Sport

Erfitt að sofa eftir tvo sólar­hringa á hlaupum

Kristinn Gunnar Kristinsson kvartar lítið yfir eymslum í líkamanum eftir afrek síðustu helgar þegar hann fagnaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð. Valur Páll hitti Kristinn örfáum dögum eftir að hann hafði verið tæplega tvo sólarhringa á hlaupum.

Sport

Brjálaðist og gaf vellinum fokk­merki

Óhætt er að segja að Írinn Shane Lowry hafi orðið bálreiður á öðrum degi PGA-meistaramótsins í golfi í dag. „Til fjandans með þennan stað,“ öskraði kylfingurinn í bræði sinni á áttundu brautinni.

Golf

Salah gagn­rýndi stuðnings­menn Liver­pool

Mohamed Salah segir að liðsfélagi sinn Trent Alexander-Arnold hafi ekki átt það skilið að þurfa að hlusta á baul frá hluta stuðningsmanna Liverpool, þrátt fyrir ákvörðun sína um að yfirgefa félagið og semja við Real Madrid.

Enski boltinn

„Ég get ekki beðið“

Elín Rósa Magnúsdóttir er yfir sig spennt fyrir leik Vals við spænska liðið Porriño á morgun. Það er ekki að ástæðulausu. Fyrsti Evróputitill íslensks kvennaliðs í sögunni er undir.

Handbolti

Ís­lenskt mark, sjálfs­mark og rautt spjald

Íslendingar voru áberandi í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Eggert Aron Guðmundsson skoraði fyrir Brann í afar svekkjandi jafntefli við Sarpsborg, Logi Tómasson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og Stefán Ingi Sigurðarson fékk að líta rauða spjaldið.

Fótbolti

Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“

Lewis Hamilton hefur ekki fengið neina draumabyrjun hjá Ferrari eftir vistaskiptin frá Mercedes. Hann segir þó of snemmt að dæma sig og árangurinn hjá Ferrari eftir nokkrar keppnir. Betur fari að gera það eftir nokkur ár.

Formúla 1

Aron á að hjálpa leik­mönnum að hugsa ekki um ströndina

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson segir Aron Einar Gunnarsson hafa spilað vel meirihluta fyrri leiksins gegn Kósovó, þegar Ísland féll niður í C-deild Þjóðadeildarinnar. Leikformið muni lagast og mikilvægt sé að hafa leiðtogann Aron í hópnum. Hann fær meðal annars það hlutverk að sýna gott fordæmi, annars gætu leikmenn farið að hugsa um ströndina og sumarfrí.

Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur Arnars

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson sat fyrir svörum vegna valsins á hópi karlalandsliðsins fyrir vináttuleikina gegn Skotlandi og Norður-Írlandi í næsta mánuði.

Fótbolti

Aron Einar með en enginn Gylfi

Arnar Gunnlaugsson hefur tilkynnt hóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir vináttulandsleikina gegn Skotlandi og Norður-Írlandi. Aron Einar Gunnarsson er í hópnum en ekki Gylfi Þór Sigurðsson.

Fótbolti

Þróttur mætir bikarmeisturunum

Dregið var í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í fótbolta í dag. ÍBV, sem hefur þegar slegið Víking og KR út, mætir Val karlamegin en kvennamegin er stórleikurinn milli Vals og Þróttar. Þessi lið mættust í Bestu deildinni á dögunum og þá unnu Þróttarar á Hlíðarenda, 1-3.

Íslenski boltinn

Mikil­mennin mis­stíga sig á PGA-meistaramótinu

Óvænt staða er á meðal toppmanna eftir fyrsta hring PGA-meistaramótsins í golfi. Sigurstranglegir kylfingar voru margir hverjir í brasi þegar mótið hófst á Quail Hollow-vellinum í Norður-Karólínu í gær.

Golf