Vill drónavarnir á Íslandi Bjarki Sigurðsson skrifar 14. september 2025 21:00 Arnór Sigurjónsson er sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Vísir/Lýður Valberg Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir atburði síðustu daga sýna að íslensk stjórnvöld þurfi að skoða að setja upp drónaloftvarnir. Rússar flugu drónum tvisvar inn fyrir lofthelgi NATO-ríkja í síðustu viku. Aðfaranótt miðvikudags skaut pólski herinn niður rússneska dróna sem yfirvöld segja hafa sveimað inni í pólskri lofthelgi. Boðað var til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kjölfarið, að beiðni Pólverja. Á föstudag tilkynnti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins að það hygðist efla varnir sínar í austurhluta Evrópu. Í gærkvöldi var svo greint frá því að Rússar hafi aftur flogið inn í lofthelgi Atlantshafsbandalagsríkis, nú hjá Rúmeníu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir afar ólíklegt að þetta hafi verið óviljaverk. „Tilgangurinn er að kanna viðbrögð Atlantshafsbandalagsins. Ögra því jafnvel og kanna hversu langt þeir komast. Hvað þeir geta gert,“ segir Arnór. Arnór segir það þurfa að efla loftvarnir. „Það þarf einnig að kanna alvarlega hvort það sé ekki við hæfi að setja upp bannsvæði við flugi meðfram landamærum Úkraínu. Milli Póllands og Úkraínu og Rúmeníu og Úkraínu,“ segir Arnór. Þá þurfi íslensk stjórnvöld að skoða sínar varnir. „Þetta er nýr veruleiki í öllum vörnum landa. Eitthvað sem við þurfum að takast á við. Við þurfum að þróa getu og kunnáttu. Við þurfum að hafa búnað til að takast á við þessa vá. Eina leiðin til þess er, að mínu mati, að koma upp drónaloftvörnum. Sambærilegt því sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar hefur verið að gera við að eyða heimatilbúnum sprengjum. Af hverju komum við ekki upp deild drónavarna, sem hægt er að grípa til ef þörf krefur?“ spyr Arnór. Rússland Öryggis- og varnarmál Rúmenía Pólland NATO Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira
Aðfaranótt miðvikudags skaut pólski herinn niður rússneska dróna sem yfirvöld segja hafa sveimað inni í pólskri lofthelgi. Boðað var til neyðarfundar í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kjölfarið, að beiðni Pólverja. Á föstudag tilkynnti framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins að það hygðist efla varnir sínar í austurhluta Evrópu. Í gærkvöldi var svo greint frá því að Rússar hafi aftur flogið inn í lofthelgi Atlantshafsbandalagsríkis, nú hjá Rúmeníu. Arnór Sigurjónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir afar ólíklegt að þetta hafi verið óviljaverk. „Tilgangurinn er að kanna viðbrögð Atlantshafsbandalagsins. Ögra því jafnvel og kanna hversu langt þeir komast. Hvað þeir geta gert,“ segir Arnór. Arnór segir það þurfa að efla loftvarnir. „Það þarf einnig að kanna alvarlega hvort það sé ekki við hæfi að setja upp bannsvæði við flugi meðfram landamærum Úkraínu. Milli Póllands og Úkraínu og Rúmeníu og Úkraínu,“ segir Arnór. Þá þurfi íslensk stjórnvöld að skoða sínar varnir. „Þetta er nýr veruleiki í öllum vörnum landa. Eitthvað sem við þurfum að takast á við. Við þurfum að þróa getu og kunnáttu. Við þurfum að hafa búnað til að takast á við þessa vá. Eina leiðin til þess er, að mínu mati, að koma upp drónaloftvörnum. Sambærilegt því sem sprengjudeild Landhelgisgæslunnar hefur verið að gera við að eyða heimatilbúnum sprengjum. Af hverju komum við ekki upp deild drónavarna, sem hægt er að grípa til ef þörf krefur?“ spyr Arnór.
Rússland Öryggis- og varnarmál Rúmenía Pólland NATO Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Sjá meira