Tíska og hönnun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Núna þori ég miklu meira“

Tískuskvísan og pílates pæjan Friðþóra vinnur sem þjálfari hjá World Class og er nær undantekningarlaust óaðfinnanleg til fara, enda alltaf haft áhuga á klæðaburði. Friðþóra er í sambúð með tónlistarmanninum Patrik Atlasyni og eru þau bæði óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali en Friðþóra ræddi við blaðamann um tískuna og hennar persónulega stíl.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik?

Áhrifavaldurinn, ofurskvísan og körfuboltaáhugakonan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, hefur ekki látið sig vanta á körfuboltaleikina undanfarið. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk góð ráð um hvernig ætti að klæða sig fyrir körfuboltaleik.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ó­gleyman­leg upp­lifun á klósetti í norskum kastala

„Ég hafði bara alltaf svo geðveikt mikinn áhuga á þessu og mig langaði að lifa og hrærast í þessari tískumenningu,“ segir förðunarfræðingurinn og tískudrottningin Kolbrún Anna Vignisdóttir. Kolla, eins og hún er gjarnan kölluð fer einstakar leiðir í klæðaburði, er með meistaragráðu í flottum samsetningum og kann betur en flestir að kaupa trylltar flíkur á nytjamarkaði. Hún er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Inn­sýn í framtíðarheim tískunnar á Ís­landi

Á ári hverju gefst landsmönnum tækifæri til að gægjast inn í framtíðarstefnu og strauma tískunnar hérlendis þegar útskriftarnemar fatahönnunar við Listaháskóla Íslands setja upp glæsilega sýningu með því allra nýjasta úr sinni smiðju. Tökumaður Vísis var á staðnum og í pistlinum má sjá tískusýninguna í heild sinni. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þau allra nettustu á Met Gala

Stærsta tískuhátíð ársins Met Gala fór fram á listasafninu Metropolitan Museum of Art í New York borg í gærkvöldi, fyrsta mánudaginn í maí. Þar var ekkert gefið eftir í glæsileikanum og frægustu stjörnur heims létu sig ekki vanta.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum

Tónlistarkonan Una Torfadóttir naut sín í botn á sviðinu á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um helgina. Klæðaburður hennar greip auga blaðamanns sem fékk að heyra nánar frá þessum sérsaumaða kjól sem vinur hennar hannaði sérstaklega fyrir Unu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Gærurnar verða að hátísku

Sýningin Þraut // Leiðin frá gæru til vöru var opnuð með pompi og prakt í síðustu viku í verslun Felds Verkstæðis að Snorrabraut 56, sem hluti af Hönnunarmars. Tískuunnendur flykktust að en sýningin verður opin almenningi til og með 3. ágúst næstkomandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Troð­fullt á opnun hjá ofurskvísum

Það var fjör í Andrá Reykjavík á laugardaginn þegar tískuskvísurnar og hönnuðirnir Karitas Spano og Thelma Gunnarsdóttir frumsýndu splunkunýja merkið Suskin. Margt var um manninn og mikil stemning í bænum í tilefni af Hönnunarmars.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Héldu að hún væri rokk­stjarna eða gift ríkum gaur

„Ég elska pressu. Ef ég er að fara eitthvað þarf ég endilega að fá nýja flík og þá sit ég stanslaust við saumavélina. Þá er enginn nótt og enginn dagur,“ segir jógakennarinn og lífskúnstnerinn Ragnhildur Eiríksdóttir sem fer sannarlega eigin leiðir í tískunni en hver einasta flík í fataskáp hennar er að einhverju leyti einstök. Ragnhildur er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Biður drottninguna að blessa heimilið

„Ég er líka að gera tilraun til að kyngera þetta ekki, ég vil meina að við séum öll drottningar. Þetta er svona skali, drottningarskali,“ segir grafíski hönnuðurinn, framleiðandinn og leikstjórinn Þura Stína sem opnaði sýninguna Drottningar nú á dögunum. Þura hefur komið víða við, bjó lengi á Ítalíu og eignaðist aðra dóttur sína í vetur. Blaðamaður tók púlsinn á henni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar

Stórstjarnan Cardi B hefur rándýran smekk og á gríðarlegt töskusafn sem er jafnvel hundruð milljóna krónu virði. Dóttir hennar Kulture sem er sex ára gömul gerir sér skiljanlega ekki grein fyrir því og hún tók nýverið upp á því að krota smá á tösku Cardi sem er hvað þekktust fyrir það að vera ein dýrasta taska í heimi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Orðin þrí­tug og nennir ekkert að pæla í á­liti annarra

„Ég fer alltaf alla leið. Síðastliðin fimmtán ár hef ég verið svona fimm mismunandi manneskjur,“ segir listakonan og tískudrottningin Helena Reynis. Hún er viðmælandi í tískutali þar sem hún fer meðal annars yfir mjög fjölbreytt og skemmtileg tískutímabil og segir frá ævintýralegum árum í Berlín.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf

Donatella Versace stígur til hliðar sem listrænn stjórnandi Versace og verður nú alþjóðlegur sendiherra tískumerkisins. Hún hefur gegnt stöðunni síðan árið 1997 þegar bróðir hennar Gianni var myrtur og ber ábyrgð á gríðarlegri velgengni fyrirtækisins undanfarin ár.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París

Það er ekkert lát á ævintýrum íslensku stórstjörnunnar Laufeyjar. Síðustu daga hafa hún og Júnía tvíburasystir hennar notið lífsins í París og fylgst með heitustu tískuhúsum heimsins sýna það helsta í stefnu og straumum tískunnar. 

Tíska og hönnun