Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júní 2025 16:57 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er í tímabundnu leyfi frá þingstörfum vegna náms í New York. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins er komin til New York þar sem hún ætlar að stunda nám næsta árið við Columbia-háskóla. Hún er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum en enn hefur ekki verið hóað í varamann hennar og því er stjórnarandstaðan ekki fullskipuð á þingfundi dagsins. Tilkynnt var um það í vor að Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður tæki sæti Áslaugar Örnu eftir að hún greindi frá því að hún ætlaði vestur yfir haf að stunda svokallað MPA-nám í New York. Námsleiðin heitir Master in Public Administration in Global Leadership sem myndi útleggast á íslensku sem meistaranám í stjórnsýslu og leiðtogahæfni á alþjóðasviðinu. Hún tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega lotið í lægra haldi fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Í gær var greint frá því að hún væri lent í eplinu stóra eins og Nýju-Jórvíkurborg er gjarnan kölluð. „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin, en spenningur á yfirhöndina með miklum yfirburðum sem betur fer,“ sagði hún í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Enn kappkosta þó þingmenn við að ná sátt um þinglokasamning og þingfundur stendur yfir í dag. Mál á borð við veiðigjöldin og önnur viðamikil mál eru á dagskrá sem stjórnarandstaðan hefur heitið að málþæfa eins langt og þörfin krefur. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það alvanalegt að Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og varamaður Áslaugar, hafi ekki verið kallaður á þing. Enn sé unnið að því að ná þinglokasamningum í höfn og framhaldið enn óljóst og því sé ekki þörf á honum í atkvæðagreiðslur. Hún segir þó stefnt að því að kalla hann inn þegar atkvæðagreiðslur hefjast af fullum krafti og að það verði fljótlega. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Tilkynnt var um það í vor að Sigurður Örn Hilmarsson lögmaður tæki sæti Áslaugar Örnu eftir að hún greindi frá því að hún ætlaði vestur yfir haf að stunda svokallað MPA-nám í New York. Námsleiðin heitir Master in Public Administration in Global Leadership sem myndi útleggast á íslensku sem meistaranám í stjórnsýslu og leiðtogahæfni á alþjóðasviðinu. Hún tilkynnti þetta eftir að hafa naumlega lotið í lægra haldi fyrir Guðrúnu Hafsteinsdóttur í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins í febrúar. Í gær var greint frá því að hún væri lent í eplinu stóra eins og Nýju-Jórvíkurborg er gjarnan kölluð. „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin, en spenningur á yfirhöndina með miklum yfirburðum sem betur fer,“ sagði hún í færslu á samfélagsmiðlum í gær. Enn kappkosta þó þingmenn við að ná sátt um þinglokasamning og þingfundur stendur yfir í dag. Mál á borð við veiðigjöldin og önnur viðamikil mál eru á dagskrá sem stjórnarandstaðan hefur heitið að málþæfa eins langt og þörfin krefur. Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það alvanalegt að Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður og varamaður Áslaugar, hafi ekki verið kallaður á þing. Enn sé unnið að því að ná þinglokasamningum í höfn og framhaldið enn óljóst og því sé ekki þörf á honum í atkvæðagreiðslur. Hún segir þó stefnt að því að kalla hann inn þegar atkvæðagreiðslur hefjast af fullum krafti og að það verði fljótlega.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Íslendingar erlendis Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira