Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Rafn Ágúst Ragnarsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 30. júní 2025 20:47 Sanna Magdalena Mörtudóttir var kjörin í stjórn Vorstjörnunnar á hitafundi í kvöld. Vísir/Ívar Fannar Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem staðið hafa gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins höfðu betur á aðalfundi Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins, eftir vaxandi ólgu í aðdraganda fundarins. Þetta þýðir að öllum líkindum að sambandi Sósíalistaflokksins og Vorstjörnunnar verði slitið en ríkisstyrkir flokksins hafa runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar. Fjölsóttur fundur var haldinn í Bolholti í dag og lauk um sjöleytið. Röð var út úr dyrum af fólki sem vildi láta rödd sína heyrast á fundinum. Sanna Magdalena, eini kjörni fulltrúi Sósíalistaflokksins, var kjörin í stjórn Vorstjörnunnar ásamt hennar fólki á fundinum en fundargestum var heitt í hamsi. Framtíð félagsins og samband þess við Sósíalistaflokksins var undir og í aðdraganda fundarins gengu ásakanir á víxl tveggja stríðandi fylkinga innan flokksins á milli. Bróðurpartur fjármagns félagsins frá flokknum Vorstjarnan er félag sem hefur upp að þessu verið eins konar undirfélag Sósíalistaflokksins. Félagið heldur utan um styrktarsjóð sem styður hópa og félög í hagsmunabaráttu og heldur utan um leigusamninginn á húsnæði Vorstjörnunnar og Sósíalistaflokks Íslands. Þá hefur fylking Sönnu Magdalenu og Gunnars Smára einnig töglin og hagldirnar í Alþýðufélaginu sem rekur fjölmiðilinn Samstöðina. Allt framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins rennur til Vorstjörnunnar og hingað til hefur einnig helmingurinn af framlagi ríkisins til flokksins einnig runnið til félagsins. Ný framkvæmdastjórn hallarbyltingarmannanna sem Karl Héðinn Kristjánsson, formaður Ungra sósíalista, og Sæþór Randall Benjamínsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins, hafa farið fyrir, hefur látið það í veðri vaka að slíta þessa tengingu og nýta féð í uppbyggingu flokksins og grasrótarinnar. „Vorstjarnan varin“ Nú er ljóst að yfirtökuhópurinn náði ekki stjórn á félaginu á aðalfundinum og var ný 17 manna stjórn kjörin. Þeirra á meðal er Sanna Magdalena sem fagnar því að „Vorstjarnan hafi verið varin“ í færslu á samfélagsmiðlum. „Takk öll sem studduð mikilvægt markmið Vorstjörnunnar sem er að styrkja og efla rödd jaðarsettra hópa svo að þeir hópar nái að nýta sér verkfæri lýðræðis. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að m.a. veita aðstöðu fyrir fólk til að koma saman og eiga útbúnað til útláns fyrir minni hópa. Ég hlakka til að starfa í nýkjörinni stjórn og er þakklát öllum þeim sem standa vörð um þessi góðu félagslegu markmið í því einstaklingsmiðaða samfélagi svo við búum í. Samstaðan sigraði í dag og með því að standa saman er hægt að gera magnaða hluti,“ skrifar hún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við hana til að ræða framtíð félagsins en án árangurs. Í viðtali í Ríkisútvarpinu segir Sanna Magdalena sigurreif að fjárframlög komi víða að úr samfélaginu og að Vorstjarnan muni leita allra leiða til að tryggja sér fjármuni til áframhaldandi starfs í þágu þeirra sem á því þurfi að halda. Enda ljóst að skrúfi ný framkvæmdastjórn fyrir fjárframlög sín höggvi það stórt skarð í fjárhag félagsins. Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Fjölsóttur fundur var haldinn í Bolholti í dag og lauk um sjöleytið. Röð var út úr dyrum af fólki sem vildi láta rödd sína heyrast á fundinum. Sanna Magdalena, eini kjörni fulltrúi Sósíalistaflokksins, var kjörin í stjórn Vorstjörnunnar ásamt hennar fólki á fundinum en fundargestum var heitt í hamsi. Framtíð félagsins og samband þess við Sósíalistaflokksins var undir og í aðdraganda fundarins gengu ásakanir á víxl tveggja stríðandi fylkinga innan flokksins á milli. Bróðurpartur fjármagns félagsins frá flokknum Vorstjarnan er félag sem hefur upp að þessu verið eins konar undirfélag Sósíalistaflokksins. Félagið heldur utan um styrktarsjóð sem styður hópa og félög í hagsmunabaráttu og heldur utan um leigusamninginn á húsnæði Vorstjörnunnar og Sósíalistaflokks Íslands. Þá hefur fylking Sönnu Magdalenu og Gunnars Smára einnig töglin og hagldirnar í Alþýðufélaginu sem rekur fjölmiðilinn Samstöðina. Allt framlag Reykjavíkurborgar til Sósíalistaflokksins rennur til Vorstjörnunnar og hingað til hefur einnig helmingurinn af framlagi ríkisins til flokksins einnig runnið til félagsins. Ný framkvæmdastjórn hallarbyltingarmannanna sem Karl Héðinn Kristjánsson, formaður Ungra sósíalista, og Sæþór Randall Benjamínsson, nýr formaður framkvæmdastjórnar flokksins, hafa farið fyrir, hefur látið það í veðri vaka að slíta þessa tengingu og nýta féð í uppbyggingu flokksins og grasrótarinnar. „Vorstjarnan varin“ Nú er ljóst að yfirtökuhópurinn náði ekki stjórn á félaginu á aðalfundinum og var ný 17 manna stjórn kjörin. Þeirra á meðal er Sanna Magdalena sem fagnar því að „Vorstjarnan hafi verið varin“ í færslu á samfélagsmiðlum. „Takk öll sem studduð mikilvægt markmið Vorstjörnunnar sem er að styrkja og efla rödd jaðarsettra hópa svo að þeir hópar nái að nýta sér verkfæri lýðræðis. Tilgangi sínum hyggst félagið ná með að m.a. veita aðstöðu fyrir fólk til að koma saman og eiga útbúnað til útláns fyrir minni hópa. Ég hlakka til að starfa í nýkjörinni stjórn og er þakklát öllum þeim sem standa vörð um þessi góðu félagslegu markmið í því einstaklingsmiðaða samfélagi svo við búum í. Samstaðan sigraði í dag og með því að standa saman er hægt að gera magnaða hluti,“ skrifar hún. Fréttastofa hefur reynt að ná sambandi við hana til að ræða framtíð félagsins en án árangurs. Í viðtali í Ríkisútvarpinu segir Sanna Magdalena sigurreif að fjárframlög komi víða að úr samfélaginu og að Vorstjarnan muni leita allra leiða til að tryggja sér fjármuni til áframhaldandi starfs í þágu þeirra sem á því þurfi að halda. Enda ljóst að skrúfi ný framkvæmdastjórn fyrir fjárframlög sín höggvi það stórt skarð í fjárhag félagsins.
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent