Fréttir Ná síður að hirða salernispappír vegna niðurskurðar Klósettpappír, hægðir og sóðaskapur í Hofsstaðaskógi er ein birtingarmynd niðurskurðar til Skógræktarfélags Íslands. Framkvæmdastjóri segir félagið ekki hafa tök á að sinna hreinsunarstarfi líkt og áður. Innlent 22.7.2024 13:19 „Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara“ „Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara að ég sé að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Sjá þær svona svakalega ofsjónum yfir pólitískum skoðunum mínum að þær geta bara ekki fengið sig til að bregðast öðruvísi við?“ Innlent 22.7.2024 13:01 Flest smit í fyrsta sinn utan Afríkuríkjanna sunnan Sahara Það gerðist í fyrsta sinn árið 2023 að flest ný tilfelli HIV greindust utan ríkja sunnan Sahara í Afríku. Afríkuríkjunum hefur tekist mjög vel til í baráttunni gegn veirunni og hefur fjöldi nýrra tilfella dregist saman um 56 prósent frá 2010. Erlent 22.7.2024 12:09 Nafn Íslendingsins sem fannst látinn í Taílandi Íslendingurinn sem fannst látinn á hóteli í Taílandi í síðustu viku hét Guðmundur Kristinn Ásgrímsson. Hann var 54 ára gamall. Innlent 22.7.2024 12:05 Málflutningur Viðskiptaráðs óásættanlegur Menntamálaráðherra segir málflutning Viðskiptaráðs, um starfsfólk menntakerfisins óásættanlegan og hjákátlegan. Ráðið segir Kennarasamband Íslands hafa leitt málaflokkinn í öngstræti og hvetur stjórnvöld til að taka fyrir frekari afskipti sambandsins. Innlent 22.7.2024 12:00 Sú eina sem kemur til greina, afdráttarlaus ráðherra og klósettvandræði Kamala Harris er sú eina sem kemur til greina sem frambjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í nóvember, að mati stjórmálaskýranda. Sigurlíkur Demókrata hafi aukist eftir að Joe Biden forseti hætti við framboð. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 22.7.2024 11:49 Mikill meirihluti landsmanna mótfallinn sjókvíaeldi Í nýrri könnun Gallups kemur fram að rúm sextíu og fimm prósent þjóðarinnar er andsnúin sjókvíaeldi meðan tæp fjórtán prósent eru jákvæð. Innlent 22.7.2024 11:25 Fjallar um móður sína sem er fyrsti Íslendingurinn ættleiddur frá Asíu Móðir þjálfarans og kvikmyndagerðarmannsins Friðriks Agna Árnasonar er fyrsta ættleidda barnið sem kom frá Asíu til Íslands. Friðrik hyggst gera heimildamynd um móður sína þar sem hann freistar þess að komast á snoðir um uppruna hennar. Innlent 22.7.2024 11:16 Nærtækast og praktískast að Harris leiði baráttuna gegn Trump Eins og sakir standa eru allar líkur á að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verði forsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Harris nýtur mikils en þó ekki afdráttarlaus stuðnings og þá mæla praktískar ástæður með því að hún taki við keflinu. Erlent 22.7.2024 11:14 Skerjafjarðarskáld skriplar á skötu en gefst ekki upp Kristján Hreinsson skáld, kenndur við Skerjafjörðinn er ósáttur við að Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi vísað kæru hans á hendur Ríkisútvarpinu frá. En hann er hvergi nærri af baki dottinn. Innlent 22.7.2024 10:15 „Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata“ Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og varaþingmaður er sannfærður um að Kamala Harris varaforsetaefni Demókrataflokksins taki við sem forsetaefni flokksins nú þegar Joe Biden hefur dregið sig úr leik. Erlent 22.7.2024 09:09 Viðvörun gefin út í Kerala á Indlandi vegna Nipah-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í Kerala á Indlandi hafa gefið út viðvörun eftir að 14 ára drengur lést af völdum Nipah-veirunnar. Um það bil 60 eru sagðir hafa orðið útsettir fyrir smiti. Erlent 22.7.2024 08:55 Saka Apple um fálæti þegar kemur að barnaníðsefni Stærstu barnaverndarsamtök Bretlands, National Society for the Prevention of Cruelty to Children (NSPCC) segir stórfyrirtækið Apple standa sig afar illa í því að bera kennsl á og tilkynna um barnaníðsefni. Erlent 22.7.2024 08:16 Par sem hugðist sigla frá Kanada til Asóreyja fannst látið Lík breskrar konu og kanadísks manns fundust um borð á björgunarbáti sem hafði rekið að eyjunni Sable í Kanada á dögunum. Ekkert hafði spurst til parsins í sex vikur, en þegar síðast var vitað um ferðir þeirra ætluðu þau að sigla þvert yfir Atlantshafið á seglskútu. Erlent 22.7.2024 07:58 Skipa Palestínumönnum að yfirgefa mannúðarsvæði Ísraelsher hefur skipað Palestínumönnum á Muwasi-svæðinu á Suður-Gasa að yfirgefa svæðið, sem hefur verið skilgreint sem svokallað mannúðarsvæði. Erlent 22.7.2024 07:27 Segja mörg kerfi komin í lag eftir bilunina á föstudag Öryggisfyrirtækið CrowdStrike segir umtalsverðan fjölda tækja sem varð fyrir bilun á föstudag vegna gallaðrar hugbúnaðaruppfærslu á föstudag vera kominn í lag. Erlent 22.7.2024 07:25 Kröpp og djúp lægð veldur hvassviðri Kröpp og djúp lægð miðað við árstíma er viðvarandi skammt norður af landinu og veldur vestan hvassviðri norðanlands með talsverðri vætu. Hægara og úrkomuminna er á sunnanverðu landinu. Veður 22.7.2024 07:15 Þjófnaðir í matvöruverslunum og óvelkominn gestur Lögreglu bárust þrjár tilkynningar tengdar matvöruverslunum í gærkvöldi og nótt en í tveimur tilvikum var um að ræða þjófnað. Áttu þeir sér stað í hverfum 105 og 220. Innlent 22.7.2024 07:04 Hollywood lofar Biden en Repúblikanar kalla eftir afsögn Margar stórstjörnur í Hollywood hafa stigið fram og lofað Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fallið frá því að sækjast eftir endurkjöri en á sama tíma kalla Repúblikanar eftir því að hann segi tafarlaust af sér. Erlent 22.7.2024 06:40 Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í Hodeidah Uppreisnarmenn Húta í Jemen heita því að halda áfram umfangsmiklum árásum á Ísrael, eftir mannskæða árás Ísraelsmanna á mikilvæga, jemenska hafnarborg. Sameinuðu þjóðirnar hafa þungar áhyggjur af stigmögnum átaka á svæðinu. Erlent 21.7.2024 23:44 Kamala auðmjúk og allra augu á varaforsetaefnum „Með þessu óeigingjarna og þjóðrækna verki gerir Biden forseti það sem hann hefur ætíð gert á ævi tileinkaðri þjónustu við aðra: Að setja bandarísku þjóðina og landið okkar ofar öllu öðru.“ Erlent 21.7.2024 22:27 „Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. Innlent 21.7.2024 20:50 Reiknar með 15 þúsund manns í Herjólfsdal Spenna og eftirvænting fyrir þjóðhátíð í Vestmannaeyjum vex og vex með hverjum deginum en formaður þjóðhátíðarnefndar reiknar með 15 þúsund manns í dalinn. Bekkjabílar verða á sínum stað og efnt verður til búningakeppni í tilefni af 150 ára afmæli þjóðhátíðar. Innlent 21.7.2024 20:03 „Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar“ Eigandi sumarbústaðar í Vestur-Skaftafellssýslu kennir umdeildum garði um laka grunnvatnsstöðu í bústað sínum. Um er að ræða sama garð og hefur valdið því að gjöfult fiskveiðisvæði er upp urið. Innlent 21.7.2024 20:00 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Biden stígur til hliðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka og styður að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu. Fréttir 21.7.2024 18:21 Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. Erlent 21.7.2024 17:53 Vísbendingar um „þokkalegt“ veður næstu helgi Vætusamt verður um mestallt landið næstu daga og ljóst að sólin sem lék við höfuðborgarbúa fyrr í vikunni sé ekki komin til að vera. Þó eru vísbendingar um að næstu helgi láti blíðan á sér kræla á nýjan leik. Þetta segir Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Veður 21.7.2024 16:45 Opnun Sorpu frestað vegna ölvaðs manns með háreysti Tafir urðu á opnun grenndarstöðvar Sorpu í Ánanaustum vegna manns sem var með háreysti við inngang stöðvarinnar. Þónokkrir gestir þurftu að bíða í röð vegna afskipta lögreglu af manninum en hann var einnig undir áhrifum. Innlent 21.7.2024 16:20 Glæsilegt biblíusafn í Vestmannaeyjum Eitt merkilegasta biblíusafn landsins er varðveitt vel og vandlega í eldtraustri geymslu í Vestmannaeyjum en mun þó líta dagsins ljós fyrir almenning í haust. Innlent 21.7.2024 16:04 Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. Erlent 21.7.2024 15:37 « ‹ 213 214 215 216 217 218 219 220 221 … 334 ›
Ná síður að hirða salernispappír vegna niðurskurðar Klósettpappír, hægðir og sóðaskapur í Hofsstaðaskógi er ein birtingarmynd niðurskurðar til Skógræktarfélags Íslands. Framkvæmdastjóri segir félagið ekki hafa tök á að sinna hreinsunarstarfi líkt og áður. Innlent 22.7.2024 13:19
„Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara“ „Ég skil ekki af hverju þær fagna því ekki bara að ég sé að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Sjá þær svona svakalega ofsjónum yfir pólitískum skoðunum mínum að þær geta bara ekki fengið sig til að bregðast öðruvísi við?“ Innlent 22.7.2024 13:01
Flest smit í fyrsta sinn utan Afríkuríkjanna sunnan Sahara Það gerðist í fyrsta sinn árið 2023 að flest ný tilfelli HIV greindust utan ríkja sunnan Sahara í Afríku. Afríkuríkjunum hefur tekist mjög vel til í baráttunni gegn veirunni og hefur fjöldi nýrra tilfella dregist saman um 56 prósent frá 2010. Erlent 22.7.2024 12:09
Nafn Íslendingsins sem fannst látinn í Taílandi Íslendingurinn sem fannst látinn á hóteli í Taílandi í síðustu viku hét Guðmundur Kristinn Ásgrímsson. Hann var 54 ára gamall. Innlent 22.7.2024 12:05
Málflutningur Viðskiptaráðs óásættanlegur Menntamálaráðherra segir málflutning Viðskiptaráðs, um starfsfólk menntakerfisins óásættanlegan og hjákátlegan. Ráðið segir Kennarasamband Íslands hafa leitt málaflokkinn í öngstræti og hvetur stjórnvöld til að taka fyrir frekari afskipti sambandsins. Innlent 22.7.2024 12:00
Sú eina sem kemur til greina, afdráttarlaus ráðherra og klósettvandræði Kamala Harris er sú eina sem kemur til greina sem frambjóðandi Demókrata í bandarísku forsetakosningunum í nóvember, að mati stjórmálaskýranda. Sigurlíkur Demókrata hafi aukist eftir að Joe Biden forseti hætti við framboð. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar. Innlent 22.7.2024 11:49
Mikill meirihluti landsmanna mótfallinn sjókvíaeldi Í nýrri könnun Gallups kemur fram að rúm sextíu og fimm prósent þjóðarinnar er andsnúin sjókvíaeldi meðan tæp fjórtán prósent eru jákvæð. Innlent 22.7.2024 11:25
Fjallar um móður sína sem er fyrsti Íslendingurinn ættleiddur frá Asíu Móðir þjálfarans og kvikmyndagerðarmannsins Friðriks Agna Árnasonar er fyrsta ættleidda barnið sem kom frá Asíu til Íslands. Friðrik hyggst gera heimildamynd um móður sína þar sem hann freistar þess að komast á snoðir um uppruna hennar. Innlent 22.7.2024 11:16
Nærtækast og praktískast að Harris leiði baráttuna gegn Trump Eins og sakir standa eru allar líkur á að Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, verði forsetaefni Demókrata í forsetakosningunum í nóvember. Harris nýtur mikils en þó ekki afdráttarlaus stuðnings og þá mæla praktískar ástæður með því að hún taki við keflinu. Erlent 22.7.2024 11:14
Skerjafjarðarskáld skriplar á skötu en gefst ekki upp Kristján Hreinsson skáld, kenndur við Skerjafjörðinn er ósáttur við að Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra hafi vísað kæru hans á hendur Ríkisútvarpinu frá. En hann er hvergi nærri af baki dottinn. Innlent 22.7.2024 10:15
„Þetta þýðir að Kamala Harris verður frambjóðandi Demókrata“ Friðjón Friðjónsson borgarfulltrúi og varaþingmaður er sannfærður um að Kamala Harris varaforsetaefni Demókrataflokksins taki við sem forsetaefni flokksins nú þegar Joe Biden hefur dregið sig úr leik. Erlent 22.7.2024 09:09
Viðvörun gefin út í Kerala á Indlandi vegna Nipah-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í Kerala á Indlandi hafa gefið út viðvörun eftir að 14 ára drengur lést af völdum Nipah-veirunnar. Um það bil 60 eru sagðir hafa orðið útsettir fyrir smiti. Erlent 22.7.2024 08:55
Saka Apple um fálæti þegar kemur að barnaníðsefni Stærstu barnaverndarsamtök Bretlands, National Society for the Prevention of Cruelty to Children (NSPCC) segir stórfyrirtækið Apple standa sig afar illa í því að bera kennsl á og tilkynna um barnaníðsefni. Erlent 22.7.2024 08:16
Par sem hugðist sigla frá Kanada til Asóreyja fannst látið Lík breskrar konu og kanadísks manns fundust um borð á björgunarbáti sem hafði rekið að eyjunni Sable í Kanada á dögunum. Ekkert hafði spurst til parsins í sex vikur, en þegar síðast var vitað um ferðir þeirra ætluðu þau að sigla þvert yfir Atlantshafið á seglskútu. Erlent 22.7.2024 07:58
Skipa Palestínumönnum að yfirgefa mannúðarsvæði Ísraelsher hefur skipað Palestínumönnum á Muwasi-svæðinu á Suður-Gasa að yfirgefa svæðið, sem hefur verið skilgreint sem svokallað mannúðarsvæði. Erlent 22.7.2024 07:27
Segja mörg kerfi komin í lag eftir bilunina á föstudag Öryggisfyrirtækið CrowdStrike segir umtalsverðan fjölda tækja sem varð fyrir bilun á föstudag vegna gallaðrar hugbúnaðaruppfærslu á föstudag vera kominn í lag. Erlent 22.7.2024 07:25
Kröpp og djúp lægð veldur hvassviðri Kröpp og djúp lægð miðað við árstíma er viðvarandi skammt norður af landinu og veldur vestan hvassviðri norðanlands með talsverðri vætu. Hægara og úrkomuminna er á sunnanverðu landinu. Veður 22.7.2024 07:15
Þjófnaðir í matvöruverslunum og óvelkominn gestur Lögreglu bárust þrjár tilkynningar tengdar matvöruverslunum í gærkvöldi og nótt en í tveimur tilvikum var um að ræða þjófnað. Áttu þeir sér stað í hverfum 105 og 220. Innlent 22.7.2024 07:04
Hollywood lofar Biden en Repúblikanar kalla eftir afsögn Margar stórstjörnur í Hollywood hafa stigið fram og lofað Joe Biden Bandaríkjaforseta fyrir að hafa fallið frá því að sækjast eftir endurkjöri en á sama tíma kalla Repúblikanar eftir því að hann segi tafarlaust af sér. Erlent 22.7.2024 06:40
Vegfarendur flúðu mikið eldhaf við bryggju í Hodeidah Uppreisnarmenn Húta í Jemen heita því að halda áfram umfangsmiklum árásum á Ísrael, eftir mannskæða árás Ísraelsmanna á mikilvæga, jemenska hafnarborg. Sameinuðu þjóðirnar hafa þungar áhyggjur af stigmögnum átaka á svæðinu. Erlent 21.7.2024 23:44
Kamala auðmjúk og allra augu á varaforsetaefnum „Með þessu óeigingjarna og þjóðrækna verki gerir Biden forseti það sem hann hefur ætíð gert á ævi tileinkaðri þjónustu við aðra: Að setja bandarísku þjóðina og landið okkar ofar öllu öðru.“ Erlent 21.7.2024 22:27
„Eina spilið sem þeir áttu eftir á hendi“ Stjórnmálafræðingur segir þá ákvörðun Bidens Bandaríkjaforseta að draga framboð sitt til baka hafa endurstillt baráráttu demókrata og repúblikana um Hvíta húsið í nóvember. Ekki eru fordæmi fyrir því að forsetaefni stigi til hliðar svo seint í baráttunni. Innlent 21.7.2024 20:50
Reiknar með 15 þúsund manns í Herjólfsdal Spenna og eftirvænting fyrir þjóðhátíð í Vestmannaeyjum vex og vex með hverjum deginum en formaður þjóðhátíðarnefndar reiknar með 15 þúsund manns í dalinn. Bekkjabílar verða á sínum stað og efnt verður til búningakeppni í tilefni af 150 ára afmæli þjóðhátíðar. Innlent 21.7.2024 20:03
„Ég hef ekki aðgang að vatni neins staðar annars staðar“ Eigandi sumarbústaðar í Vestur-Skaftafellssýslu kennir umdeildum garði um laka grunnvatnsstöðu í bústað sínum. Um er að ræða sama garð og hefur valdið því að gjöfult fiskveiðisvæði er upp urið. Innlent 21.7.2024 20:00
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Biden stígur til hliðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka og styður að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu. Fréttir 21.7.2024 18:21
Joe Biden dregur framboð sitt til baka Joe Biden Bandaríkjaforseti og forsetaefni Demókrata hyggst draga framboð sitt til endurkjörs til baka. Vaxandi fjöldi flokksmanna hefur á síðustu vikum kallað eftir því að Biden stígi til hliðar. Hann vill að Kamala Harris varaforseti taki við keflinu en um þrír og hálfur mánuður eru nú til kosninga. Erlent 21.7.2024 17:53
Vísbendingar um „þokkalegt“ veður næstu helgi Vætusamt verður um mestallt landið næstu daga og ljóst að sólin sem lék við höfuðborgarbúa fyrr í vikunni sé ekki komin til að vera. Þó eru vísbendingar um að næstu helgi láti blíðan á sér kræla á nýjan leik. Þetta segir Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Veður 21.7.2024 16:45
Opnun Sorpu frestað vegna ölvaðs manns með háreysti Tafir urðu á opnun grenndarstöðvar Sorpu í Ánanaustum vegna manns sem var með háreysti við inngang stöðvarinnar. Þónokkrir gestir þurftu að bíða í röð vegna afskipta lögreglu af manninum en hann var einnig undir áhrifum. Innlent 21.7.2024 16:20
Glæsilegt biblíusafn í Vestmannaeyjum Eitt merkilegasta biblíusafn landsins er varðveitt vel og vandlega í eldtraustri geymslu í Vestmannaeyjum en mun þó líta dagsins ljós fyrir almenning í haust. Innlent 21.7.2024 16:04
Umhverfisaðgerðarsinni og Íslandsóvinur handtekinn á Grænlandi Aðgerðarsinninn og hvalavinurinn Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd var í morgun handtekinn í höfninni í Nuuk á Grænlandi en alþjóðleg handtökuskipun hafði verið gefið út á hendur honum vegna aðgerða hans í þágu umhverfisverndar. Erlent 21.7.2024 15:37