Fréttir

Tólf ára barn grunað um á­rásina

Tólf ára barn er nú í haldi finnsku lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Vantaa í morgun. Þrjú börn eru sögð hafa særst í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látið lífið.

Erlent

Skot­á­rás í finnskum grunn­skóla

Lögregla í Finnlandi hefur handtekið einn eftir að tilkynnt var um skotárás í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Einhverjir hafa særst í árásinni þó að enn hafi ekki verið gefið upp um nákvæman fjölda.

Erlent

Segir alla munu heita Sato árið 2531 að ó­breyttu

Prófessorinn Hiroshi Yoshida hefur komist að þeirri niðurstöðu að ef stjórnvöld í Japan ráðast ekki í breytingar á lögum og heimili einstaklingum að halda eftirnöfnum sínum þegar þeir ganga í hjónaband, muni allir í Japan heita Sato árið 2531.

Erlent

Peningarnir hans Willums í bar­áttunni við eitrið

Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur.

Innlent

Börn fundist með­vitundar­laus eftir landa­drykkju

Verkefnastjóri forvarna hjá borginni segir áhyggjuefni að hópamyndun unglinga við verslunarkjarna og víðar hafi aukist. Neikvæðar hliðar þessa séu ofbeldi og neysla vímuefna. Dæmi séu um að börn hafi fundist meðvitundarlaus eftir landadrykkju.

Innlent

Öxnadalsheiðin á­fram lokuð en Fjarðarheiðin opnaði í kvöld

Ekki náðist að opna Öxnadalsheiði í dag en reiknað er með að hún verði opnuð í fyrramálið þegar veður skánar. Vegurinn um Fjarðarheiði opnaði í kvöld eftir að hafa verið lokaður í fjóra daga. Fulltrúi Vegagerðarinnar segir von á hvelli í kvöld en það veður verði mun skárra á morgun.

Innlent

„Svona ýkta skemmdar­fýsn er erfitt að skilja“

Útilistaverk í Grasagarðinum var brotið í sundur og bútunum kastað í tjörn aðeins þremur dögum eftir uppsetningu þess. Myndlistarmaðurinn segir grátlegt að sjá margra mánaða vinnu gerða engu og telur hóp hafa verið að verki. Hann vonast þó til að verkið rísi á ný annars staðar.

Innlent

Breytingar gerðar á jongnarr.is

Lénið jongnarr.is var uppfært í gær og blasti þar tímabundið við snið að framboðssíðu áður en síðan var tekin niður. Sennilega tengist síðan tilkynningu Jóns Gnarr á morgun þar sem hann ætlar að skýra hvort hann hyggist bjóða sig fram til forseta.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Vegurinn yfir Öxnadalsheiði verður ekki opnaður í dag og staðan verður ekki metin aftur fyrr en í fyrramálið. Ferðalangar óku margir um Tröllaskaga til að komast leiðar sinnar, bílaröð myndaðist í gegnum Siglufjörð um tíma og þurfti lögregla að stýra umferð um Múlagöng. Við ræðum ófærðina og snjómokstur við G. Pétur Matthíasson, samskiptastjóra Vegagerðarinnar, í beinni.

Innlent

Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkra­húsið eftir í eyði

Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa.

Erlent

Fögnuðu lög­leiðingu kanna­bis­efna

Kannabisunnendur í Þýskalandi gátu fagnað vel og innilega við Brandenborgarhliðið á miðnætti þegar ný lög, sem gera einkaneyslu kannabisefna löglega, tóku gildi. Efasemdir eru hins vegar uppi um ágæti lögleiðingarinnar.

Erlent

Í­búar í Rang­ár­þingi ytra fá að tjá sig um vindmyllugarð

Íbúum í Rangárþing ytra mun gefast kostur á að taka þátt í viðhorfskönnun á næstunni þar sem þeir geta sagt álit sitt á Búrfellslundi, sem Landsvirkjun hyggst reisa með allt að þrjátíu vindmyllum austan við Sultartangastöð en staðsetning garðsins er í sveitarfélaginu við Vaðöldu.

Innlent

Mikill sam­dráttur í ný­skráningu fólks­bíla milli ára

Skráning nýrra fólksbíla hefur dregist verulega saman milli ára. Í mars á þessu ári voru skráðir 532 nýir fólksbílar, en þeir voru 1.832 í sama mánuði á síðasta ári. Samdrátturinn nemur því 71 prósenti. Dacia var með flesta nýskráða bíla í mars, en Toyota það sem af er ári. 

Innlent

Vegir lokaðir víða um landið

Vegir eru lokaðir víða á landinu og færð ekki með besta móti sem er ekki gott fyrir alla þá ferðalanga sem þurfa að komast heim eftir páskahelgina.

Veður

Hugsan­leg framboðslén stofnuð

Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006.

Innlent

Víða kalt í dag

Áfram verður norðaustlæg átt á landinu, víða kaldi eða stinningskaldi með éljum í dag en léttskýjað suðvestantil.

Veður