Uppsprettu-hátíðin Gerður Kristný skrifar 25. maí 2009 06:00 Einhverju sinni spurði ég hjúkrunarfræðinginn mömmu mína hvort hún hefði ekki farið í bæinn á kvennafrídaginn 24. október 1975, kannski í hópi kátra kollega af Landakoti. „Nei, ég var í vinnunni," svaraði hún. „Það varð einhver að sinna sjúklingunum." Mér varð hugsað til þessara orða á miðvikudaginn þegar ég sauð silung ofan í syni mína í stað þess að fara á Uppsprettuhátíðina sem konur héldu í Iðnó til að fagna því sem þær hafa áorkað í samfélaginu og til að hvetja hver aðra til dáða. Eiginmaðurinn var rokinn í vinnuferð til útlanda og einhver varð að sinna sonunum. Þennan dag hafði ég verið að velta fyrir mér frasanum „gömul góð gildi". Um morguninn hafði nefnilega birst mynd í Morgunblaðinu af gamla Morgunblaðshúsinu í Aðalstræti. Þar stendur nú aftur nafn blaðsins og er tekið fram í myndatexta að þarna sé „um tímabundna aðgerð að ræða í þeim tilgangi að minna á hin gömlu góðu gildi". Ekki að furða að ég hafi orðið hugsi. Þetta er svipað og að ímynda sér að „gömul góð gildi" festist á ný í sessi með því að flytja Borgarbókasafnið aftur upp í Þingholt eða bjóða Gervasoni til landsins. En hvað veit maður svo sem hvaða merkingu Morgunblaðsfólk leggur í „gömul góð gildi"? Maður verður bara að vona það besta. Daginn eftir fletti ég bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í leit að fréttum af því sem fram hefði farið á Uppsprettuhátíðinni sem ég hafði misst af. Mig langaði að sjá hvaða konur hefðu mætt og hvað þær hefðu sagt í ræðunum sínum. Minnst var á Uppsprettuhátíðina í fyrirtaks ritstjórnarpistli Svanborgar Sigmarsdóttur í Fréttablaðinu en hann fjallaði um hvað samstaða þingkvenna er mikilvæg. Annað fann ég ekki. Framan á Morgunblaðinu gat að líta fyrirsögnina: „Andarungarnir eru komnir á Tjörnina" ásamt mynd af önd og 12 ungum. Blaðamaður rýnir í svipbrigði fuglsins og skrifar að þarna sé á ferðinni „stolt ungamamma með stóra hópinn sinn". Fréttablaðið bauð hins vegar upp á mynd af bikiníklæddum keppendum um titilinn Ungfrú Ísland þar sem þær leika sér á ylströndinni. Ekki gat ég annað en dáðst að því hvað það hafði tekið stuttan tíma fyrir gömul og góð gildi að skjóta rótum að nýju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Einhverju sinni spurði ég hjúkrunarfræðinginn mömmu mína hvort hún hefði ekki farið í bæinn á kvennafrídaginn 24. október 1975, kannski í hópi kátra kollega af Landakoti. „Nei, ég var í vinnunni," svaraði hún. „Það varð einhver að sinna sjúklingunum." Mér varð hugsað til þessara orða á miðvikudaginn þegar ég sauð silung ofan í syni mína í stað þess að fara á Uppsprettuhátíðina sem konur héldu í Iðnó til að fagna því sem þær hafa áorkað í samfélaginu og til að hvetja hver aðra til dáða. Eiginmaðurinn var rokinn í vinnuferð til útlanda og einhver varð að sinna sonunum. Þennan dag hafði ég verið að velta fyrir mér frasanum „gömul góð gildi". Um morguninn hafði nefnilega birst mynd í Morgunblaðinu af gamla Morgunblaðshúsinu í Aðalstræti. Þar stendur nú aftur nafn blaðsins og er tekið fram í myndatexta að þarna sé „um tímabundna aðgerð að ræða í þeim tilgangi að minna á hin gömlu góðu gildi". Ekki að furða að ég hafi orðið hugsi. Þetta er svipað og að ímynda sér að „gömul góð gildi" festist á ný í sessi með því að flytja Borgarbókasafnið aftur upp í Þingholt eða bjóða Gervasoni til landsins. En hvað veit maður svo sem hvaða merkingu Morgunblaðsfólk leggur í „gömul góð gildi"? Maður verður bara að vona það besta. Daginn eftir fletti ég bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í leit að fréttum af því sem fram hefði farið á Uppsprettuhátíðinni sem ég hafði misst af. Mig langaði að sjá hvaða konur hefðu mætt og hvað þær hefðu sagt í ræðunum sínum. Minnst var á Uppsprettuhátíðina í fyrirtaks ritstjórnarpistli Svanborgar Sigmarsdóttur í Fréttablaðinu en hann fjallaði um hvað samstaða þingkvenna er mikilvæg. Annað fann ég ekki. Framan á Morgunblaðinu gat að líta fyrirsögnina: „Andarungarnir eru komnir á Tjörnina" ásamt mynd af önd og 12 ungum. Blaðamaður rýnir í svipbrigði fuglsins og skrifar að þarna sé á ferðinni „stolt ungamamma með stóra hópinn sinn". Fréttablaðið bauð hins vegar upp á mynd af bikiníklæddum keppendum um titilinn Ungfrú Ísland þar sem þær leika sér á ylströndinni. Ekki gat ég annað en dáðst að því hvað það hafði tekið stuttan tíma fyrir gömul og góð gildi að skjóta rótum að nýju.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun