Jól

Ingibjörg leikkona: Allt húsið ilmar og jólalög sett í græjurnar

„Ég byrja að skreyta í kringum aðventuna og geri sjálf minn aðventukrans," svarar Ingibjörg Reynisdóttir leikkona aðspurð út í undirbýning jólanna. „Ég hef kannski ekki lagt eins mikinn metnað í hann undanfarin ár þar sem tíminn einhvernveginn vinnur ekki með manni með aldrinum og stundarskráin verður líka einhverra hluta fyllri með hverju ári."

Jólin

Jóhanna Guðrún: Nauðsynlegt að baka með mömmu

„Ef ég nenni í flutningi Helga Björns kemur mér alltaf í jólastuð. Svo er líka alltaf mikil stemning að fara og kíkja á jólaþorpið í Hafnarfirðinum. Ég mæli með því," svarar Jóhanna Guðrún söngkona aðspurð hvað kemur henni í jólagírinn. „ Í mínum huga er öll jól sem ég hef upplifað hlaðin góðum minningum. Mér finnst mjög erfitt að gera uppá milli." „Í ár verða jólin örugglega sérlega lífleg og skemmtileg. Ég fékk lítinn frænda á árinu og þetta verða fyrstu jólin hans og við erum svo heppin að hann ætlar að vera hjá okkur fyrstu jólin sín," segir Jóhanna Guðrún ánægð. „Mér finnst nauðsynlegt að baka með mömmu, gera jólaísinn og skreyta jólatréð á þorláksmessu. Ég þyki sérlega fastheldin á hefðir fyrir jólin," segir hún að lokum. - elly@365.is.

Jól

Jólahald

Hér má fá upplýsingar um ýmislegt sem viðkemur jólahaldi.

Jól

Ekta amerískur kalkúnn

Kalkúnn er vinsæll réttur um jól og áramót. Fréttablaðið fékk að fylgjast með þegar Arnar Þór Reynisson, matreiðslumaður bandaríska sendiherrans á Íslandi eldaði þakkargjörðarkalkún handa starfsmönnum sendiráðsins.

Jól

Heitt súkkulaði

Þeir sem á annað borð velta kaffi eitthvað fyrir sér vita að kaffi er ekki það sama og kaffi. Tinna Jóhannsdóttir í Kaffifélaginu lærði sína kaffilist af Ítölum, en ítalska kaffigerðarhefðin leggur mikið upp úr nákvæmni. Hér gefur hún upskrift að hinum fullkomna súkkulaðibolla, en laumar líka með öðrum uppskriftum að heitum og köldum drykkjum sem gott er að dreypa á á aðventunni.

Jólin

Fylltar kalkúnabringur

Sveppir, laukur og selleri er skorið niður og steikt uppúr smjöri. Beikonið er skorið niður og sett saman við og steikt. Þá er restinni blandað saman við og hrært í góðan graut. Setjið allt í matarvinnsluvél og vinnið létt saman (ekki of mikið, eiga að vera smá bitar)

Jólin

Skreyttur skór í gluggann

Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir er menntaður skóhönnuður úr University of the Arts í London. Hún hefur þó ekki unnið við skóhönnun hér heima, fyrir utan að búa til eitt og eitt víkingapar.

Jólin

Kalkúnafylling

Fyllingin er oft vinsælli en fuglinn sjálfur. Hér kemur uppskrift að einni góðri.

Jól

Gáttaþefur kom í nótt

Gáttaþefur er ellefti jólasveinninn sem kemur til byggða. Með sitt heljarstóra nef gat hann fundið lykt af nýsteiktu brauði langar leiðir og runnið þannig á sinn uppáhaldsmat, laufabrauð. Í ljóðinu Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum segir:

Jól

Sérskreyttar jólaístertur á hátíðaborðið

Það færist í vöxt að fjölskyldur og fyrirtæki panti sérskreytta jólaístertur fyrir jólaboðin og jólahlaðborðin. Persónulegar ístertur henta vel á jólahlaðborðið eða í útskriftarveisluna enda er ljúffengur ís kjörinn eftirréttur eftir góða máltíð.

Jólin

Séríslenskt ofurúr

Úrafyrirtækið JS Watch afhenti fyrr á árinu sprengjusérfræðingum, köfurum og áhöfnum loftfara armbandsúrið Sif N.A.R.T. Eru úrin ætluð til prófunar hjá Landhelgisgæslunni sem er lokaliður í þróunar og hönnunarferli sem staðið hefur yfir í tvö ár.

Jólin

Mosfellingar gleðjast - myndir

Börn og fullorðnir glöddust yfir því að aðventan er nú gengin í garð og skein gleðin úr hverju andliti á laugardaginn þegar kveikt var á ljósunum á jólatré Mosfellinga á Miðbæjartorgi. Eins og meðfylgjandi myndir sýna var fjöldi saman kominn og voru jólalögin sungin háum rómi og dansað í kring um jólatréð.

Jól

Fagrar piparkökur

Stefanía Guðmundsdóttir bakar á hverju ári piparkökur sem eru bæði bragðgóðar og einkar fagrar. Hún deildi leyndarmálinu með lesendum jólablaðs Fréttablaðsins.

Jól

Mars smákökur

Hnoðið saman hveiti, möndlur, sykur, smjör og rjóma. Hnoðið deigið vel saman. Búið til kúlur úr deiginu og leggið með góðu millibili á bökunarplötu, klædda bökunarpappír. Bakið neðarlega í ofninum við 170°C í 15 mínútur

Jól

Skreytt á skemmtilegan máta

Þegar að skreytingum kemur er oft gaman að leika sér með það sem til er á heimilinu, enda þarf maður ekki að vera á grunnskólaaldri til að njóta þess að munda skæri og lím. Finnið gömlu gjafaborðana og leikið ykkur að því að klippa, hengja upp og líma. Á litlum heimilum getur komið vel út að finna agnarlítið jólatré og setja það síðan upp á borð í blómapott. Á jólatréð er svo til að mynda hægt að setja hvít afmæliskerti, límónur og litlar, skreyttar piparkökur. Barnaherbergi getur verið fallegt að skreyta á einfaldan máta, enda nóg af litríku dóti þar fyrir. Hvað með að setja eitthvað úr piparkökubakstrinum á herðatré og hengja það upp. Jólakúlur í einum hnapp Það getur komið vel út að hengja kúlur saman í tveimur til þremur litatónum, til dæmis rauðu, grænu og gylltu, í einn hnapp á gardínustöng úti í glugga. Veljið stað þar sem birtan er hvað fallegust. - jma. Dugnaðardagatalið má prenta út hér.

Jól

Skinkuþjófar ógna áströlskum jólum

Illkvittnir þjófar sem stálu sautján tonnum af svínakjöti og beikoni úr áströlsku vöruhúsi í morgun ákváðu að stríða eigendum skinkunnar með því að skilja eftir jólakveðju.

Jól

Piparkökuhús

Það eru ekki jól hjá mörgum án þess að piparkökuhús sé bakað.

Jól

Jólatré Gaultiers

Jean-Paul Gaultier er margt annað til lista lagt en fatahönnun. Hann hefur til dæmis hannað jólatré árlega hin síðari ár. Flest hefur hann hannað til styrktar góðu málefni og hafa þá trén verið boðin hæstbjóðanda. Trén eru afar ólík og hugmyndaauðgina van

Jólin

Ekki jól án jólakökunnar

Ástralinn Deborah Leah Bergsson var á ferðalagi um heiminn þegar hún réði sig í fisk á Patreksfirði til að ná sér í meiri farareyri. Þá kom ástin og hér er Deborah enn. Hún segir engin jól án enskrar jólaköku.

Jólin

Magni: Gömul jólalög kveikja í mér

„Jólakortin eru upphafið af undirbúningnum á okkar heimili," segir Guðmundur M. Ásgeirsson, betur þekktur sem Magni í Á móti sól, spurður út í jólaundirbúninginn.

Jól

Björgvin og félagar sungu inn jólin - myndir

Björgvin Halldórsson og félagar sungu svo sannarlega inn jólin með glæsilegum jólatónleikum í Laugardalshöllinni um helgina. Eins og Björgvins er von og vísa var umgjörðin stórglæsileg. Fram komu Borgardætur, Diddú, Egill Ólafsson, Helgi Björnsson, Krummi, Laddi, Páll Óskar, Raggi Bjarna, Savanna tríóið, Sigríður & Högni úr Hjaltalín og Þú og ég. Meðfylgjandi má skoða augnablíkin, sem Hallgrímur Guðmundsson, fangaði á tónleikunum.

Jól