Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. september 2025 20:04 Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð hefur nú verið lokað í eitt ár vegna mikilla endurbóta á lauginni og útisvæði hennar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlauginni í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð hefur verið lokað í eitt ár. Ástæðan er sú að það á að taka laugina og svæði hennar allt í gegn fyrir um 800 milljónir króna. Reykholtslaug var vígð í janúar 1976 en á þessum tæpu 50 árum frá vígslu hefur sundlaugin þjónað íbúum og gestum sveitarfélagsins vel en mikil viðhaldsþörf er komin á sundlaugina og á allt útisvæðið og því verið laugin lokuð í um það bil ár. Sökum þess var gestum laugarinnar boðið upp á kaffi, konfekt og ís á sundlaugarbakkanum og þá var líka frítt í sund síðastliðinn fimmtudag. En hvernig líst heimamönnum á lokun laugarinnar? „Mér líst mjög illa á það því það tekur frá okkur lífsgæði gamla fólksins, sem erum hérna fastagestir,” segir Guðrún Hárlaugsdóttir, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug Hvert ætlar þú að fara í sund í staðinn? „Ég verð bara að fara á Flúðir,” segir Guðrún. „Við erum bara kát með þetta, það er metnaður í þessum framkvæmdum, mikið bætt útiaðstaða, já, ég held að það séu allir mjög kátir með þetta,” segir Sveinn Sæland, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. „Ég er búina að stunda þetta lengi, tvisvar í viku að minnsta kosti, ég sé eftir þessu. Það er alltaf gott að fá breytingar og betrum bætur,” segir Gunnar Guðjónsson, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Nokkrir pottverjar, sem mættu í laugina á fimmtudaginn áður en skellt var í lás í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jæja, varstu að taka síðasta sundsprettinn? „Vonandi ekki, en síðasta hér í bili,” segir Ragnheiður Jónsdóttir íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Og hvernig líst þér á þetta sem á að fara að gera? „Ég veit það ekki, ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því.” En er ekki mjög holt og gott að geta farið í sund í sinni heimabyggð? „Ekki vafi, þú sérð það nú, ég er 75 ára,” segir Ragnheiður hlæjandi. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari Reykholtsskóla segist eiga eftir að sakna laugarinnar og kennslunnar í henni í þetta eina ár. „Já, við erum náttúrulega búin að kenna sund á hverjum degi í þrjár vikur, þannig að það var skrítin morgun að kenna síðasta sundtímann, maður fékk pínu tár í augun,” segir Freydís. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari í Reykholtslaug í Bláskógabyggð fékk tár í augun síðasta kennsludaginn í lauginni í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það á í rauninni að skipta öllu út. Við ætlum að steypa upp nýja laug, þetta er bara timburlaug gömul með dúk í, sem allt er farið að fúna og það heldur varla vatni. Svo erum við bara að setja nýja potta, það kemur rennibraut og gufubað og þess háttar,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Helgi segir að framkvæmdirnar munu kostar sveitarfélagið um 800 milljónir króna og að nýja sundlaugin og útisvæðið verði allt klárt í september á næsta ári. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem segir að framkvæmdir við laugina munu kosta um 800 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira
Reykholtslaug var vígð í janúar 1976 en á þessum tæpu 50 árum frá vígslu hefur sundlaugin þjónað íbúum og gestum sveitarfélagsins vel en mikil viðhaldsþörf er komin á sundlaugina og á allt útisvæðið og því verið laugin lokuð í um það bil ár. Sökum þess var gestum laugarinnar boðið upp á kaffi, konfekt og ís á sundlaugarbakkanum og þá var líka frítt í sund síðastliðinn fimmtudag. En hvernig líst heimamönnum á lokun laugarinnar? „Mér líst mjög illa á það því það tekur frá okkur lífsgæði gamla fólksins, sem erum hérna fastagestir,” segir Guðrún Hárlaugsdóttir, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug Hvert ætlar þú að fara í sund í staðinn? „Ég verð bara að fara á Flúðir,” segir Guðrún. „Við erum bara kát með þetta, það er metnaður í þessum framkvæmdum, mikið bætt útiaðstaða, já, ég held að það séu allir mjög kátir með þetta,” segir Sveinn Sæland, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. „Ég er búina að stunda þetta lengi, tvisvar í viku að minnsta kosti, ég sé eftir þessu. Það er alltaf gott að fá breytingar og betrum bætur,” segir Gunnar Guðjónsson, íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Nokkrir pottverjar, sem mættu í laugina á fimmtudaginn áður en skellt var í lás í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jæja, varstu að taka síðasta sundsprettinn? „Vonandi ekki, en síðasta hér í bili,” segir Ragnheiður Jónsdóttir íbúi og fastagestur í Reykholtslaug. Og hvernig líst þér á þetta sem á að fara að gera? „Ég veit það ekki, ég ætla ekki að hafa neina skoðun á því.” En er ekki mjög holt og gott að geta farið í sund í sinni heimabyggð? „Ekki vafi, þú sérð það nú, ég er 75 ára,” segir Ragnheiður hlæjandi. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari Reykholtsskóla segist eiga eftir að sakna laugarinnar og kennslunnar í henni í þetta eina ár. „Já, við erum náttúrulega búin að kenna sund á hverjum degi í þrjár vikur, þannig að það var skrítin morgun að kenna síðasta sundtímann, maður fékk pínu tár í augun,” segir Freydís. Freydís Örlygsdóttir, sundkennari í Reykholtslaug í Bláskógabyggð fékk tár í augun síðasta kennsludaginn í lauginni í eitt ár.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það á í rauninni að skipta öllu út. Við ætlum að steypa upp nýja laug, þetta er bara timburlaug gömul með dúk í, sem allt er farið að fúna og það heldur varla vatni. Svo erum við bara að setja nýja potta, það kemur rennibraut og gufubað og þess háttar,” segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar. Helgi segir að framkvæmdirnar munu kostar sveitarfélagið um 800 milljónir króna og að nýja sundlaugin og útisvæðið verði allt klárt í september á næsta ári. Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar, sem segir að framkvæmdir við laugina munu kosta um 800 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Sundlaugar og baðlón Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira