„Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2025 14:56 Thom Tillis, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Norður-Karólínu, brosir til fréttamanna í þinghúsinu. Hann greiddi atkvæði gegn frumvarpi flokks síns á laugardag og fékk fyrir vikið að kenna á forsetanum á samfélagsmiðlum. Hann tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur. AP/J. Scott Applewhite Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa aðeins efni á því að missa eitt atkvæði í viðbót ef þeir ætla sér að koma í gegn risavöxnu frumvarpi um stórfelldan niðurskurð og skattalækkanir og þóknast forseta sínum. Ein þingmaður þeirra hefur þegar sagst ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri vegna deilna um efni frumvarpsins. Atkvæðagreiðslur um aragrúa breytingatillagna við frumvarpið sem gengur undir heitinu „Eitt stórt fallegt frumvarp“ fara fram í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Það felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dollara skattalækkanir að tillögu Bandaríkjaforseta. Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings áætlar að frumvarpið auki fjárlagahalla ríkisins um 3,3 billjónir dollara á þessum áratug. Niðurskurður til heilbrigðismála leiði til þess að hátt í tólf milljónir landsmanna til viðbótar verði án sjúkratrygginga en ella árið 2034. Þrátt fyrir að repúblikanar fari með meirihluta í öldungadeildinni eru örlög frumvarpsins óljós. Forysta Repúblikanaflokksins þurfti að tjalda töluverðu til að fá nægilega marga þingmenn sína til þess að greiða atkvæði með því að frumvarpið yrði tekið til efnismeðferðar um helgina. Eins og svo oft áður reynist repúblikönum erfitt að sætta harðlínumenn og þá þingmenn flokksins sem þurfa að áhyggjur af því að ná endurkjöri í svonefndum sveifluríkjum.AP/J. Scott Applewhite Bæði harðlínumenn og hófsamari repúblikanar eru ósáttir við hluta frumvarpsins og gætu komið í veg fyrir að það nái fram að ganga. Harðlínumenn telja ekki nógu langt gengið í að draga úr ríkisútgjöldum með frumvarpinu en hófsamari repúblikanar óttast að svo blóðugur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu eigi eftir að koma niður á flokknum kosningum. Bandaríkjaforseti hefur gefið flokksbræðrum sínum frest til þjóðhátíðardagsins 4. júlí að samþykkja frumvarpið. Sviku kosningaloforð forsetans Repúblikanar hafa þegar orðið fyrir blóðtöku við að reyna að koma frumvarpinu í gegn. Thom Tillis, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Norður-Karólínu, tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á næsta ári eftir að forsetinn veittist að honum á samfélagsmiðlum fyrir að styðja ekki frumvarpið. Tillis: What do I tell 663,000 people in two years, three years, when President Trump breaks his promise by pushing them off of medicaid because the funding's not there anymore, guys? [image or embed]— Acyn (@acyn.bsky.social) June 30, 2025 at 1:29 AM Tillis hélt reiðilestur yfir flokkssystkinum sínum í þingsal í gær þegar hann gagnrýndi fyrirhugaðan niðurskurð á Medicaid, opinberu heilbrigðiskerfi fyrir tekjulægri einstaklinga. Yrði frumvarpið að lögum sviku repúblikanar kosningaloforð forsetans um að hann ætlaði sér ekki að svipta fólk sjúkratryggingum sínum. „Við gætum tekið okkur tíma í að gera þetta rétt,“ sagði Tillis við samherja sína. Brotthvarf Tillis úr kosningunum á næsta ári er talið auka líkurnar á því að demókratar gætu stolið því af repúblikönum verulega. Ef bæði Tillis og Rand Paul, þingmaður repúblikana frá Kentucky, greiða atkvæði gegn frumvarpinu eins og líklegt er talið mega repúblikanar aðeins við því að einn þingmaður til viðbótar hlaupist undan merkjum. Skera niður græna orku og vísindi en aukið fé í brottvísanir Fleira er umdeilt í frumvarpinu. Bæði Viðskiptaráð Bandaríkjanna og hagsmunasamtök sólarorkuiðnaðarins hafa gagnrýnt harðlega ákvæði frumvarpsins um skatta á vind- og sólarorkuver sem bætast ofan á niðurskurði á ívilnunum til endurnýjanlegrar orkuframleiðslu. Elon Musk, fyrrverandi bandamaður forsetans og ríkasti maður í heimi, kallaði frumvarpið „algerlega sturlað og skaðlegt“. Niðurgreiðslur á úreltum iðnaði samhliða skaðlegum aðgerðum fyrir iðnað framtíðarinnar ætti eftir að kosta milljónir starfa í Bandaríkjunum. Þá færði frumvarpið Innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna (ICE) stórauknar fjárheimildir upp á hundruð milljarða dollara til þess að framfylgja stefnu forsetans um fjöldabrottvísanir útlendinga. Útsendarar stofnunarinnar hafa farið um grímuklæddir og óauðkenndir og numið fólk á brott af götum úti. Gríðarlegan niðurskurð í öllu vísindastarfi, hvort sem það er í heilbrigðisvísindum eða hjá geimferðastofnuninni NASA, er einnig að finna í stóra frumvarpinu sem telur hátt í þúsund blaðsíður. Allir þingmenn demókrata ætla að greiða atkvæði gegn frumvarpinu en þeir hafa meðal annars kallað það ábyrgðarlaust og hættulegt. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Atkvæðagreiðslur um aragrúa breytingatillagna við frumvarpið sem gengur undir heitinu „Eitt stórt fallegt frumvarp“ fara fram í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Það felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dollara skattalækkanir að tillögu Bandaríkjaforseta. Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings áætlar að frumvarpið auki fjárlagahalla ríkisins um 3,3 billjónir dollara á þessum áratug. Niðurskurður til heilbrigðismála leiði til þess að hátt í tólf milljónir landsmanna til viðbótar verði án sjúkratrygginga en ella árið 2034. Þrátt fyrir að repúblikanar fari með meirihluta í öldungadeildinni eru örlög frumvarpsins óljós. Forysta Repúblikanaflokksins þurfti að tjalda töluverðu til að fá nægilega marga þingmenn sína til þess að greiða atkvæði með því að frumvarpið yrði tekið til efnismeðferðar um helgina. Eins og svo oft áður reynist repúblikönum erfitt að sætta harðlínumenn og þá þingmenn flokksins sem þurfa að áhyggjur af því að ná endurkjöri í svonefndum sveifluríkjum.AP/J. Scott Applewhite Bæði harðlínumenn og hófsamari repúblikanar eru ósáttir við hluta frumvarpsins og gætu komið í veg fyrir að það nái fram að ganga. Harðlínumenn telja ekki nógu langt gengið í að draga úr ríkisútgjöldum með frumvarpinu en hófsamari repúblikanar óttast að svo blóðugur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu eigi eftir að koma niður á flokknum kosningum. Bandaríkjaforseti hefur gefið flokksbræðrum sínum frest til þjóðhátíðardagsins 4. júlí að samþykkja frumvarpið. Sviku kosningaloforð forsetans Repúblikanar hafa þegar orðið fyrir blóðtöku við að reyna að koma frumvarpinu í gegn. Thom Tillis, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Norður-Karólínu, tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á næsta ári eftir að forsetinn veittist að honum á samfélagsmiðlum fyrir að styðja ekki frumvarpið. Tillis: What do I tell 663,000 people in two years, three years, when President Trump breaks his promise by pushing them off of medicaid because the funding's not there anymore, guys? [image or embed]— Acyn (@acyn.bsky.social) June 30, 2025 at 1:29 AM Tillis hélt reiðilestur yfir flokkssystkinum sínum í þingsal í gær þegar hann gagnrýndi fyrirhugaðan niðurskurð á Medicaid, opinberu heilbrigðiskerfi fyrir tekjulægri einstaklinga. Yrði frumvarpið að lögum sviku repúblikanar kosningaloforð forsetans um að hann ætlaði sér ekki að svipta fólk sjúkratryggingum sínum. „Við gætum tekið okkur tíma í að gera þetta rétt,“ sagði Tillis við samherja sína. Brotthvarf Tillis úr kosningunum á næsta ári er talið auka líkurnar á því að demókratar gætu stolið því af repúblikönum verulega. Ef bæði Tillis og Rand Paul, þingmaður repúblikana frá Kentucky, greiða atkvæði gegn frumvarpinu eins og líklegt er talið mega repúblikanar aðeins við því að einn þingmaður til viðbótar hlaupist undan merkjum. Skera niður græna orku og vísindi en aukið fé í brottvísanir Fleira er umdeilt í frumvarpinu. Bæði Viðskiptaráð Bandaríkjanna og hagsmunasamtök sólarorkuiðnaðarins hafa gagnrýnt harðlega ákvæði frumvarpsins um skatta á vind- og sólarorkuver sem bætast ofan á niðurskurði á ívilnunum til endurnýjanlegrar orkuframleiðslu. Elon Musk, fyrrverandi bandamaður forsetans og ríkasti maður í heimi, kallaði frumvarpið „algerlega sturlað og skaðlegt“. Niðurgreiðslur á úreltum iðnaði samhliða skaðlegum aðgerðum fyrir iðnað framtíðarinnar ætti eftir að kosta milljónir starfa í Bandaríkjunum. Þá færði frumvarpið Innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna (ICE) stórauknar fjárheimildir upp á hundruð milljarða dollara til þess að framfylgja stefnu forsetans um fjöldabrottvísanir útlendinga. Útsendarar stofnunarinnar hafa farið um grímuklæddir og óauðkenndir og numið fólk á brott af götum úti. Gríðarlegan niðurskurð í öllu vísindastarfi, hvort sem það er í heilbrigðisvísindum eða hjá geimferðastofnuninni NASA, er einnig að finna í stóra frumvarpinu sem telur hátt í þúsund blaðsíður. Allir þingmenn demókrata ætla að greiða atkvæði gegn frumvarpinu en þeir hafa meðal annars kallað það ábyrgðarlaust og hættulegt.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27