Fréttir

Tekist á um að­gerðir ríkis­stjórnar á Al­þingi

Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarssonar. Þolendum var létt þegar lögreglan réðist í aðgerðir og handtók sex einstaklinga í tengslum við málið. Rætt verður við aðstoðarsaksóknara hjá lögeglunni um málið og farið yfir nýjustu vendingar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Snerist hugur um TikTok eftir heim­sókn auðjöfurs

Undir lok forsetatíðar sinnar skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipun sem ætlað var að takmarka umfang samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Var það á grunni þess að Kommúnistaflokkur Kína stýrði í raun samfélagsmiðlinum og hefði þannig gífurleg áhrif á fjölmiðlaneyslu Bandaríkjamanna.

Erlent

Rann­sókn enn opin hvort fíkni­efna­sala komi við sögu

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, segir tvo fulltrúa frá bandarísku fíkniefnalögreglunni hafa komið að aðgerðum í tengslum við húsleit og handtökur tengdar Davíð Viðarssyni og veitingastöðum og gistihúsum í hans eigum. Sá angi málsins er enn til rannsóknar.

Innlent

Varg­öld í Haítí

Miklar óeirðir og átök voru í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí um helgina. Þungvopnuð gengi réðust á þjóðhöllina og kveiktu í húsnæði innanríkisráðuneytisins. Þetta kemur í kjölfar árásar á alþjóðaflugvöllinn, en lokað er fyrir alla flugumferð. Forsætisráðherra landsins, Ariel Henry, kemst ekki inn í landið.

Erlent

Bjarn­dís tekur við af Álfi

Bjarndís Helga Tómasdóttir er nýr formaður Samtakanna '78. Hún tekur við formennsku af Álfi Birki Bjarnasyni sem hefur verið formaður í tvö ár.

Innlent

Brotnaði illa í sleðaferð

„Ég er búin að vera að hjúkra í þrjátíu ár og hef aldrei lent hinum megin við borðið. Það er ánægjulegt að upplifa það,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en hún lenti í slysi um helgina.

Innlent

Ís­lendingar funda með UNRWA

Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins sækir í dag fund norrænna þróunarmálaráðherra með framkvæmdastjóra UNRWA, í fjarveru utanríkisráðherra, til að fá upplýsingar um stöðu mála hjá stofnuninni. Kanada og Svíþjóð hafa ákveðið að halda áfram greiðslum til UNRWA.

Innlent

Stakk konu sína og þrjú börn

Lík hjóna og þriggja barna fundust um helgina á heimili þeirra í í Honolulu á Havaíeyjum. Forsvarsmenn lögreglunnar segja útlit fyrir að maður hafi stungið eiginkonu sína og þrjú börn þeirra til bana, áður en hann svipti sig einnig lífi.

Erlent

Segir Trump ætla að stöðva alla að­stoð handa Úkraínumönnum

Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu.

Erlent

Úkraínskir þing­menn af­hentu áritaðan fána

Sendinefnd þingmanna frá þjóðþingi Úkraínu, Verkhovna Rada, sem skipa vinahóp Íslands á þinginu heimsækir Ísland 11.–14. mars í boði forseta Alþingis, Birgis Ármannssonar. Þetta kemur fram á vef Alþingis.

Innlent

Fritzl verður á­fram á réttargeðdeild

Josef Fritzl verður ekki fluttur í almennt fangelsi í Austurríki í bili og verður þess í stað áfram á réttargeðdeild í öryggisfangelsi. Fyrri ákvörðun hefur verið snúið af áfrýjunardómstól en upprunalegi úrskurðurinn byggði á því að ekki væri talið að ógn stafaði af Fritzl.

Erlent

Á­tján boða forsetaframboð

Meðal nýrra frambjóðenda er Kristján Jökull Aðalsteinsson einkaþjálfari sem hefur vakið athygli fyrir ógnandi skilaboð til Hildar Lilliendahl.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegsfréttum fjöllum við áfram um kjaramálin en fulltrúar SA og VR hittust í morgun hjá ríkissáttasemjara í karphúsinu.

Innlent

Kæru Maríu Lilju á hendur Mbl vísað frá

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur vísað frá kæru Maríu Lilju Ingveldar Þrastardóttur Kemp á hendur Mbl.is og Árvakri fyrir brot á siðareglum í frétt miðilsins. Ástæðan var sú að María Lilja var hvorki til umfjöllunar í fréttinni né hafði bein tengsl við umfjöllunarefnið.

Innlent

Vita lítið um á­standið í Fukushima þrettán árum síðar

Nærri því 29 þúsund manns hafa ekki getað snúið aftur til síns heima, þó þrettán ár séu liðin frá því að flóðbylgja, sem myndaðist vegna stærðarinnar jarðskjálfta, skall á ströndum Japans. Flóðbylgjan dró rúmlega 22 þúsund manns til dauða og olli einhverju versta kjarnorkuslysi heimsins frá Tsjernobyl-slysinu sem varð árið 1986.

Erlent