalegt að eiga þá að þegar í harðbakkann slær. Talandi um yfirlæti. Hin glæsilega Jóhanna Guðrún, sem við munum síðast í hlutverki barnastjörnunnar, flutti lag sem léttilega mætti heimfæra upp á Hrunið: Er það satt, er þetta búið? Hún stóð sig nógu vel til að vinna Evróvisjón nú um helgina. Reyndar munaði ekki nema hársbreidd. Hefðu Norðmenn spilað út einum af sínum venjubundnu slögurum værum við Íslendingar nú sigurvegarar og þar með sannarlega þjóð í enn meiri vanda. Með buxurnar á hælunum í peningamálum þyrftum við engu að síður að halda fjölþjóðlega keppni í glysi og sýndarmennsku að ári. Spjátrungseðlið sem við tókum í arf frá umræddum forfeðrum og kom okkur að lokum á alþjóðlega vanskilaskrá, hefði séð til þess að þeirri keppni væri ætlað að toppa allar þær sem á undan komu. Sama hvað. Með eldgamla Laugardalshöll og fokhelt tónlistarhús hefðu kostirnir samt ekki verið margir. Í fyrsta sinn í sögu Evróvisjón hefði keppnin verið haldin í leigutjaldi á hafnarbakkanum í Reykjavík. Okkur hefur verið forðað frá sögulegri niðurlægingu. Takk, Jóhanna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun
Nú höfum við eignast ekki bara eina, heldur tvær þjóðhetjur sem heita Jóhanna og þess munu líklegast sjást merki í nafnagjöf hvítvoðunganna á næstunni. Auk þess sem fjöldi stúlkubarna fær nöfn eins og París Þöll, Aþena Fló og Þúfa Dúfa mun nýfæddum Jóhönnum örugglega fjölga stórfellt í þjóðskrá. Á Íslandi munu innan skamms tifa um ponsulítil Jóhanna Mist og agnarsmá Jóhanna Þrá. Því hvað er betra en fá í vöggugjöf hetjulegt nafn fyrstu konunnar sem varð forsætisráðherra landsins eða þeirrar sem næstum sigraði í Evróvisjón en lét okkur þó ekki sitja uppi með keppnina að ári? Ætterni okkar getum við að miklu leyti rakið til Norðmanna sem þrifust illa í ströngum aga heimafyrir. Hingað til Íslands fluttu óþekktarormarnir og enn sér þess nokkur merki í skaplyndi frændþjóðanna. Á meðan við spændum upp auðlindirnar og spreðuðum þeim í allskyns partý og vitleysu eins og enginn væri morgundagurinn, fara Norðmenn enn snemma í háttinn og dunda sér við víðavangshlaup og sparnað í frístundum. En eins og gamla góða frændur sem horfa með góðlátlegu yfirlæti á gelgjustælana í unglingnum er dálítið notalegt að eiga þá að þegar í harðbakkann slær. Talandi um yfirlæti. Hin glæsilega Jóhanna Guðrún, sem við munum síðast í hlutverki barnastjörnunnar, flutti lag sem léttilega mætti heimfæra upp á Hrunið: Er það satt, er þetta búið? Hún stóð sig nógu vel til að vinna Evróvisjón nú um helgina. Reyndar munaði ekki nema hársbreidd. Hefðu Norðmenn spilað út einum af sínum venjubundnu slögurum værum við Íslendingar nú sigurvegarar og þar með sannarlega þjóð í enn meiri vanda. Með buxurnar á hælunum í peningamálum þyrftum við engu að síður að halda fjölþjóðlega keppni í glysi og sýndarmennsku að ári. Spjátrungseðlið sem við tókum í arf frá umræddum forfeðrum og kom okkur að lokum á alþjóðlega vanskilaskrá, hefði séð til þess að þeirri keppni væri ætlað að toppa allar þær sem á undan komu. Sama hvað. Með eldgamla Laugardalshöll og fokhelt tónlistarhús hefðu kostirnir samt ekki verið margir. Í fyrsta sinn í sögu Evróvisjón hefði keppnin verið haldin í leigutjaldi á hafnarbakkanum í Reykjavík. Okkur hefur verið forðað frá sögulegri niðurlægingu. Takk, Jóhanna!